Erlent Fjarvera Mladic óafsakanleg Réttarhald hófst í gær fyrir Stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi yfir sjö mönnum sem voru háttsettir í her Bosníu-Serba og eru ákærðir fyrir meinta hlutdeild þeirra í fjöldamorðunum á um átta þúsundum Bosníu-múslima í bænum Srebrenica. En fjarvera æðsta yfirmanns þeirra, hershöfðingjans Ratko Mladic, varpaði skugga yfir réttarhaldið. Erlent 22.8.2006 06:30 Þjóðverjar handteknir Tveir Þjóðverjar voru meðal fimm manna sem handteknir voru í Kambódíu, grunaðir um að hafa misnotað ungar telpur kynferðislega. Hinir þrír eru Víetnamar. Annar Þjóðverjinn var handtekinn eftir að hann reyndi að flýja lögreglu með því að stökkva af svölum íbúðar sinnar. Í íbúð hans fann lögregla fjórar víetnamskar stelpur og myndband sem sýndi hinn Þjóðverjann, barnaskólakennara í Kambódíu, hafa kynmök við tvær þeirra. Lögreglan í Kambódíu hefur undanfarið handtekið þó nokkra erlenda íbúa landsins, grunaða um að misnota börn. Erlent 22.8.2006 06:15 Krefjast úrbóta á flugvöllum Forsvarsmenn lággjaldaflugfélagsins Ryanair hótuðu því á föstudag að höfða mál gegn breskum yfirvöldum, uppfylli þau ekki kröfur félagsins um að öryggiseftirlit með farþegum verði fært aftur til fyrra horfs og að bætt verði innan viku úr starfsmannaskorti á flugvöllum landsins. Erlent 22.8.2006 06:15 Fann slöngu í kjallaranum Karlmaður í Eskilstuna í Svíþjóð varð óþægilega undrandi þegar hann fór niður í kjallara hjá sér aðfaranótt sunnudags. Í kjallaranum hafi eins og hálfs metra eiturslanga hringað sig á gólfinu. Erlent 22.8.2006 06:15 Grunnt á því góða milli fylkinga Skothríð upphófst í Kinshasa, höfuðborg Kongó, annan daginn í röð í gær, en spenna er mikil í borginni vegna nýafstaðinna forsetakosninga. Svo virtist sem skothríðin hefði átt sér stað nærri heimili fyrrverandi uppreisnarleiðtoga sem keppti við Joseph Kabila, sitjandi forseta, um embættið í kosningunum. Erlent 22.8.2006 06:00 Sprenging banaði tugi manna Sprenging varð á yfirbyggðum markaði í Moskvu í Rússlandi í gærmorgun með þeim afleiðingum að tíu fórust og 31 slasaðist. Tveir hinna látnu voru börn. Erlent 22.8.2006 06:00 Létu vísa tveimur frá borði Breskir flugfarþegar neituðu að hleypa flugvél á loft fyrr en tveir karlmenn af asískum uppruna, sem þeir grunuðu um að vera hryðjuverkamenn, yrðu færðir frá borði. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Mail. Erlent 22.8.2006 05:45 Fangelsaður fyrir að kveikja í hænsnabúi Dani nokkur hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi í Taílandi fyrir að hafa kveikt í hænsnabúi nágranna síns. Þetta kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken. Erlent 22.8.2006 05:00 Þrír látnir og tveggja saknað Þrír menn fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Búdapest í Ungverjalandi á sunnudag. Tveggja er enn saknað, en nær 300 særðust í veðrinu, þar af 40 lífshættulega. Erlent 22.8.2006 05:00 Meiri hætta á krabbameini Verkamenn á olíuborpöllunum í Norðursjó eru í miklu meiri hættu á alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameini en aðrir Norðmenn. Í frétt Norska Dagbladet segir að á hverju ári láti tólf til þrjátíu og tveir verkamenn á olíuborpöllum lífið vegna áhrifa vinnunnar á heilsu þeirra. Rannsóknir sýna að dánarlíkur karlmanna á olíuborpöllunum eru allt að 41 prósentum hærri en hjá norskum körlum almennt. Erlent 22.8.2006 04:15 Íranar meina eftirliti aðgang Íranar hafa meinað eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að neðanjarðarkjarnorkuvinnslustöð