Erlent Eldflaug skotið frá Gaza á Ísrael Eldflaug var skotið frá Gaza svæðinu í gærkvöldi og sprakk hún í ísrölsku borginni Beersheba. Erlent 24.2.2011 07:51 Hugh Hefner tilkynnir þriðja hjónaband sitt Gamli Playboy kóngurinn Hugh Hefner hefur tilkynnt um þriðja brúðkaup sitt og verður það haldið í júní. Erlent 24.2.2011 07:47 Vonir dvína um að fleiri finnist á lífi í Christchurch Tala látinna í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi heldur áfram að hækka. Nú hafa 98 fundist látnir. Enn er 226 manns saknað eftir jarðskjálftann fyrr í vikunni. Erlent 24.2.2011 07:44 Gaddafi orðinn réttdræpur meðal múslima Búið er að setja svokallað fatwa á Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu. Þetta þýðir að leiðtoginn er réttdræpur meðal múslima hvar sem þeir finna hann. Erlent 24.2.2011 07:28 Hundruð manna enn í rústum húsa Nokkrum hundruðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir. Erlent 24.2.2011 01:00 Enn kvarnast úr liði Gaddafís Austan til í Líbíu fagnar fólk sigri yfir Muammar Gaddafí, en í vesturhlutanum er ástandið lævi blandið. Stjórnarherinn er sagður skjóta handahófskennt á hvern sem lætur sjá sig úti á götum höfuðborgarinnar Trípólí. Erlent 24.2.2011 00:00 Dularfullur dauði höfrungakálfa rannsakaður Þá þriðja tug höfrungakálfa syntu upp í fjörurnar í Missippi og Alabama í Bandaríkjunum á dögunum og drápust. Það eru tífalt fleiri kálfar en ganga almennt á land og drepast á þessum slóðum. Erlent 23.2.2011 21:51 Telur sig hafa fundið verk eftir Michelangelo Bandaríski rithöfundurinn Roy Doliner telur sig hafa fundið listaverk eftir endurreisnarmálarann Michelangelo. Verkið sem er lítil höggmynd fannst við ítalska forngripabúð í gömlum og skítugum pappakassa. Doliner segist hafa orðið orðlaus af hrifningu þegar hann sá styttuna og strax verið fullviss um að þetta væri listaverk eftir meistarann, en hann hefur nú skrifað bók um þennan merka fund sem von er á næstu misserum. Erlent 23.2.2011 21:30 Málaliðar fara um og skjóta íbúa í Trípolí Ofbeldið í Trípolí, höfuðborg Líbíu, fer harðnandi samkvæmt fréttum breska blaðsins The Guardian, en þeir greina frá því að öryggisveitir Muammar Gaddafis, einræðisherra Líbíu, og málaliðar, ferðist um borgina á jeppum og skjóti fólk sem er úti við. Erlent 23.2.2011 21:10 Lést eftir að hafa spilað tölvuleiki í þrjá sólarhringa Kínverskur maður á þrítugsaldri lést eftir að hafa spilað tölvuleiki samfleytt í þrjá sólarhringa. Maðurinn hafði ekkert sofið, borðað né staðið upp úr stólnum sínum þegar leið yfir hann á mánudagskvöld á internet kaffihúsi í nágrenni við Peking, höfuðborg Kína. Erlent 23.2.2011 21:00 Þrumufótur sparkar fast - ný risaeðlutegund finnst Vísindamen hafa uppgötvað nýja tegund af risaeðlu sem þeir nefna Þrumufót vegna þess hversu kröftuga lærvöðva þeir telja að hún hafi haft. Steingervingur af risaeðlunni sem fannst í námu í Utah var brotakenndur en þó nógu heillegur til að rannsakendur gætu séð að skepnan bjó yfir óvenju öflugum fótabúnaði. Erlent 23.2.2011 20:00 Verkamenn biðja Steve Jobs um hjálp Kínverskir verkamenn sem veikst hafa við framleiðslu snertiskjáa fyrir ýmis raftæki frá Apple, svo sem iPhone og iPod Touch, hafa nú skrifað bréf til Steve Jobs og kvartað yfir illri meðferð. 