Erlent Meðal annars ákærður fyrir íslenskar leyniupplýsingar Bandarísk yfirvöld hafa ákært Bradley Manning um 22 ákæruatriði til viðbótar þeim, sem hann hefur áður verið á ákærður fyrir. Hann er grunaður um að hafa stolið hernaðarupplýsingum og lekið til Wikileaks. Erlent 3.3.2011 08:21 Pútín og Medvedev hrósa Gorbatsjov Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti kallaði Mikhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, á sinn fund í gær til að tilkynna að hann hlyti æðstu viðurkenningu rússneska ríkisins, orðu heilags Andrésar, sem er höfuðdýrlingur Rússa. Gorbatsjov hefur undanfarið gagnrýnt harðlega núverandi ráðamenn í Rússlandi, bæði Pútín og Medvedev. Erlent 3.3.2011 05:00 Tveir hermenn skotnir til bana Tveir bandarískir hermenn létu lífið og tveir aðrir særðust, annar illa, þegar ungur maður hóf skotárás í farþegavagni á flugvellinum í Frankfurt í Þýskalandi í gær. Árásarmaðurinn er frá Kosovo. Erlent 3.3.2011 04:00 Hefur ekki verið meiri í 40 ár Vöxtur í sænsku efnahagslífi sló met á síðasta fjórðungi í fyrra þegar hann mældist 7,3 prósent. Jafn mikið stökk á milli ársfjórðunga hefur ekki mælst frá 1970, að sögn sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Hagvöxtur yfir árið allt mældist 5,5 prósent og hafa slíkar tölur ekki sést þar í landi frá 1970. Erlent 3.3.2011 04:00 Barist um yfirráðin í borgum Líbíu Liðsmenn Gaddafís reyndu í gær að ná á sitt vald borgum í austurhluta landsins, sem uppreisnarmenn hafa haft nánast alfarið á valdi sínu dögum saman. Sjálfur kom Gaddafí fram í höfuðborginni Trípolí og hvatti fólk í sjónvarpsávarpi til að snúast gegn uppreisninni. Erlent 3.3.2011 03:30 Skotið á bandaríska hermenn í Frankfurt Tveir létu lífið og tveir særðust í skotárás við flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í dag. Ráðist var á rútu sem var að flytja bandaríska hermenn. Þeir sem létust voru bílstjórinn og einn farþegi en ekki hefur verið staðfest að um bandaríska hermenn hafi verið að ræða. Árásarmaðurinn var síðan handtekinn af lögreglu og er í yfirheyrslum. Bandaríkjaher heldur úti nokkrum herstöðvum á svæðinu í kringum Frankfurt. Erlent 2.3.2011 16:42 Nákvæmara próf gegn blöðruhálskrabbameini Vísindamenn í háskólanum í Surrey í Bretlandi hafa þróað próf sem finna á krabbamein í blöðruhálskirtli með þvagsýni. Prófið er sagt vera mun nákvæmara en önnur próf og er áætlað að aðferðin verði að fullu þróuð haustið 2012. Erlent 2.3.2011 12:47 Staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni Washingtonríki mun hugsanlega í framtíðinni leyfa staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni ef marka má frumvarp sem lagt hefur verið fram á ríkisþinginu í Olympia. Mikil siðferðisleg umræða hefur verið um staðgöngumæðurn í hagnaðarskyni er slíkt er nú þegar leyft í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna en með skilyrðum þó. Erlent 2.3.2011 11:51 Hóta að myrða dönsku gíslana Sómalskir sjóræningjar sem hafa sjö danska gísla á valdi sínu hóta að myrða þá ef reynt verður að frelsa þá með hervaldi. Danskt herskip er á slóðum dönsku seglskútunnar og um borð í því eru liðsmenn úr úrvalssveitum hersins. Erlent 2.3.2011 11:20 Gaddafi gerir gagnárás Hersveitir hliðhollar Moammar Gaddafi notuðu meðal annars orrustuþotur til þess að ná á sitt vald tveim bæjum í