þeirra. Segja erindrekar SÞ þetta auka grun um að ekki sé allt með felldu í kjarnorkuáætlun þeirra. Erlent 22.8.2006 03:45 58 fórust þegar lestir rákust á Að minnsta kosti 58 manns fórust þegar tvær járnbrautalestir rákust á í norðurhluta Egyptalands á háannatíma í gærmorgun. Líklegt þykir að tala látinna fari hækkandi, því að á annað hundrað manns slösuðust jafnframt í slysinu, margir lífshættulega. Erlent 22.8.2006 03:00 Bush hvetur til friðargæslustarfa í Líbanon George Bush, Bandaríkjaforseti, hvatti til þess í dag að alþjóðlegt herlið kæmi sem fyrst til friðargæslustarfa í Líbanon. Erlent 21.8.2006 18:12 Flugbraut á alþjóðaflugvellinum í Beirút opnuð á ný Ein flugbrauta á Rafik Hariri alþjóðaflugvellinum í Beirút var opnuð fyrir flugumferð í morgun, í fyrsta skipti frá því Ísraelsher olli stórskemmdum á flugbrautum vallarins með loftárásum í upphafi átakanna í Líbanon fyrir um fimm vikum. Fyrst um sinn verður aðeins um takmarkað áætlunar- og leiguflug að ræða. Yfirvöld vona að hægt verði að ljúka viðgerðum á tveimur öðrum flugbrautum á innan við viku, þannig að flugumferð til höfuðborgarinnar komist aftur í samt lag. Erlent 21.8.2006 18:00 Kúrdar minnast þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar Hundruð Kúrda komu saman við minnismerki um Kúrda sem féllu í þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar eftir fyrra Íraksstríð, í bænum Kalar í Írak í dag til að minna á hroðaverk stjórnar Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Erlent 21.8.2006 17:37 Færri fórnarlömb en talið var Nú er talið að 58 manns hafi farist en ekki 80 eins og óttast var í fyrstu, eftir lestarslys um 20 kílómetra norður af Kairó, höfuðborgar Egyptalands í morgun. Erlent 21.8.2006 16:25 Íranar ætla að halda auðgun úrans áfram Ali Khamenei, æðstiklerkur í Íran, lýsti því yfir fyrr í morgun í íranska ríkissjónvarpinu að Íranar ætluðu að halda auðgun úrans ótrauðir áfram. Erlent 21.8.2006 11:46 Þrír létust í óveðri í Búdapest Að minnsta kosti þrír biðu bana og 250 slösuðust þegar skyndilegt óveður gerði í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í gærkvöld. Erlent 21.8.2006 11:43 Lestarslys í Egyptalandi Minnst 80 eru látnir eftir lestarslys í Egyptalandi, um 20 kílómetra fyrir norðan Kaíró í morgun. Erlent 21.8.2006 10:15 Sjö létu lífið í sprengingu í Moskvu Að minnsta kosti sjö létu lífið í mikilli sprengingu á götumarkaði í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. Erlent 21.8.2006 10:05 Fjórir fundust látnir í íbúðarhúsi Manchester Fjórir fundust látnir í íbúðarhúsi í Manchester á Englandi í gærkvöld og rannsakar lögregla nú málið. Erlent 21.8.2006 09:49 Drottning Maoría á Nýja-Sjálandi jörðuð Drottning Maoría á Nýja-Sjálandi var lögð til hinstu hvílu uppi á Taupiri-fjalli í morgun. Erlent 21.8.2006 09:30 Kröfðust endurtalningu atkvæða Meira en 50 þúsund manns tóku þátt í göngu til stuðnings kröfu Lopez Obrador, forsetaframbjóðanda í Mexíkó, um að öll atkvæði í forsetakosningunum sem haldnar voru annan júlí síðastliðinn verði talin upp á nýtt. Erlent 21.8.2006 09:15 Réttarhöld yfir Saddam Hussein hafin að nýju Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, neitaði í dag að tjá sig um ákæruatriði saksóknara en ný réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Erlent 21.8.2006 09:13 Karr kominn til Bandaríkjanna John Mark Karr, sem grunaður er um morðið á hinni sex ára JonBenet Ramsey árið 1996, kom til Bandaríkjanna í nótt eftir 15 tíma flug frá Tælandi, þar sem hann var