Erlent Hyggjast markaðssetja ferðir fyrir einhleypa Ferðamannasamtökin Wonderful Copenhagen í Kaupmannahöfn hyggjast markaðssetja borgina sem áfangastað fyrir einhleypa ferðamenn. Politiken greinir frá því að ráðgert sé að bjóða upp á lengri helgarferðir þar sem viðskiptavinurinn, sá einhleypi, geti sótt skemmtikvöld og farið út að borða með öðrum sem eru í sömu hjúskaparstöðu. Sölu- og markaðsstjóri samtakanna segir að um áhugaverðan markhóp sé að ræða og þarna sé óplægður akur innan ferðamannaiðnaðarins. Erlent 7.9.2006 09:15 Calderon réttmætur sigurvegari kosninganna Felipe Calderon tók í gær við skjali frá kosningadómstól Mexíkó sem vottar það að hann sé réttmætur sigurvegari forsetakosninganna sem fram fóru í júlí síðastliðnum. Forseti kosningadómstólsins bað alla Mexíkóa að hætta að deila innbyrðis og brúa gjárnar sem mynduðust í kjölfar forsetakosninganna. Erlent 7.9.2006 09:00 Mikið um HIV smit hjá ungum körlum í Danmörku Fjöldi ungra manna sem hafa smitast af hiv er einn sá mesti í Danmörku síðan árið 1994. Politiken greinir frá því að um sé að ræða karlmenn undir 30 ára aldri sem hafi smitast af veirunni eftir kynmök með öðrum karlmanni. Erlent 7.9.2006 09:00 Var reið og dreymdi um að sleppa Austurríska stúlkan Natascha Kampusch segist hafa verið mjög reið þau átta ár sem mannræninginn Wolfgang Priklopil lokaði hana niðri í gluggalausum kjallara í nágrenni Vínar. Natascha kom fram í 40 mínútna löngu sjónvarpsviðtali í gærkvöld í fyrsta skipti frá því hún stakk af úr prísundinni þann 23. ágúst síðastliðinn. Erlent 7.9.2006 08:45 Keypti og seldi fólki úldið kjöt Georg Bruner, 74 ára þýskur heildsali, fannst látinn heima hjá sér í Berlín í gær. Svo virðist sem hann hafi framið sjálfsmorð. Hann hafði orðið uppvís að því að selja gamalt kjöt í stórum stíl til 2.500 fyrirtækja í Þýskalandi og 50 að auki í Austurríki, Hollandi og fleiri nágrannaríkjum. Erlent 7.9.2006 08:15 Bush viðurkennir leynifangelsi George Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að leynifangelsi hefðu verið rekin á vegum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann sagði yfirheyrsluaðferðir leyniþjónustunnar mikilvægar en neitaði að fangar hafi verið pyntaðir. Erlent 7.9.2006 08:08 Andalæknar skrifa vottorð Hefðbundin afrísk læknisráð standa styrkum fótum í Simbabve og þótti það staðfest á dögunum þegar heilbrigðisráðherra landsins samþykkti að um fimmtán hundruð andalæknar og græðarar fengju hér eftir réttindi til að úrskurða um veikindi almennings. Þeir fá jafnframt leyfi til að gefa út vottorð þess efnis að fólk fái veikindafrí í vinnu. Erlent 7.9.2006 07:45 Þrýstingur eykst á Leijonborg Fram kom í gær að alls væru þrír starfsmenn sænska Þjóðarflokksins grunaðir um aðild að tölvunjósnum hjá Jafnaðarmannaflokknum og þrýstingur jókst á flokksformanninn að víkja. Hneykslið sagt geta ráðið úrslitum. Erlent 7.9.2006 07:30 Neyddi kvalara sinn til að halda upp á jól Natascha Kampusch rauf í gær þögnina í þremur viðtölum, þar sem hún tjáði sig um vistina hjá mannræningjanum Wolfgang Priklopil. Hún segist hafa látið sig dreyma um að höggva af honum hausinn og hugsaði stöðugt um flótta. Erlent 7.9.2006 07:30 Segir leynifangelsi nauðsynleg George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær í