Erlent Dauðadómur var staðfestur Hæstiréttur í Japan hafnaði á föstudag áfrýjunarbeiðni frá Shoko Asahara, leiðtoga trúarsafnaðarins Aum Shinrikyo, sem hlaut dauðadóm fyrir eiturefnaárás í neðanjarðarlestum Tókýóborgar árið 1995. Erlent 18.9.2006 04:00 Kynskiptingur í framboði Frambjóðandi í sjöunda sæti á framboðslista Folkpartiet fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Svíþjóð um helgina, fæddist drengur en hefur farið í leiðréttingaraðgerð á kyni. Erlent 18.9.2006 04:00 Fundu hundrað fílsskrokka Eftir að þjóðgarðsverðir í Zakouma-garðinum í Tsjad gengu fram á tíu tannlausa fílsskrokka á föstudag fóru þeir í eftirlitsferð og fundu níutíu skrokka til viðbótar. Allir fílarnir höfðu verið drepnir vegna fílabeinstanna, en skrokkarnir skildir eftir á víðavangi. Erlent 18.9.2006 04:00 Vilja að stjórnvöld sýni varúð Stærsti stjórnarandstöðuflokkur hindúa á Indlandi hefur hvatt stjórnvöld til að sýna varúð í friðarviðræðum við Pakistan sem hófust að nýju um helgina. Viðræðunum hafði verið frestað eftir að hryðjuverkamenn sprengdu upp lestir í Mumbai í júlí síðastliðnum. Erlent 18.9.2006 04:00 Hafa hrakið vígamenn burt David Richards, hershöfðingi sem leiðir 20.000 manna herlið NATO í Afganistan, sagði um helgina að aðgerðir sem miðuðu að því að hrekja herskáa talíbana úr fylgsnum sínum í Suður-Afganistan hefðu heppnast vel og væri lokið. Erlent 18.9.2006 03:45 Kyrkti sinn eigin leigumorðingja Hjúkrunarkona í Portland í Bandaríkjunum lét leigumorðingja ekki yfirbuga sig þegar hún kom að honum á heimili sínu heldur drap hann með berum höndum. Hann réðst að konunni með hamri þegar hún kom heim til sín en átökunum lauk með því að konan kyrkti árásarmann sinn, enda nokkuð stærri en hann. Erlent 18.9.2006 03:45 14 ákærðir fyrir vanrækslu Saksóknari í Egyptalandi hefur ákært 14 starfsmenn lestarfélags landsins fyrir vítaverða vanrækslu vegna lestarslyss við Kaíró í síðasta mánuði. 58 manns létust þegar tvær lestir skullu saman. Erlent 18.9.2006 02:00 Persson hyggst biðjast lausnar á morgun "Við höfum tapað í kosningunum en flokkurinn hefur ekki tapað. Hans málefni standa óhögguð og við komum til baka," saði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar þegar ljóst var að hægrabandalagið hafði sigrað í þingkosningunum í Svíþjóð. Erlent 17.9.2006 21:05 Hægri flokkurinn er sigurvegari kosninganna "Sænska þjóðin hefur kosið hægrabandalagið til að stjórna. Hægri flokkurinn er stóri sigurvegari kosninganna," sagði Fredrik Reinfeldt, leiðtogi Hægriflokksins í Svíþjóð á kosningavöku fyrir stundu. Reinfeldt lýsti yfir sigri þegar fyrir lá að hægrabandalagið hafði hlotið 178 þingmenn en vinstri flokkarnir aðeins 171. Þá var búið að telja úr 5.578 kjördeild af 5.783 eða rúmlega 96%. Erlent 17.9.2006 20:53 Hægri sigur Hægri sigur blasir við í þingkosningunum í Svíþjóð. Eftir því sem liðið hefur á talninguna í kvöld hefur heldur dregið í sundur með fylkingum hægri og vinstri. Talning kjörfundaratkvæða er nú langt komin. Vinstri flokkarnir hafa samkvæmt nýjustu tölum 171 þingsæti en hægrabandalagið hefur 178 þingsæti. Kjörsókn var 79,9% en búið er að telja atkvæði frá 5.578 kjörstöðum af 5.783. Allsendis óvíst er að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en eftir helgi en þá ætti talningu utankjörfundaratkvæða að vera lokið. Erlent 17.9.2006 20:14 Misvísandi viðbrögð við afsökunarbeiðni páfa Benedikt páfi sextándi sagði í dag að sér þætti miður að ræða sín í Þýskalandi fyrir