handtekinn. Karr sneri aftur til Bandaríkjanna af fúsum og frjálsum vilja í fylgd laganna varða. Erlent 21.8.2006 09:00 Miklir skógareldar í Suður-Tyrklandi Miklir hitar í Tyrklandi komu í gær í veg fyrir að næðist að slökkva skógarelda sem geisa við ströndina í Suður-Tyrklandi. Eldurinn blossaði upp nærri bænum Selcuk í gærmorgun en bærinn er fjölsóttur pílagrímsstaður. Erlent 21.8.2006 08:45 Eldurinn sást langar leiðir Töluverður eldur kviknaði þegar sprenging varð í gasleiðslu í Austur-Tyrklandi í gær. Sprengingin varð þar sem leiðslan liggur í gegnum Agri-hérað. Sprengingin mun hafa verið svo kröftug að nálæg hús hristust. Nálægri dælustöð var lokað. Eldinn mátti sjá loga í margra kílómetra fjarlægð. Erlent 20.8.2006 20:00 Leyniskyttur fella um 20 pílagríma Að minnsta kosti 20 pílagrímar féllu fyrir hendi leyniskyttna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. 300 þeirra særðust. Sjíar voru þar á leið að helgidómi til að votta látnum trúarleiðtoga virðingu sína. Öfgamenn úr röðum súnnía eru sagðir standa að baki ódæðunum. Erlent 20.8.2006 19:30 Börn nota sprengjur sem leikföng Ótal virkar sprengjur af ýmsum gerðum er að finna á götum Suður-Líbanon og hafa þær limlest marga íbúa þar eða orðið þeim að fjörtjóni. Björgunarfólk hefur reynt að merkja sem flestar sprengjur kirfilega áður en sprengjusérfræðingar gera þær óvirkar. Erlent 20.8.2006 19:00 Meðhöndlaðir sem landráðamenn Líbönsk stjórnvöld segja að hart verði tekið á þeim sem rjúfi vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar halda fast við þá skýringu að áhlaup á Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að stöðva vopnasendingu til skæruliða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Erlent 20.8.2006 18:45 « ‹ ›
Fjarvera Mladic óafsakanleg Réttarhald hófst í gær fyrir Stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi yfir sjö mönnum sem voru háttsettir í her Bosníu-Serba og eru ákærðir fyrir meinta hlutdeild þeirra í fjöldamorðunum á um átta þúsundum Bosníu-múslima í bænum Srebrenica. En fjarvera æðsta yfirmanns þeirra, hershöfðingjans Ratko Mladic, varpaði skugga yfir réttarhaldið. Erlent 22.8.2006 06:30
Þjóðverjar handteknir Tveir Þjóðverjar voru meðal fimm manna sem handteknir voru í Kambódíu, grunaðir um að hafa misnotað ungar telpur kynferðislega. Hinir þrír eru Víetnamar. Annar Þjóðverjinn var handtekinn eftir að hann reyndi að flýja lögreglu með því að stökkva af svölum íbúðar sinnar. Í íbúð hans fann lögregla fjórar víetnamskar stelpur og myndband sem sýndi hinn Þjóðverjann, barnaskólakennara í Kambódíu, hafa kynmök við tvær þeirra. Lögreglan í Kambódíu hefur undanfarið handtekið þó nokkra erlenda íbúa landsins, grunaða um að misnota börn. Erlent 22.8.2006 06:15
Krefjast úrbóta á flugvöllum Forsvarsmenn lággjaldaflugfélagsins Ryanair hótuðu því á föstudag að höfða mál gegn breskum yfirvöldum, uppfylli þau ekki kröfur félagsins um að öryggiseftirlit með farþegum verði fært aftur til fyrra horfs og að bætt verði innan viku úr starfsmannaskorti á flugvöllum landsins. Erlent 22.8.2006 06:15
Fann slöngu í kjallaranum Karlmaður í Eskilstuna í Svíþjóð varð óþægilega undrandi þegar hann fór niður í kjallara hjá sér aðfaranótt sunnudags. Í kjallaranum hafi eins og hálfs metra eiturslanga hringað sig á gólfinu. Erlent 22.8.2006 06:15
Grunnt á því góða milli fylkinga Skothríð upphófst í Kinshasa, höfuðborg Kongó, annan daginn í röð í gær, en spenna er mikil í borginni vegna nýafstaðinna forsetakosninga. Svo virtist sem skothríðin hefði átt sér stað nærri heimili fyrrverandi uppreisnarleiðtoga sem keppti við Joseph Kabila, sitjandi forseta, um embættið í kosningunum. Erlent 22.8.2006 06:00