fyrsta sinn tilvist leynilegra fangelsa víða um heim, þar sem leyniþjónustan CIA hefur haldið föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Erlent 7.9.2006 07:15 Dulbúin hótun í garð Bush Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, ítrekaði í gær tilboð sitt um viðræður við George W. Bush Bandaríkjaforseta. Hann sagði réttast að þær viðræður færu fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York. Jafnframt sagði hann að sá sem hafnar boði hljóti ill örlög. Skilja mátti þetta sem dulbúna hótun til Bush. Þetta er ekki hótun frá mér. Þetta er hótun frá öllum alheiminum. Alheimurinn snýst gegn kúgun, sagði Ahmadinejad. Erlent 7.9.2006 07:15 Heilbrigðisráðherra segi af sér Yfir 80 alþjóðlegir vísindamenn og háskólaprófessorar fordæmdu stefnu Suður-Afríku hvað varðar eyðni og HIV, kölluðu hana gagnlausa og ósiðlega, og fóru fram á að heilbrigðisráðherra landsins segði af sér í bréfi sem þeir sendu forseta landsins, Thabo Mbeki, í gær. Erlent 7.9.2006 07:00 Þrjú tonn af kókaíni fundust Spænska og franska lögreglan gerðu þrjú tonn af hreinu kókaíni upptæk af seglskútu í síðustu viku. Skútan er skráð í Bretlandi og fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um málið. Erlent 7.9.2006 07:00 Eftirlitssveitin lýsir ekki yfir stríði Norræna eftirlitssveitin, SLMM, mun ekki bregðast við beiðni Tamílatígra síðan á mánudaginn, en hún var þess efnis að skorið yrði úr um hvort eiginlegt stríð væri hafið á eyjunni og hvort vopnahléssamningurinn væri fallinn úr gildi. Erlent 7.9.2006 06:45 Ekki þjóðinni til framdráttar Sjö embættismenn ríkisstjórnar Tony Blairs sögðu upp störfum í gær í mótmælaskyni við tregðu hans við að tilkynna hvenær hann ætli að láta af embætti. Einn embættismannanna er Tom Watson, en hann var meðal undirritaðra á hvatningarskjali sem lekið var til fjölmiðla í fyrradag. Á skjalið settu 38 þingmenn Verkamannaflokksins nafn sitt undir beiðni til Blairs um að segja af sér, fyrr en seinna. Erlent 7.9.2006 06:30 Herkví aflétt af Líbanon í kvöld Ríkisstjórn Ísraels mun aflétta í kvöld herkví þeirri sem Líbanon hefur verið í síðan stríðið hófst. Alþjóðlegir gæsluliðar eiga að taka við hlutverki Ísraela á flugvöllum og við hafnir Líbanons. Tilkynningin var gefin út stuttu eftir að utanríkisráðherra Líbanons hótaði því að hafnar- og flugbannið yrði brotið innan skamms, ef Ísraelar afléttu því ekki sjálfir. Erlent 7.9.2006 06:15 Fyrsta sveinbarnið í fjörtíu ár Kiko prinsessa, eiginkona Akishinos yngri sonar Akihitos Japanskeisara, ól í gær son og er hann fyrsta sveinbarnið sem fæðist í keisarafjölskyldunni í fjörtíu ár. Þar með er botninn að mestu dottinn úr umræðu um það hvort breyta eigi fornum reglum um ríkiserfðir í Japan, þannig að kona geti erft keisaradæmið. Erlent 7.9.2006 06:00 Lögregla fann sprengiefni Danska lögreglan fann efni sem nota má til sprengjugerðar í húsleitum sem gerðar voru í Óðinsvéum á þriðjudag og í gær hjá mönnum sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka í Danmörku. Alls voru níu manns handteknir, en tveimur var fljótlega sleppt. Tveir voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald, en fimm mannanna voru úrskurðaðir í varðhald fram á laugardag. Komi leyniþjónustan ekki með frekari sannanir, verður þeim sleppt. Erlent 