137 vinnumenn hafa veikst vegna eitrunar af völdum efnisins n-hexane og segja farir sínar ekki sléttar. Hinn tævanski verksmiðjueigandi hafi ekki greitt þeim nægar bætur, þeim verkamönnum sem þáðu bætur hafi verið bolað úr starfi og ekki hafi verið samþykkt að ábyrgjast sjúkrareikninga ef til frekari veikinda komi. Erlent 23.2.2011 17:45 Stakk fólk af handahófi Fjörutíu og eins árs gamall maður frá Marokkó hefur verið handtekinn á eyjunni Ibiza eftir að hafa sært að minnsta kosti níu manns í hnífaárásum í dag. Einn aðili er alvarlega særður á hálsi og hefur gengist undir skurðaðgerð. Erlent 23.2.2011 16:08 Gaddafi berst við að halda völdum Muammar Gaddafi leiðtogi Líbíu berst nú við að halda völdum í höfuðborginni Trípólí og á stórum svæðum í vesturhluta landsins en uppreisnarmenn eru sagðir hafa austurhlutann á valdi sínu að mestu. Erlent 23.2.2011 15:55 Örsmá tölva á stærð við bókstaf á peningamynt Vísindamenn hafa nú kynnt til sögunar litla tölvu sem er um millimetri á stærð, eða jafnstór og bókstafur á peningamynt. Í tölvunni er að finna örgjafa, minniskubb, þráðlaust útvarp og rafhlöðu sem gengur fyrir sólarljósi. Erlent 23.2.2011 14:00 Of margir vinir á Facebook geta valdið kvíða Samkvæmt nýrri könnun sem skoski sálfræðingurinn Dr. Kathy Charles framvkæmdi á 200 nemendum í Edinburgh Napier háskólanum, geta notendur Facebook, sem eru í dag um 500 miljónir, fundið fyrir meiri kvíða en aðrir ef þeir eiga of marga vini á vefsíðunni. Fleiri en einn af hverjum tíu nemendum, fullyrtu að vefsíðan gerði þá kvíðafulla. Einnig kom í ljós að þrír af hverjum tíu sögðust finna fyrir samviskubiti ef þeir neituðu vinabeiðnum. Erlent 23.2.2011 13:00 Sjóræningjar myrtu gísla sína Sómalskir sjóræningjar hafa myrt fjóra bandaríska gísla sína um borð í seglskútu sem þeir rændu síðastliðinn föstudag. Bandarískt herskip fylgdi skútunni eftir meðan reynt var að semja um lausn gíslanna sem voru tvær konur og tveir karlmenn. Erlent 23.2.2011 10:39 Handrit fannst af óútgefinni bók eftir Enid Blyton Handrit að óútgefinni bók breska barnabókahöfundarins Enid Blyton hefur fundist í skjalasafni hennar. Erlent 23.2.2011 07:50 Rahm Emanuel kjörinn borgarstjóri Chicago Rahm Emanuel, náinn ráðgjafi Baracks Obama bandaríkjaforseta og fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta Hússins náði kjöri sem borgarstjóri Chicago. Erlent 23.2.2011 07:47 Grindhvalir hugsanlega fyrirboðar jarðskjálftans í Christchurch Yfir hundrað grindhvalir sem syntu á land á strönd í Nýja Sjálandi á mánudag og drápust gætu hafa verið fyrirboðar jarðskjálftans í borginni Christchurch. Erlent 23.2.2011 07:32 Tala látinna hækkar í Christchurch, gífurlegt eignatjón Tala látinna í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi er komin í 75 en menn óttast að hún fari í um 300 manns áður en öll kurl eru komin til grafar. Erlent 23.2.2011 07:29 Gaddafi sagði Berlusconi að allt væri í lagi hjá sér Muammar Gaddafi