austurhluta landsins. Erlent 2.3.2011 09:26 Hraðbankar biluðu - Gátu tekið endalaust út Ástralski bankinn Commonwealth þurfti að loka öllum hraðbönkunum sínum í landinu í gær eftir að tölvukerfið bilaði sem gerði það að verkum að viðskiptavinir gátu tekið endalausan pening út án þess að eiga fyrir honum. Erlent 2.3.2011 08:45 Rann á bananahýði og vill milljónir Fimmtíu og átta ára gömul kona frá Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur stefnt lágvöruverslun þar í landi eftir að hún rann á bananahýði fyrir utan verslunina og féll aftur fyrir sig. Erlent 2.3.2011 08:38 Kannabismunkar handteknir í Nepal Nepölsk yfirvöld hafa tekið fyrir kannabissölu heilagra manna þar í landi. Fjölmargir munkar hafa verið handteknir vegna málsins. Erlent 2.3.2011 08:35 Ráðherra myrtur í Pakistan Ráðherra minnihlutamála í Pakistan, Shahbaz Bhatti, var myrtur í nótt þar sem hann var að keyra. Erlent 2.3.2011 08:33 Mubarak fluttur til Saudi-Arabíu samkvæmt egypskum fjölmiðlum Egypska dagblaðið Al Akhbar hefur greint frá því að Hosni Mubarak, fyrrverandi leiðtogi Egyptalands, hafi verið fluttur á spítala í borginni Tabuk í Saudi-Arabíu. Erlent 2.3.2011 08:30 Galliano rekinn frá Dior Tískuhönnuðurinn John Galliano hefur verið rekinn frá tískuhúsinu Christian Dior eftir að myndbandsupptaka af hönnuðinum, þar sem hann segist elska Hitler, lak út á netið. Erlent 2.3.2011 08:27 Þóttist vera krabbameinslæknir og áreitti konur Hinn sextíu og þriggja ára gamli Michail Sorododsky játaði í gær að hafa nauðgað einni konu og áreitt kynferðislega um tuttugu konur sem leituðu til hans þegar hann þóttist vera krabbameinslæknir. Erlent 2.3.2011 08:23 Natascha Kampusch vill bætur fyrir mannrán Natascha Kampusch, sem var rænt árið 1998 í Austurríki, og haldið fanginni í átta ár af kvalara sínum, hefur krafist um 800 milljónir íslenskra króna í skaðabætur, vegna mistaka við rannsókn málsins. Erlent 2.3.2011 08:18 Óttast að Gaddafi beiti efnavopnum Helstu þjóðarleiðtogar heims eru komnir á fremsta hlunn með að ráðast inn í Líbíu með hervaldi. Meðal annars af ótta við að Gaddafi beiti efnavopnum á þegna sína. Erlent 2.3.2011 08:07 Fjöldagröf fannst í Mexíkó Fjöldagröf fannst í Mexíkó á miðvikudagsmorgninum en í henni voru alls sautján lík. Talið er að fjöldagröfin sé á ábyrgð fíkniefnahringja í landinu sem hafa haldið landsmönnum í heljargreipum ofbeldis síðan árið 2006. Erlent 2.3.2011 08:04 Hrikalega vond lykt af kröbbunum Maður var handtekinn á Domodedovo flugvellinum í Moskvu, höfuðborg Rússlands, á dögunum en tollverðir fundu alveg hrikalega vonda lykt þegar maðurinn gekk framhjá þeim. Erlent 1.3.2011 21:16 Nýjasti grínþátturinn hjá Fox heitir Iceland Nýjasti grínþátturinn hjá Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum heitir því skemmtilega nafni Iceland. Þátturinn hefur fengið grænt ljós og verður framleiddur síðar á árinu. Á Netinu fæst engin skýring á nafngift þáttarins, sem fjallar um konu sem nýverið missti unnusta sinn. Á meðal leikara eru Kerry Bishe, sem lék í Scrubs og John Boyd. Erlent 1.3.2011 21:00 Hjólreiðar valda alls ekki hjartaáföllum - eru hollar fyrir flesta Hún vakti athygli á dögunum fréttin af erlendri skýrslu þar sem sagt var að hjólreiðar væru heilsuspillandi og orsökuðu hjartaáfall. Greinin var upphaflega skrifuð í Daily Mail en fór