7.9.2006 06:00 Kynþáttahatur látið óáreitt Óeirðir voru í borginni Kondopoga í Kirjálahéruðunum í Rússlandi um helgina og gengu hundruð drukkinna nýnasista um borgina og kveiktu í eignum Kákasíumanna og rændu og rupluðu, að sögn vefútgáfu Hufvudstadsbladet. Erlent 7.9.2006 05:45 Gömul tölva veldur vanda Í húsi austurríska mannræningjans Wolfgang Priklopil, sem fyrirfór sér eftir að hin átján ára gamla Natascha Kampusch strauk úr haldi hans, fannst tölva sem er svo gömul að austurríska lögreglan er í mestu vandræðum með að rannsaka gögn úr henni. Erlent 7.9.2006 05:00 Rífur upp aðfluttar jurtir Robert van de Hoek er kominn fyrir dómstól í Kaliforníu eina ferðina enn. Yfirvöldin segja hann skemmdarvarg. En aðdáendur hans segja hann píslarvott. Erlent 7.9.2006 04:00 Viðtal við Kampusch birt Natascha Kampusch, austurríska stúlkan, sem var í haldi mannræningja í átta ár, eða frá tíu ára aldri, segist einvörðungu hafa hugsað um að flýja á meðan hún var í haldi. Hún hafi einu sinni kastað sér út úr bíl hans á ferð og oft hugsað um að skera af honum höfuðið. Erlent 6.9.2006 23:15 Bush viðurkennir tilvist leynifangelsa George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í kvöld að rekin væru leynifangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, um leið og hann tilkynnti að 14 meintir hryðjuverkamenn úr æðstu stöðum hafi verið fluttir í Guantanamo-fangabúðirnar á Kúbu. Erlent 6.9.2006 22:56 Viðtal við Natöschu Kampusch birt Natascha Kampusch, austurríska stúlkan, sem var í haldi mannræningja í átta ár, eða frá tíu ára aldri, segist einvörðungu hafa hugsað um að flýja á meðan hún var í haldi. Þetta kemur fram í viðtali við austurríska vikuritið News sem kom út í dag. Erlent 6.9.2006 20:26 Þjarmað að Blair Sjö þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa sagt af sér til að mótmæla því að Tony Blair forsætisráðherra skuli ekki hafa tímasett brotthvarf sitt úr embætti. Blair segir að þeir séu svikarar. Erlent 6.9.2006 20:11 Fá frest til laugardags til að leggja fram sannanir Danska leyniþjónustan hefur frest til klukkan þrjú á laugardaginn til að leggja fram sannanir gegn sjömenningunum sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka í Danmörku. Aðeins tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Erlent 6.9.2006 12:45 Nær ólæknanlegt afbrigði berkla Berklasérfræðingar funda í Suður-Afríku út af nýju afbrigði berklasjúkdómsins sem þeir segja nær ólæknanlegt. Nýja afbrigðið leggst sérstaklega þungt á eyðnisjúklinga og óttast sérfræðingar því sérstaklega um eyðnihrjáðar byggðir Afríku. Erlent 6.9.2006 12:20 Segja að Blair verði farinn innan árs Dagblöð í Bretlandi greina frá því í dag að Tony Blair muni hætta sem forsætisráðherra Bretlands fyrir júlílok á næsta ári. Erlent 6.9.2006 10:58 Tveir í gæsluvarðhald og einangrun Tveir þeirra sjö sem eru í haldi dönsku lögreglunnar fyrir meinta hryðjuverkaskipulagningu í úthverfi Óðinsvéa í gær voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í einangrun í nótt. Erlent 6.9.2006 10:12 Dæmd til dauða fyrir heróínsmygl Áfrýjunardómstóll í Indónesíu hefur dæmt fjögur áströlsk ungmenni til dauða fyrir tilraun þeirra til að smygla heróíni frá indónesísku ferðamannaeynni Balí til Ástralíu á síðasta ári. Erlent 6.9.2006 09:00 « ‹ ›