leiðtogi Líbýu hringdi í gærdag í vin sinn Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu. Gaddafi mun hafa tjáð Berlusconi að allt væri í stakasta lagi hjá sér og að ofbeldið í landinu beindist einkum að hernum. Erlent 23.2.2011 07:26 Öryggisráðið fordæmir stjórnvöld í Líbýu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldi stjórnvalda í Líbýu gagnvart almenningi á fundi sem ráðið hélt í gærkvöldi um ástandið í landinu. Erlent 23.2.2011 07:25 Óttast að um 100 manns hafi látist Björgunarsveitir og hermenn leituðu enn að fólki í húsarústum í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir um miðnætti að íslenskum tíma á mánudagskvöld. Erlent 23.2.2011 07:00 Fékk 80 högl í bakið Fjórtán ára gamall piltur frá Nakskov í Danmörku var lagður inn á spítala á sunnudaginn eftir að hafa verið skotinn í bakið. Samkvæmt frásögn fréttavefjarins Folketidende.dk af málinu var maðurinn, ásamt átján ára gömlum kunningja sínum, í heimsókn hjá sameiginlegum kunningja þeirra. Skyndilega heyrði pilturinn brak og bresti og í sama mun fann hann fyrir gríðarlegum verki í bakinu. Í sama mund hrópaði sá átján ára gamli að hann hefði ekki gert þetta viljandi. Erlent 22.2.2011 22:11 Svikin kærasta fær vægan dóm í Mikka mús málinu Fyrrverandi ritari hjá Walt Disney fyrirtækinu, Bonnie Hoxie, var dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi í dag í New York í Bandaríkjunum fyrir að hafa stolið talsvert af innherjaupplýsingum um Walt Disney fyrirtækið fyrir fyrrverandi kærasta sinn, Yonni Sebbag. Erlent 22.2.2011 20:57 Skaut mann á Black Swan út af háværu poppáti Lögreglan í Lettlandi handtók 27 ára gamlan mann á laugardaginn eftir að hann skaut áhorfanda á kvikmyndinni Black Swan. Samkvæmt The Daily Telegraph þá var skotmaðurinn að horfa á kvikmyndina, sem hefur verið tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna, þegar atburðurinn átti sér stað. Erlent 22.2.2011 17:46 Gaddafi: Ég mun deyja píslarvættisdauða Muammar Gaddafi Líbíuleiðtogi sagði í ávarpi á ríkissjónvarpsstöð landsins í dag að ekki komi til greina af sinni hálfu að segja af sér eða yfirgefa landið. Hann sagði að hann hafi áður staðist áhlaup frá Bandaríkjamönnum og Bretum og að hann muni standast þetta áhlaup eins og þau, en almenningur í landinu hefur risið upp gegn einræðisherranum sem ríkt hefur í Líbíu í 42 ár. Erlent 22.2.2011 16:16 Vancouver er besta borg í heimi - fimmta árið í röð Vancouver í Kanada er sú borg í heiminum sem best er að búa í ef marka má árlega könnun The Economist intelligence unit. Þetta er fimmta árið í röð sem borgin trónir á toppnum og á meðal tíu efstu borga eru þrjár kanadískar borgir og fjórar ástralskar. Hinar þrjár eru í Nýja Sjálandi, Finnlandi og í Austurríki. Erlent 22.2.2011 15:38 Banksy bannað að mæta í dulargervi á Óskarinn Dularfulla listamanninum Banksy hefur verið synjað um leyfi til að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina í dulargerfi. Heimildarmyndin hans, Exit through the gift shop, er þar tilnefnd til verðlauna. Banksy er hvað þekktastur fyrir veggjalistaverk sín. Erlent 22.2.2011 14:48 « ‹ ›