helgi hefði verið túlkuð sem móðgun við múslima. Páfi vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar. Múslimar segja þörf á skýrari afsökunarbeiðni. Morð á ítalskri nunnu í Sómalíu er talið framið vegna orða páfa. Erlent 17.9.2006 18:45 Atlantis farin frá Alþjóðlegu geimstöðinni Traffík er til og frá Alþjóðlegu geimstöðinni um þessar mundir. Atlantis hóf í dag flug til jarðar á meðan rússneskt geimfar undirbýr flugtak með fyrsta kvenferðalanginn innanborðs. Erlent 17.9.2006 17:28 Afsökunarbeiðni páfa sögð fullnægjandi Benedikt páfi XVI. segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga nokkurn með ræðu sinni í síðustu viku þar sem hann fjallaði um Múhameð spámann. Öryggisgæsla um páfa hefur verið hert til muna vegna hótana herskárra múslimaklerka sem segja jafnvel að hann eigi að myrða. Bandalag múslima í Egyptalandi sendi frá sér yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem segir að afsökunarbeiðni páfa í morgun sé fullnægjandi. En þrátt fyrir það telja heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun vegna ummæla páfa fyrir helgi. Erlent 17.9.2006 12:45 Rannsóknarnefnd vegna átakanna í Líbanon Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að nefnd yrði falið að rannsaka framferði stjórnvalda og hers þegar barist var í Líbanon í sumar. Almenningur hefur gert kröfu um óháða rannsókn en ekki hefur verið orðið við því. Erlent 17.9.2006 11:30 Vilja ekki Calderon sem forseta Mörg hundruð þúsund stuðningsmenn vinstrimannsins Andres Manuels Lopez Obrador komu saman í miðborg Mexíkó-borgar í gærkvöldi til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna í Mexíkó fyrr á þessu ári. Lopez Obrador laut í lægra haldi fyrir hægrimanninum Felipe Calderon og var afar mjótt á mununum. Erlent 17.9.2006 11:00 Skotið á fólk eftir sjálfsvígssprengjuárás Að minnsta kosti 18 týndu lífi og 55 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Kirkuk í Írak í morgun. Maður ók bíl, hlöðnum sprengiefni á dómshús í borginni þar sem fjölmargir voru staddir. Áður en það gerðist kastaði farþegi sér úr bílnum og hóf að skjóta á fólk eftir að bíllinn sprakk. Erlent 17.9.2006 10:15 Útlit fyrir sigur hægrimanna í Svíþjóð Kjördagur er runninn upp í Svíþjóð og af síðustu skoðanakönnun að dæma hafa sænskir kjósendur ákveðið að binda enda á tólf ára samfelldan valdatíma Jafnaðarmanna. Erlent 17.9.2006 09:40 Bjórþystir flykkjast til München Mörg þúsund bjórþyrstir Þjóðverjar streyma nú til München þar sem hið árlega október fest hófst í dag. Þetta er í hundrað sjötugasta og þriðja sinn sem hátíðin er haldin þar í borg og er búist við að allt að sex milljónir manna sæki hátíðina, Þjóðverjar jafnt sem erlendir ferðamenn. Erlent 16.9.2006 16:45 Abbas og Bush funda í næstu viku Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, mun eiga fund með George Bush, Bandaríkjaforseta, á miðvikudag í næstu viku þegar leiðtogarnir sækja báðir fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Abbas mun leita stuðnings Bandaríkjaforseta við þjóðstjórn Hamas-liða og Fatah-hreyfingarinnar. Erlent 16.9.2006 16:15 Hvetur til þess að páfi verði myrtur Harðlínuklerkur múslima í Sómalíu hvetur trúbræður sína til að elta Benedikt XVI. páfa uppi og myrða hann. Páfi sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist harma það að ummæli sín um Múhameð spámann hafi verið tekin sem móðgun við múslima. Flestir múslimar segja afsökunarbeiðnina ekki duga. Erlent 16.9.2006 16:06 Hófu sókn gegn