Hyggjast markaðssetja ferðir fyrir einhleypa Ferðamannasamtökin Wonderful Copenhagen í Kaupmannahöfn hyggjast markaðssetja borgina sem áfangastað fyrir einhleypa ferðamenn. Politiken greinir frá því að ráðgert sé að bjóða upp á lengri helgarferðir þar sem viðskiptavinurinn, sá einhleypi, geti sótt skemmtikvöld og farið út að borða með öðrum sem eru í sömu hjúskaparstöðu. Sölu- og markaðsstjóri samtakanna segir að um áhugaverðan markhóp sé að ræða og þarna sé óplægður akur innan ferðamannaiðnaðarins. Erlent 7.9.2006 09:15
Calderon réttmætur sigurvegari kosninganna Felipe Calderon tók í gær við skjali frá kosningadómstól Mexíkó sem vottar það að hann sé réttmætur sigurvegari forsetakosninganna sem fram fóru í júlí síðastliðnum. Forseti kosningadómstólsins bað alla Mexíkóa að hætta að deila innbyrðis og brúa gjárnar sem mynduðust í kjölfar forsetakosninganna. Erlent 7.9.2006 09:00
Mikið um HIV smit hjá ungum körlum í Danmörku Fjöldi ungra manna sem hafa smitast af hiv er einn sá mesti í Danmörku síðan árið 1994. Politiken greinir frá því að um sé að ræða karlmenn undir 30 ára aldri sem hafi smitast af veirunni eftir kynmök með öðrum karlmanni. Erlent 7.9.2006 09:00
Var reið og dreymdi um að sleppa Austurríska stúlkan Natascha Kampusch segist hafa verið mjög reið þau átta ár sem mannræninginn Wolfgang Priklopil lokaði hana niðri í gluggalausum kjallara í nágrenni Vínar. Natascha kom fram í 40 mínútna löngu sjónvarpsviðtali í gærkvöld í fyrsta skipti frá því hún stakk af úr prísundinni þann 23. ágúst síðastliðinn. Erlent 7.9.2006 08:45
Keypti og seldi fólki úldið kjöt Georg Bruner, 74 ára þýskur heildsali, fannst látinn heima hjá sér í Berlín í gær. Svo virðist sem hann hafi framið sjálfsmorð. Hann hafði orðið uppvís að því að selja gamalt kjöt í stórum stíl til 2.500 fyrirtækja í Þýskalandi og 50 að auki í Austurríki, Hollandi og fleiri nágrannaríkjum. Erlent 7.9.2006 08:15
Bush viðurkennir leynifangelsi George Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að leynifangelsi hefðu verið rekin á vegum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann sagði yfirheyrsluaðferðir leyniþjónustunnar mikilvægar en neitaði að fangar hafi verið pyntaðir. Erlent 7.9.2006 08:08
Andalæknar skrifa vottorð Hefðbundin afrísk læknisráð standa styrkum fótum í Simbabve og þótti það staðfest á dögunum þegar heilbrigðisráðherra landsins samþykkti að um fimmtán hundruð andalæknar og græðarar fengju hér eftir réttindi til að úrskurða um veikindi almennings. Þeir fá jafnframt leyfi til að gefa út vottorð þess efnis að fólk fái veikindafrí í vinnu. Erlent 7.9.2006 07:45
Þrýstingur eykst á Leijonborg Fram kom í gær að alls væru þrír starfsmenn sænska Þjóðarflokksins grunaðir um aðild að tölvunjósnum hjá Jafnaðarmannaflokknum og þrýstingur jókst á flokksformanninn að víkja. Hneykslið sagt geta ráðið úrslitum. Erlent 7.9.2006 07:30
Neyddi kvalara sinn til að halda upp á jól Natascha Kampusch rauf í gær þögnina í þremur viðtölum, þar sem hún tjáði sig um vistina hjá mannræningjanum Wolfgang Priklopil. Hún segist hafa látið sig dreyma um að höggva af honum hausinn og hugsaði stöðugt um flótta. Erlent 7.9.2006 07:30