Sprenging banaði tugi manna Sprenging varð á yfirbyggðum markaði í Moskvu í Rússlandi í gærmorgun með þeim afleiðingum að tíu fórust og 31 slasaðist. Tveir hinna látnu voru börn. Erlent 22.8.2006 06:00
Létu vísa tveimur frá borði Breskir flugfarþegar neituðu að hleypa flugvél á loft fyrr en tveir karlmenn af asískum uppruna, sem þeir grunuðu um að vera hryðjuverkamenn, yrðu færðir frá borði. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Mail. Erlent 22.8.2006 05:45
Fangelsaður fyrir að kveikja í hænsnabúi Dani nokkur hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi í Taílandi fyrir að hafa kveikt í hænsnabúi nágranna síns. Þetta kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken. Erlent 22.8.2006 05:00
Þrír látnir og tveggja saknað Þrír menn fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Búdapest í Ungverjalandi á sunnudag. Tveggja er enn saknað, en nær 300 særðust í veðrinu, þar af 40 lífshættulega. Erlent 22.8.2006 05:00
Meiri hætta á krabbameini Verkamenn á olíuborpöllunum í Norðursjó eru í miklu meiri hættu á alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameini en aðrir Norðmenn. Í frétt Norska Dagbladet segir að á hverju ári láti tólf til þrjátíu og tveir verkamenn á olíuborpöllum lífið vegna áhrifa vinnunnar á heilsu þeirra. Rannsóknir sýna að dánarlíkur karlmanna á olíuborpöllunum eru allt að 41 prósentum hærri en hjá norskum körlum almennt. Erlent 22.8.2006 04:15
Íranar meina eftirliti aðgang Íranar hafa meinað eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að neðanjarðarkjarnorkuvinnslustöð þeirra. Segja erindrekar SÞ þetta auka grun um að ekki sé allt með felldu í kjarnorkuáætlun þeirra. Erlent 22.8.2006 03:45
58 fórust þegar lestir rákust á Að minnsta kosti 58 manns fórust þegar tvær járnbrautalestir rákust á í norðurhluta Egyptalands á háannatíma í gærmorgun. Líklegt þykir að tala látinna fari hækkandi, því að á annað hundrað manns slösuðust jafnframt í slysinu, margir lífshættulega. Erlent 22.8.2006 03:00
Bush hvetur til friðargæslustarfa í Líbanon George Bush, Bandaríkjaforseti, hvatti til þess í dag að alþjóðlegt herlið kæmi sem fyrst til friðargæslustarfa í Líbanon. Erlent 21.8.2006 18:12
Flugbraut á alþjóðaflugvellinum í Beirút opnuð á ný Ein flugbrauta á Rafik Hariri alþjóðaflugvellinum í Beirút var opnuð fyrir flugumferð í morgun, í fyrsta skipti frá því Ísraelsher olli stórskemmdum á flugbrautum vallarins með loftárásum í upphafi átakanna í Líbanon fyrir um fimm vikum. Fyrst um sinn verður aðeins um takmarkað áætlunar- og leiguflug að ræða. Yfirvöld vona að hægt verði að ljúka viðgerðum á tveimur öðrum flugbrautum á innan við viku, þannig að flugumferð til höfuðborgarinnar komist aftur í samt lag. Erlent 21.8.2006 18:00
Kúrdar minnast þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar Hundruð Kúrda komu saman við minnismerki um Kúrda sem féllu í þjóðernishreinsunum Íraksstjórnar eftir fyrra Íraksstríð, í bænum Kalar í Írak í dag til að minna á hroðaverk stjórnar Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Erlent 21.8.2006 17:37
Færri fórnarlömb en talið var Nú er talið að 58 manns hafi farist en ekki 80 eins og óttast var í fyrstu, eftir lestarslys um 20 kílómetra norður af Kairó, höfuðborgar Egyptalands í morgun. Erlent 21.8.2006 16:25