Talíbönum á ný Mörg þúsund hermenn bandaríska herliðs í Afganistan hófu í dag, ásamt innfæddum hermönnum, nýja sókn gegn Talíbönum þar í landi. Erlent 16.9.2006 15:38 Týndi lífi í BASE-stökki Yfirvöld í Mexíkó hafa fundið lík þekkst ástralsks ævintýramanns sem týndi lífi í svokölluðu BASE-stökki í suðurhluta landsins fyrr í vikunni. Keppni var þar haldin í þessari glæfralegu íþrótt og verður nú rannsakað hvað fór úrskeiðis. Erlent 16.9.2006 14:00 Þök rifnuðu af 100 húsum Að minnsta kosti 30 slösuðust í Kólumbíu í gær þegar öflugur hvirfilbylur reif meira en 100 þök af byggingum í borginni Barranquilla. Erlent 16.9.2006 13:45 Óttast um öryggi páfa Óttast eru um öryggi Benedikts páfa XVI. vegna ummæla sem hann lét falla fyrr í vikunni sem hafa vakið mikla reiði meðal múslima. Eldsprengjum var kastað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og í nótt. Páfagarður sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að páfa þyki miður að orð sín hafi sært múslima. Erlent 16.9.2006 13:17 Lane orðinn 2. gráðu fellibylur Hitabeltisstormurinn Lane varð að annarar gráðu fellibyl þar sem hann færðist í átt að Baja á Kaliforníu skaga í gærkvöldi og nótt. Lane skall á Kyrrahafsströnd Mexíkó og flæddi yfir hafnarborgir. Sjö ára drengur týndi lífi þegar aurskriða féll á heimili hans. Yfirvöld í Mexíkó hafa sent frá sér viðvörun og hvatt fólk á syðri hluta Kaliforníu skaga til að hafa sig á brott. Margir íbúar og ferðamenn hafa þegar komið sér í öruggt skjól. Vindhraði í bilnum hefur mest farið í rúma fjörutíu metra á sekúndu og talið að Lane eigi enn eftir að sækja í sig veðrið. Erlent 16.9.2006 11:00 Annan hitti Kastró Fídel Kastró, forseti Kúbu, átti í fyrradag fund með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Annan heimsótti Kastró á heimili hans í Havana. Af myndum virðist sem Kastró sé óðum að ná fyrri heilsu eftir að hafa lagst undir hnífinn í síðasta mánuði vegna blæðinga í meltingarvegi. Annan situr nú leiðtogafund ríkja utan bandalaga sem haldinn er á Kúbu. Fulltrúar 118 ríki sitja fundi fram til morguns. Erlent 16.9.2006 10:35 Sprengjum kastað á kirkjur á Vesturbakkanum Leiðtogar múslima víða um heim hafa fordæmt ummæli sem Benedikt páfi XVI. lét falla í ræðu í Þýskalandi fyrr í vikunni. Þar vitnaði hann til 14. aldar keisara kristinna manna sem sagði Múhameð spámann aðeins hafa fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Óttast er um öryggi páfa. Eldsprengjum var varpað á tvær kirkjur á Vesturbakkanum í gær og í nótt. Erlent 16.9.2006 10:29 Múslimar æfir yfir ræðu páfa Múslimar víða um heim eru æfir Benedikt páfa sextánda vegna ummæla sem hann lét falla í ræðu í háskóla í Þýskalandi í vikunni. Páfi ræddi þá hugtakið "heilagt stríð" og vitnaði í fjórtándu aldar keisara sem sagði Múhameð spámann aðeins hafa fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Erlent 15.9.2006 22:13 Mikil bráðnun jökla Hvítabirnir eru að drukkna og nýjar eyjar að koma í ljós undan ísnum á Norður-Heimskautinu, eftir mikla bráðnun jökla í sumar. Erlent 15.9.2006 20:51 Óttast að njósnirnar verði flokknum af falli Frambjóðendur hægra bandalagsins í þingkosningunum í Svíþjóð geta ekki leynt gremju sinni yfir því að Göran Persson formaður Jafnaðarflokksins skyldi leyfa sér að nefna njósnahneyksli Þjóðarflokksins í sjónvarpsumræðum í gærkvöld. Engin leið er að spá fyrir um úrslitin á sunnudag, en Persson óttast að njósnirnar geti fært andstæðingum hans sigurinn. Erlent 15.9.2006 20:15 « ‹ ›