Segir leynifangelsi nauðsynleg George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær í fyrsta sinn tilvist leynilegra fangelsa víða um heim, þar sem leyniþjónustan CIA hefur haldið föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Erlent 7.9.2006 07:15
Dulbúin hótun í garð Bush Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, ítrekaði í gær tilboð sitt um viðræður við George W. Bush Bandaríkjaforseta. Hann sagði réttast að þær viðræður færu fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York. Jafnframt sagði hann að sá sem hafnar boði hljóti ill örlög. Skilja mátti þetta sem dulbúna hótun til Bush. Þetta er ekki hótun frá mér. Þetta er hótun frá öllum alheiminum. Alheimurinn snýst gegn kúgun, sagði Ahmadinejad. Erlent 7.9.2006 07:15
Heilbrigðisráðherra segi af sér Yfir 80 alþjóðlegir vísindamenn og háskólaprófessorar fordæmdu stefnu Suður-Afríku hvað varðar eyðni og HIV, kölluðu hana gagnlausa og ósiðlega, og fóru fram á að heilbrigðisráðherra landsins segði af sér í bréfi sem þeir sendu forseta landsins, Thabo Mbeki, í gær. Erlent 7.9.2006 07:00
Þrjú tonn af kókaíni fundust Spænska og franska lögreglan gerðu þrjú tonn af hreinu kókaíni upptæk af seglskútu í síðustu viku. Skútan er skráð í Bretlandi og fjallaði breska ríkisútvarpið, BBC, um málið. Erlent 7.9.2006 07:00
Eftirlitssveitin lýsir ekki yfir stríði Norræna eftirlitssveitin, SLMM, mun ekki bregðast við beiðni Tamílatígra síðan á mánudaginn, en hún var þess efnis að skorið yrði úr um hvort eiginlegt stríð væri hafið á eyjunni og hvort vopnahléssamningurinn væri fallinn úr gildi. Erlent 7.9.2006 06:45
Ekki þjóðinni til framdráttar Sjö embættismenn ríkisstjórnar Tony Blairs sögðu upp störfum í gær í mótmælaskyni við tregðu hans við að tilkynna hvenær hann ætli að láta af embætti. Einn embættismannanna er Tom Watson, en hann var meðal undirritaðra á hvatningarskjali sem lekið var til fjölmiðla í fyrradag. Á skjalið settu 38 þingmenn Verkamannaflokksins nafn sitt undir beiðni til Blairs um að segja af sér, fyrr en seinna. Erlent 7.9.2006 06:30
Herkví aflétt af Líbanon í kvöld Ríkisstjórn Ísraels mun aflétta í kvöld herkví þeirri sem Líbanon hefur verið í síðan stríðið hófst. Alþjóðlegir gæsluliðar eiga að taka við hlutverki Ísraela á flugvöllum og við hafnir Líbanons. Tilkynningin var gefin út stuttu eftir að utanríkisráðherra Líbanons hótaði því að hafnar- og flugbannið yrði brotið innan skamms, ef Ísraelar afléttu því ekki sjálfir. Erlent 7.9.2006 06:15
Fyrsta sveinbarnið í fjörtíu ár Kiko prinsessa, eiginkona Akishinos yngri sonar Akihitos Japanskeisara, ól í gær son og er hann fyrsta sveinbarnið sem fæðist í keisarafjölskyldunni í fjörtíu ár. Þar með er botninn að mestu dottinn úr umræðu um það hvort breyta eigi fornum reglum um ríkiserfðir í Japan, þannig að kona geti erft keisaradæmið. Erlent 7.9.2006 06:00
Lögregla fann sprengiefni Danska lögreglan fann efni sem nota má til sprengjugerðar í húsleitum sem gerðar voru í Óðinsvéum á þriðjudag og í gær hjá mönnum sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka í Danmörku. Alls voru níu manns handteknir, en tveimur var fljótlega sleppt. Tveir voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald, en fimm mannanna voru úrskurðaðir í varðhald fram á laugardag. Komi leyniþjónustan ekki með frekari sannanir, verður þeim sleppt. Erlent 7.9.2006 06:00