Eldflaug skotið frá Gaza á Ísrael Eldflaug var skotið frá Gaza svæðinu í gærkvöldi og sprakk hún í ísrölsku borginni Beersheba. Erlent 24.2.2011 07:51
Hugh Hefner tilkynnir þriðja hjónaband sitt Gamli Playboy kóngurinn Hugh Hefner hefur tilkynnt um þriðja brúðkaup sitt og verður það haldið í júní. Erlent 24.2.2011 07:47
Vonir dvína um að fleiri finnist á lífi í Christchurch Tala látinna í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi heldur áfram að hækka. Nú hafa 98 fundist látnir. Enn er 226 manns saknað eftir jarðskjálftann fyrr í vikunni. Erlent 24.2.2011 07:44
Gaddafi orðinn réttdræpur meðal múslima Búið er að setja svokallað fatwa á Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu. Þetta þýðir að leiðtoginn er réttdræpur meðal múslima hvar sem þeir finna hann. Erlent 24.2.2011 07:28
Hundruð manna enn í rústum húsa Nokkrum hundruðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir. Erlent 24.2.2011 01:00
Enn kvarnast úr liði Gaddafís Austan til í Líbíu fagnar fólk sigri yfir Muammar Gaddafí, en í vesturhlutanum er ástandið lævi blandið. Stjórnarherinn er sagður skjóta handahófskennt á hvern sem lætur sjá sig úti á götum höfuðborgarinnar Trípólí. Erlent 24.2.2011 00:00
Dularfullur dauði höfrungakálfa rannsakaður Þá þriðja tug höfrungakálfa syntu upp í fjörurnar í Missippi og Alabama í Bandaríkjunum á dögunum og drápust. Það eru tífalt fleiri kálfar en ganga almennt á land og drepast á þessum slóðum. Erlent 23.2.2011 21:51
Telur sig hafa fundið verk eftir Michelangelo Bandaríski rithöfundurinn Roy Doliner telur sig hafa fundið listaverk eftir endurreisnarmálarann Michelangelo. Verkið sem er lítil höggmynd fannst við ítalska forngripabúð í gömlum og skítugum pappakassa. Doliner segist hafa orðið orðlaus af hrifningu þegar hann sá styttuna og strax verið fullviss um að þetta væri listaverk eftir meistarann, en hann hefur nú skrifað bók um þennan merka fund sem von er á næstu misserum. Erlent 23.2.2011 21:30
Málaliðar fara um og skjóta íbúa í Trípolí Ofbeldið í Trípolí, höfuðborg Líbíu, fer harðnandi samkvæmt fréttum breska blaðsins The Guardian, en þeir greina frá því að öryggisveitir Muammar Gaddafis, einræðisherra Líbíu, og málaliðar, ferðist um borgina á jeppum og skjóti fólk sem er úti við. Erlent 23.2.2011 21:10
Lést eftir að hafa spilað tölvuleiki í þrjá sólarhringa Kínverskur maður á þrítugsaldri lést eftir að hafa spilað tölvuleiki samfleytt í þrjá sólarhringa. Maðurinn hafði ekkert sofið, borðað né staðið upp úr stólnum sínum þegar leið yfir hann á mánudagskvöld á internet kaffihúsi í nágrenni við Peking, höfuðborg Kína. Erlent 23.2.2011 21:00
Þrumufótur sparkar fast - ný risaeðlutegund finnst Vísindamen hafa uppgötvað nýja tegund af risaeðlu sem þeir nefna Þrumufót vegna þess hversu kröftuga lærvöðva þeir telja að hún hafi haft. Steingervingur af risaeðlunni sem fannst í námu í Utah var brotakenndur en þó nógu heillegur til að rannsakendur gætu séð að skepnan bjó yfir óvenju öflugum fótabúnaði. Erlent 23.2.2011 20:00