Dauðadómur var staðfestur Hæstiréttur í Japan hafnaði á föstudag áfrýjunarbeiðni frá Shoko Asahara, leiðtoga trúarsafnaðarins Aum Shinrikyo, sem hlaut dauðadóm fyrir eiturefnaárás í neðanjarðarlestum Tókýóborgar árið 1995. Erlent 18.9.2006 04:00
Kynskiptingur í framboði Frambjóðandi í sjöunda sæti á framboðslista Folkpartiet fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Svíþjóð um helgina, fæddist drengur en hefur farið í leiðréttingaraðgerð á kyni. Erlent 18.9.2006 04:00
Fundu hundrað fílsskrokka Eftir að þjóðgarðsverðir í Zakouma-garðinum í Tsjad gengu fram á tíu tannlausa fílsskrokka á föstudag fóru þeir í eftirlitsferð og fundu níutíu skrokka til viðbótar. Allir fílarnir höfðu verið drepnir vegna fílabeinstanna, en skrokkarnir skildir eftir á víðavangi. Erlent 18.9.2006 04:00
Vilja að stjórnvöld sýni varúð Stærsti stjórnarandstöðuflokkur hindúa á Indlandi hefur hvatt stjórnvöld til að sýna varúð í friðarviðræðum við Pakistan sem hófust að nýju um helgina. Viðræðunum hafði verið frestað eftir að hryðjuverkamenn sprengdu upp lestir í Mumbai í júlí síðastliðnum. Erlent 18.9.2006 04:00
Hafa hrakið vígamenn burt David Richards, hershöfðingi sem leiðir 20.000 manna herlið NATO í Afganistan, sagði um helgina að aðgerðir sem miðuðu að því að hrekja herskáa talíbana úr fylgsnum sínum í Suður-Afganistan hefðu heppnast vel og væri lokið. Erlent 18.9.2006 03:45
Kyrkti sinn eigin leigumorðingja Hjúkrunarkona í Portland í Bandaríkjunum lét leigumorðingja ekki yfirbuga sig þegar hún kom að honum á heimili sínu heldur drap hann með berum höndum. Hann réðst að konunni með hamri þegar hún kom heim til sín en átökunum lauk með því að konan kyrkti árásarmann sinn, enda nokkuð stærri en hann. Erlent 18.9.2006 03:45
14 ákærðir fyrir vanrækslu Saksóknari í Egyptalandi hefur ákært 14 starfsmenn lestarfélags landsins fyrir vítaverða vanrækslu vegna lestarslyss við Kaíró í síðasta mánuði. 58 manns létust þegar tvær lestir skullu saman. Erlent 18.9.2006 02:00
Persson hyggst biðjast lausnar á morgun "Við höfum tapað í kosningunum en flokkurinn hefur ekki tapað. Hans málefni standa óhögguð og við komum til baka," saði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar þegar ljóst var að hægrabandalagið hafði sigrað í þingkosningunum í Svíþjóð. Erlent 17.9.2006 21:05
Hægri flokkurinn er sigurvegari kosninganna "Sænska þjóðin hefur kosið hægrabandalagið til að stjórna. Hægri flokkurinn er stóri sigurvegari kosninganna," sagði Fredrik Reinfeldt, leiðtogi Hægriflokksins í Svíþjóð á kosningavöku fyrir stundu. Reinfeldt lýsti yfir sigri þegar fyrir lá að hægrabandalagið hafði hlotið 178 þingmenn en vinstri flokkarnir aðeins 171. Þá var búið að telja úr 5.578 kjördeild af 5.783 eða rúmlega 96%. Erlent 17.9.2006 20:53
Hægri sigur Hægri sigur blasir við í þingkosningunum í Svíþjóð. Eftir því sem liðið hefur á talninguna í kvöld hefur heldur dregið í sundur með fylkingum hægri og vinstri. Talning kjörfundaratkvæða er nú langt komin. Vinstri flokkarnir hafa samkvæmt nýjustu tölum 171 þingsæti en hægrabandalagið hefur 178 þingsæti. Kjörsókn var 79,9% en búið er að telja atkvæði frá 5.578 kjörstöðum af 5.783. Allsendis óvíst er að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en eftir helgi en þá ætti talningu utankjörfundaratkvæða að vera lokið. Erlent 17.9.2006 20:14