Kynþáttahatur látið óáreitt Óeirðir voru í borginni Kondopoga í Kirjálahéruðunum í Rússlandi um helgina og gengu hundruð drukkinna nýnasista um borgina og kveiktu í eignum Kákasíumanna og rændu og rupluðu, að sögn vefútgáfu Hufvudstadsbladet. Erlent 7.9.2006 05:45
Gömul tölva veldur vanda Í húsi austurríska mannræningjans Wolfgang Priklopil, sem fyrirfór sér eftir að hin átján ára gamla Natascha Kampusch strauk úr haldi hans, fannst tölva sem er svo gömul að austurríska lögreglan er í mestu vandræðum með að rannsaka gögn úr henni. Erlent 7.9.2006 05:00
Rífur upp aðfluttar jurtir Robert van de Hoek er kominn fyrir dómstól í Kaliforníu eina ferðina enn. Yfirvöldin segja hann skemmdarvarg. En aðdáendur hans segja hann píslarvott. Erlent 7.9.2006 04:00
Viðtal við Kampusch birt Natascha Kampusch, austurríska stúlkan, sem var í haldi mannræningja í átta ár, eða frá tíu ára aldri, segist einvörðungu hafa hugsað um að flýja á meðan hún var í haldi. Hún hafi einu sinni kastað sér út úr bíl hans á ferð og oft hugsað um að skera af honum höfuðið. Erlent 6.9.2006 23:15
Bush viðurkennir tilvist leynifangelsa George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í kvöld að rekin væru leynifangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, um leið og hann tilkynnti að 14 meintir hryðjuverkamenn úr æðstu stöðum hafi verið fluttir í Guantanamo-fangabúðirnar á Kúbu. Erlent 6.9.2006 22:56
Viðtal við Natöschu Kampusch birt Natascha Kampusch, austurríska stúlkan, sem var í haldi mannræningja í átta ár, eða frá tíu ára aldri, segist einvörðungu hafa hugsað um að flýja á meðan hún var í haldi. Þetta kemur fram í viðtali við austurríska vikuritið News sem kom út í dag. Erlent 6.9.2006 20:26
Þjarmað að Blair Sjö þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa sagt af sér til að mótmæla því að Tony Blair forsætisráðherra skuli ekki hafa tímasett brotthvarf sitt úr embætti. Blair segir að þeir séu svikarar. Erlent 6.9.2006 20:11
Fá frest til laugardags til að leggja fram sannanir Danska leyniþjónustan hefur frest til klukkan þrjú á laugardaginn til að leggja fram sannanir gegn sjömenningunum sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka í Danmörku. Aðeins tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Erlent 6.9.2006 12:45
Nær ólæknanlegt afbrigði berkla Berklasérfræðingar funda í Suður-Afríku út af nýju afbrigði berklasjúkdómsins sem þeir segja nær ólæknanlegt. Nýja afbrigðið leggst sérstaklega þungt á eyðnisjúklinga og óttast sérfræðingar því sérstaklega um eyðnihrjáðar byggðir Afríku. Erlent 6.9.2006 12:20
Segja að Blair verði farinn innan árs Dagblöð í Bretlandi greina frá því í dag að Tony Blair muni hætta sem forsætisráðherra Bretlands fyrir júlílok á næsta ári. Erlent 6.9.2006 10:58
Tveir í gæsluvarðhald og einangrun Tveir þeirra sjö sem eru í haldi dönsku lögreglunnar fyrir meinta hryðjuverkaskipulagningu í úthverfi Óðinsvéa í gær voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í einangrun í nótt. Erlent 6.9.2006 10:12
Dæmd til dauða fyrir heróínsmygl Áfrýjunardómstóll í Indónesíu hefur dæmt fjögur áströlsk ungmenni til dauða fyrir tilraun þeirra til að smygla heróíni frá indónesísku ferðamannaeynni Balí til Ástralíu á síðasta ári. Erlent 6.9.2006 09:00