Verkamenn biðja Steve Jobs um hjálp Kínverskir verkamenn sem veikst hafa við framleiðslu snertiskjáa fyrir ýmis raftæki frá Apple, svo sem iPhone og iPod Touch, hafa nú skrifað bréf til Steve Jobs og kvartað yfir illri meðferð. 137 vinnumenn hafa veikst vegna eitrunar af völdum efnisins n-hexane og segja farir sínar ekki sléttar. Hinn tævanski verksmiðjueigandi hafi ekki greitt þeim nægar bætur, þeim verkamönnum sem þáðu bætur hafi verið bolað úr starfi og ekki hafi verið samþykkt að ábyrgjast sjúkrareikninga ef til frekari veikinda komi. Erlent 23.2.2011 17:45
Stakk fólk af handahófi Fjörutíu og eins árs gamall maður frá Marokkó hefur verið handtekinn á eyjunni Ibiza eftir að hafa sært að minnsta kosti níu manns í hnífaárásum í dag. Einn aðili er alvarlega særður á hálsi og hefur gengist undir skurðaðgerð. Erlent 23.2.2011 16:08
Gaddafi berst við að halda völdum Muammar Gaddafi leiðtogi Líbíu berst nú við að halda völdum í höfuðborginni Trípólí og á stórum svæðum í vesturhluta landsins en uppreisnarmenn eru sagðir hafa austurhlutann á valdi sínu að mestu. Erlent 23.2.2011 15:55
Örsmá tölva á stærð við bókstaf á peningamynt Vísindamenn hafa nú kynnt til sögunar litla tölvu sem er um millimetri á stærð, eða jafnstór og bókstafur á peningamynt. Í tölvunni er að finna örgjafa, minniskubb, þráðlaust útvarp og rafhlöðu sem gengur fyrir sólarljósi. Erlent 23.2.2011 14:00
Of margir vinir á Facebook geta valdið kvíða Samkvæmt nýrri könnun sem skoski sálfræðingurinn Dr. Kathy Charles framvkæmdi á 200 nemendum í Edinburgh Napier háskólanum, geta notendur Facebook, sem eru í dag um 500 miljónir, fundið fyrir meiri kvíða en aðrir ef þeir eiga of marga vini á vefsíðunni. Fleiri en einn af hverjum tíu nemendum, fullyrtu að vefsíðan gerði þá kvíðafulla. Einnig kom í ljós að þrír af hverjum tíu sögðust finna fyrir samviskubiti ef þeir neituðu vinabeiðnum. Erlent 23.2.2011 13:00
Sjóræningjar myrtu gísla sína Sómalskir sjóræningjar hafa myrt fjóra bandaríska gísla sína um borð í seglskútu sem þeir rændu síðastliðinn föstudag. Bandarískt herskip fylgdi skútunni eftir meðan reynt var að semja um lausn gíslanna sem voru tvær konur og tveir karlmenn. Erlent 23.2.2011 10:39
Handrit fannst af óútgefinni bók eftir Enid Blyton Handrit að óútgefinni bók breska barnabókahöfundarins Enid Blyton hefur fundist í skjalasafni hennar. Erlent 23.2.2011 07:50
Rahm Emanuel kjörinn borgarstjóri Chicago Rahm Emanuel, náinn ráðgjafi Baracks Obama bandaríkjaforseta og fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta Hússins náði kjöri sem borgarstjóri Chicago. Erlent 23.2.2011 07:47
Grindhvalir hugsanlega fyrirboðar jarðskjálftans í Christchurch Yfir hundrað grindhvalir sem syntu á land á strönd í Nýja Sjálandi á mánudag og drápust gætu hafa verið fyrirboðar jarðskjálftans í borginni Christchurch. Erlent 23.2.2011 07:32
Tala látinna hækkar í Christchurch, gífurlegt eignatjón Tala látinna í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi er komin í 75 en menn óttast að hún fari í um 300 manns áður en öll kurl eru komin til grafar. Erlent 23.2.2011 07:29