Misvísandi viðbrögð við afsökunarbeiðni páfa Benedikt páfi sextándi sagði í dag að sér þætti miður að ræða sín í Þýskalandi fyrir helgi hefði verið túlkuð sem móðgun við múslima. Páfi vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar. Múslimar segja þörf á skýrari afsökunarbeiðni. Morð á ítalskri nunnu í Sómalíu er talið framið vegna orða páfa. Erlent 17.9.2006 18:45
Atlantis farin frá Alþjóðlegu geimstöðinni Traffík er til og frá Alþjóðlegu geimstöðinni um þessar mundir. Atlantis hóf í dag flug til jarðar á meðan rússneskt geimfar undirbýr flugtak með fyrsta kvenferðalanginn innanborðs. Erlent 17.9.2006 17:28
Afsökunarbeiðni páfa sögð fullnægjandi Benedikt páfi XVI. segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga nokkurn með ræðu sinni í síðustu viku þar sem hann fjallaði um Múhameð spámann. Öryggisgæsla um páfa hefur verið hert til muna vegna hótana herskárra múslimaklerka sem segja jafnvel að hann eigi að myrða. Bandalag múslima í Egyptalandi sendi frá sér yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem segir að afsökunarbeiðni páfa í morgun sé fullnægjandi. En þrátt fyrir það telja heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun vegna ummæla páfa fyrir helgi. Erlent 17.9.2006 12:45
Rannsóknarnefnd vegna átakanna í Líbanon Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að nefnd yrði falið að rannsaka framferði stjórnvalda og hers þegar barist var í Líbanon í sumar. Almenningur hefur gert kröfu um óháða rannsókn en ekki hefur verið orðið við því. Erlent 17.9.2006 11:30
Vilja ekki Calderon sem forseta Mörg hundruð þúsund stuðningsmenn vinstrimannsins Andres Manuels Lopez Obrador komu saman í miðborg Mexíkó-borgar í gærkvöldi til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna í Mexíkó fyrr á þessu ári. Lopez Obrador laut í lægra haldi fyrir hægrimanninum Felipe Calderon og var afar mjótt á mununum. Erlent 17.9.2006 11:00
Skotið á fólk eftir sjálfsvígssprengjuárás Að minnsta kosti 18 týndu lífi og 55 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Kirkuk í Írak í morgun. Maður ók bíl, hlöðnum sprengiefni á dómshús í borginni þar sem fjölmargir voru staddir. Áður en það gerðist kastaði farþegi sér úr bílnum og hóf að skjóta á fólk eftir að bíllinn sprakk. Erlent 17.9.2006 10:15
Útlit fyrir sigur hægrimanna í Svíþjóð Kjördagur er runninn upp í Svíþjóð og af síðustu skoðanakönnun að dæma hafa sænskir kjósendur ákveðið að binda enda á tólf ára samfelldan valdatíma Jafnaðarmanna. Erlent 17.9.2006 09:40
Bjórþystir flykkjast til München Mörg þúsund bjórþyrstir Þjóðverjar streyma nú til München þar sem hið árlega október fest hófst í dag. Þetta er í hundrað sjötugasta og þriðja sinn sem hátíðin er haldin þar í borg og er búist við að allt að sex milljónir manna sæki hátíðina, Þjóðverjar jafnt sem erlendir ferðamenn. Erlent 16.9.2006 16:45
Abbas og Bush funda í næstu viku Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, mun eiga fund með George Bush, Bandaríkjaforseta, á miðvikudag í næstu viku þegar leiðtogarnir sækja báðir fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Abbas mun leita stuðnings Bandaríkjaforseta við þjóðstjórn Hamas-liða og Fatah-hreyfingarinnar. Erlent 16.9.2006 16:15
Hvetur til þess að páfi verði myrtur Harðlínuklerkur múslima í Sómalíu hvetur trúbræður sína til að elta Benedikt XVI. páfa uppi og myrða hann. Páfi sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist harma það að ummæli sín um Múhameð spámann hafi verið tekin sem móðgun við múslima. Flestir múslimar segja afsökunarbeiðnina ekki duga. Erlent 16.9.2006 16:06