Íranar ætla að halda auðgun úrans áfram Ali Khamenei, æðstiklerkur í Íran, lýsti því yfir fyrr í morgun í íranska ríkissjónvarpinu að Íranar ætluðu að halda auðgun úrans ótrauðir áfram. Erlent 21.8.2006 11:46
Þrír létust í óveðri í Búdapest Að minnsta kosti þrír biðu bana og 250 slösuðust þegar skyndilegt óveður gerði í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í gærkvöld. Erlent 21.8.2006 11:43
Lestarslys í Egyptalandi Minnst 80 eru látnir eftir lestarslys í Egyptalandi, um 20 kílómetra fyrir norðan Kaíró í morgun. Erlent 21.8.2006 10:15
Sjö létu lífið í sprengingu í Moskvu Að minnsta kosti sjö létu lífið í mikilli sprengingu á götumarkaði í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. Erlent 21.8.2006 10:05
Fjórir fundust látnir í íbúðarhúsi Manchester Fjórir fundust látnir í íbúðarhúsi í Manchester á Englandi í gærkvöld og rannsakar lögregla nú málið. Erlent 21.8.2006 09:49
Drottning Maoría á Nýja-Sjálandi jörðuð Drottning Maoría á Nýja-Sjálandi var lögð til hinstu hvílu uppi á Taupiri-fjalli í morgun. Erlent 21.8.2006 09:30
Kröfðust endurtalningu atkvæða Meira en 50 þúsund manns tóku þátt í göngu til stuðnings kröfu Lopez Obrador, forsetaframbjóðanda í Mexíkó, um að öll atkvæði í forsetakosningunum sem haldnar voru annan júlí síðastliðinn verði talin upp á nýtt. Erlent 21.8.2006 09:15
Réttarhöld yfir Saddam Hussein hafin að nýju Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, neitaði í dag að tjá sig um ákæruatriði saksóknara en ný réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Erlent 21.8.2006 09:13
Karr kominn til Bandaríkjanna John Mark Karr, sem grunaður er um morðið á hinni sex ára JonBenet Ramsey árið 1996, kom til Bandaríkjanna í nótt eftir 15 tíma flug frá Tælandi, þar sem hann var handtekinn. Karr sneri aftur til Bandaríkjanna af fúsum og frjálsum vilja í fylgd laganna varða. Erlent 21.8.2006 09:00
Miklir skógareldar í Suður-Tyrklandi Miklir hitar í Tyrklandi komu í gær í veg fyrir að næðist að slökkva skógarelda sem geisa við ströndina í Suður-Tyrklandi. Eldurinn blossaði upp nærri bænum Selcuk í gærmorgun en bærinn er fjölsóttur pílagrímsstaður. Erlent 21.8.2006 08:45
Eldurinn sást langar leiðir Töluverður eldur kviknaði þegar sprenging varð í gasleiðslu í Austur-Tyrklandi í gær. Sprengingin varð þar sem leiðslan liggur í gegnum Agri-hérað. Sprengingin mun hafa verið svo kröftug að nálæg hús hristust. Nálægri dælustöð var lokað. Eldinn mátti sjá loga í margra kílómetra fjarlægð. Erlent 20.8.2006 20:00
Leyniskyttur fella um 20 pílagríma Að minnsta kosti 20 pílagrímar féllu fyrir hendi leyniskyttna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. 300 þeirra særðust. Sjíar voru þar á leið að helgidómi til að votta látnum trúarleiðtoga virðingu sína. Öfgamenn úr röðum súnnía eru sagðir standa að baki ódæðunum. Erlent 20.8.2006 19:30
Börn nota sprengjur sem leikföng Ótal virkar sprengjur af ýmsum gerðum er að finna á götum Suður-Líbanon og hafa þær limlest marga íbúa þar eða orðið þeim að fjörtjóni. Björgunarfólk hefur reynt að merkja sem flestar sprengjur kirfilega áður en sprengjusérfræðingar gera þær óvirkar. Erlent 20.8.2006 19:00
Meðhöndlaðir sem landráðamenn Líbönsk stjórnvöld segja að hart verði tekið á þeim sem rjúfi vopnahlé Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar halda fast við þá skýringu að áhlaup á Austur-Líbanon í gær hafi verið gert til að stöðva vopnasendingu til skæruliða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela hafa brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Erlent 20.8.2006 18:45