Gaddafi sagði Berlusconi að allt væri í lagi hjá sér Muammar Gaddafi leiðtogi Líbýu hringdi í gærdag í vin sinn Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu. Gaddafi mun hafa tjáð Berlusconi að allt væri í stakasta lagi hjá sér og að ofbeldið í landinu beindist einkum að hernum. Erlent 23.2.2011 07:26
Öryggisráðið fordæmir stjórnvöld í Líbýu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldi stjórnvalda í Líbýu gagnvart almenningi á fundi sem ráðið hélt í gærkvöldi um ástandið í landinu. Erlent 23.2.2011 07:25
Óttast að um 100 manns hafi látist Björgunarsveitir og hermenn leituðu enn að fólki í húsarústum í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir um miðnætti að íslenskum tíma á mánudagskvöld. Erlent 23.2.2011 07:00
Fékk 80 högl í bakið Fjórtán ára gamall piltur frá Nakskov í Danmörku var lagður inn á spítala á sunnudaginn eftir að hafa verið skotinn í bakið. Samkvæmt frásögn fréttavefjarins Folketidende.dk af málinu var maðurinn, ásamt átján ára gömlum kunningja sínum, í heimsókn hjá sameiginlegum kunningja þeirra. Skyndilega heyrði pilturinn brak og bresti og í sama mun fann hann fyrir gríðarlegum verki í bakinu. Í sama mund hrópaði sá átján ára gamli að hann hefði ekki gert þetta viljandi. Erlent 22.2.2011 22:11
Svikin kærasta fær vægan dóm í Mikka mús málinu Fyrrverandi ritari hjá Walt Disney fyrirtækinu, Bonnie Hoxie, var dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi í dag í New York í Bandaríkjunum fyrir að hafa stolið talsvert af innherjaupplýsingum um Walt Disney fyrirtækið fyrir fyrrverandi kærasta sinn, Yonni Sebbag. Erlent 22.2.2011 20:57
Skaut mann á Black Swan út af háværu poppáti Lögreglan í Lettlandi handtók 27 ára gamlan mann á laugardaginn eftir að hann skaut áhorfanda á kvikmyndinni Black Swan. Samkvæmt The Daily Telegraph þá var skotmaðurinn að horfa á kvikmyndina, sem hefur verið tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna, þegar atburðurinn átti sér stað. Erlent 22.2.2011 17:46
Gaddafi: Ég mun deyja píslarvættisdauða Muammar Gaddafi Líbíuleiðtogi sagði í ávarpi á ríkissjónvarpsstöð landsins í dag að ekki komi til greina af sinni hálfu að segja af sér eða yfirgefa landið. Hann sagði að hann hafi áður staðist áhlaup frá Bandaríkjamönnum og Bretum og að hann muni standast þetta áhlaup eins og þau, en almenningur í landinu hefur risið upp gegn einræðisherranum sem ríkt hefur í Líbíu í 42 ár. Erlent 22.2.2011 16:16
Vancouver er besta borg í heimi - fimmta árið í röð Vancouver í Kanada er sú borg í heiminum sem best er að búa í ef marka má árlega könnun The Economist intelligence unit. Þetta er fimmta árið í röð sem borgin trónir á toppnum og á meðal tíu efstu borga eru þrjár kanadískar borgir og fjórar ástralskar. Hinar þrjár eru í Nýja Sjálandi, Finnlandi og í Austurríki. Erlent 22.2.2011 15:38
Banksy bannað að mæta í dulargervi á Óskarinn Dularfulla listamanninum Banksy hefur verið synjað um leyfi til að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina í dulargerfi. Heimildarmyndin hans, Exit through the gift shop, er þar tilnefnd til verðlauna. Banksy er hvað þekktastur fyrir veggjalistaverk sín. Erlent 22.2.2011 14:48