Hófu sókn gegn Talíbönum á ný Mörg þúsund hermenn bandaríska herliðs í Afganistan hófu í dag, ásamt innfæddum hermönnum, nýja sókn gegn Talíbönum þar í landi. Erlent 16.9.2006 15:38
Týndi lífi í BASE-stökki Yfirvöld í Mexíkó hafa fundið lík þekkst ástralsks ævintýramanns sem týndi lífi í svokölluðu BASE-stökki í suðurhluta landsins fyrr í vikunni. Keppni var þar haldin í þessari glæfralegu íþrótt og verður nú rannsakað hvað fór úrskeiðis. Erlent 16.9.2006 14:00
Þök rifnuðu af 100 húsum Að minnsta kosti 30 slösuðust í Kólumbíu í gær þegar öflugur hvirfilbylur reif meira en 100 þök af byggingum í borginni Barranquilla. Erlent 16.9.2006 13:45
Óttast um öryggi páfa Óttast eru um öryggi Benedikts páfa XVI. vegna ummæla sem hann lét falla fyrr í vikunni sem hafa vakið mikla reiði meðal múslima. Eldsprengjum var kastað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og í nótt. Páfagarður sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að páfa þyki miður að orð sín hafi sært múslima. Erlent 16.9.2006 13:17
Lane orðinn 2. gráðu fellibylur Hitabeltisstormurinn Lane varð að annarar gráðu fellibyl þar sem hann færðist í átt að Baja á Kaliforníu skaga í gærkvöldi og nótt. Lane skall á Kyrrahafsströnd Mexíkó og flæddi yfir hafnarborgir. Sjö ára drengur týndi lífi þegar aurskriða féll á heimili hans. Yfirvöld í Mexíkó hafa sent frá sér viðvörun og hvatt fólk á syðri hluta Kaliforníu skaga til að hafa sig á brott. Margir íbúar og ferðamenn hafa þegar komið sér í öruggt skjól. Vindhraði í bilnum hefur mest farið í rúma fjörutíu metra á sekúndu og talið að Lane eigi enn eftir að sækja í sig veðrið. Erlent 16.9.2006 11:00
Annan hitti Kastró Fídel Kastró, forseti Kúbu, átti í fyrradag fund með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Annan heimsótti Kastró á heimili hans í Havana. Af myndum virðist sem Kastró sé óðum að ná fyrri heilsu eftir að hafa lagst undir hnífinn í síðasta mánuði vegna blæðinga í meltingarvegi. Annan situr nú leiðtogafund ríkja utan bandalaga sem haldinn er á Kúbu. Fulltrúar 118 ríki sitja fundi fram til morguns. Erlent 16.9.2006 10:35
Sprengjum kastað á kirkjur á Vesturbakkanum Leiðtogar múslima víða um heim hafa fordæmt ummæli sem Benedikt páfi XVI. lét falla í ræðu í Þýskalandi fyrr í vikunni. Þar vitnaði hann til 14. aldar keisara kristinna manna sem sagði Múhameð spámann aðeins hafa fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Óttast er um öryggi páfa. Eldsprengjum var varpað á tvær kirkjur á Vesturbakkanum í gær og í nótt. Erlent 16.9.2006 10:29
Múslimar æfir yfir ræðu páfa Múslimar víða um heim eru æfir Benedikt páfa sextánda vegna ummæla sem hann lét falla í ræðu í háskóla í Þýskalandi í vikunni. Páfi ræddi þá hugtakið "heilagt stríð" og vitnaði í fjórtándu aldar keisara sem sagði Múhameð spámann aðeins hafa fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Erlent 15.9.2006 22:13
Mikil bráðnun jökla Hvítabirnir eru að drukkna og nýjar eyjar að koma í ljós undan ísnum á Norður-Heimskautinu, eftir mikla bráðnun jökla í sumar. Erlent 15.9.2006 20:51
Óttast að njósnirnar verði flokknum af falli Frambjóðendur hægra bandalagsins í þingkosningunum í Svíþjóð geta ekki leynt gremju sinni yfir því að Göran Persson formaður Jafnaðarflokksins skyldi leyfa sér að nefna njósnahneyksli Þjóðarflokksins í sjónvarpsumræðum í gærkvöld. Engin leið er að spá fyrir um úrslitin á sunnudag, en Persson óttast að njósnirnar geti fært andstæðingum hans sigurinn. Erlent 15.9.2006 20:15