fljótlega víða, þar á meðal inn á Vísi. Forsvarsmenn rannsóknarinnar eru hinsvegar ekki allskostar sáttir við túlkun breska blaðsins á skýrslunni og í Guardian hefur henni nú verið svarað, enda langt í frá hægt að segja að hjólreiðar orsaki hjartaáföll. Erlent 1.3.2011 16:45 Dior rekur John Galliano - sagðist elska Hitler Tískuhúsið Dior hefur rekið yfirhönnuð sinn, hinn heimsþekkta John Galliano. Galliano lenti í vandræðum í Marais hverfinu í París á dögunum þar sem hann helti sér yfir par á næsta borði við hann á kaffihúsi og úthúðaði þeim með alls kyns andgyðinglegu níði. Lögreglan fjarlægði tískumógúlinn en engar ákærur voru þó gefnar út. Erlent 1.3.2011 15:33 Hver sagði hvað - Gaddafi eða Charlie Sheen? Um fáa hefur verið meira rætt og ritað síðustu vikurnar en einræðisherrann Muammar Gaddafi og sjónvarpsstjörnuna Charlie Sheen. Báðir hafa verið í vandræðum heimafyrir, Gaddafi hefur ofboðið landsmönnum sínum og Sheen hefur ofboðið framleiðendum þáttarins Two and a Half Men. Erlent 1.3.2011 13:00 BP ætlar ekki að borga einstaklingum vegna olíuleka Lögmaður breska olíurisans BP tilkynnti í fjölmiðlum í dag að líklega yrðu fæstar af þeim 130 þúsund kröfum gegn fyrirtækinu, greiddar út, vegna ónógrar sannanna. Erlent 1.3.2011 09:55 Ók inn í hóp af hjólreiðarmönnum Tæplega fimmtugur maður var handtekinn í borginni Porto Alegre í Brasilíu eftir að hann ók inn í hóp af hjólreiðarmönnum út á miðri götu. Erlent 1.3.2011 09:48 Kínversk yfirvöld óttast Jasmín-byltinguna Kínversk stjórnvöld virðast hafa þungar áhyggjur af byltingaröldunni í Mið-Austurlöndum en þegar er farið að gæta mikils titrings á meðal yfirvalda. Erlent 1.3.2011 09:43 Herskip sent á eftir dönsku gíslunum Sómalskir sjóræningjar hafa náð sjö Dönum á sitt vald. Þar af þrjú börn á aldrinum 12 til 16 ára. Danir senda herskip áleiðis til skútunnar sem Danirnir sigldu á. Erlent 1.3.2011 09:39 Brjóstaís gerður upptækur Heilbrigðisyfirvöld í London hafa gert ís úr brjóstamjólk upptækan vegna gruns um að rétturinn sé hættulegur heilsu fólks. Erlent 1.3.2011 08:54 « ‹ ›
Meðal annars ákærður fyrir íslenskar leyniupplýsingar Bandarísk yfirvöld hafa ákært Bradley Manning um 22 ákæruatriði til viðbótar þeim, sem hann hefur áður verið á ákærður fyrir. Hann er grunaður um að hafa stolið hernaðarupplýsingum og lekið til Wikileaks. Erlent 3.3.2011 08:21
Pútín og Medvedev hrósa Gorbatsjov Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti kallaði Mikhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, á sinn fund í gær til að tilkynna að hann hlyti æðstu viðurkenningu rússneska ríkisins, orðu heilags Andrésar, sem er höfuðdýrlingur Rússa. Gorbatsjov hefur undanfarið gagnrýnt harðlega núverandi ráðamenn í Rússlandi, bæði Pútín og Medvedev. Erlent 3.3.2011 05:00
Tveir hermenn skotnir til bana Tveir bandarískir hermenn létu lífið og tveir aðrir særðust, annar illa, þegar ungur maður hóf skotárás í farþegavagni á flugvellinum í Frankfurt í Þýskalandi í gær. Árásarmaðurinn er frá Kosovo. Erlent 3.3.2011 04:00
Hefur ekki verið meiri í 40 ár Vöxtur í sænsku efnahagslífi sló met á síðasta fjórðungi í fyrra þegar hann mældist 7,3 prósent. Jafn mikið stökk á milli ársfjórðunga hefur ekki mælst frá 1970, að sögn sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Hagvöxtur yfir árið allt mældist 5,5 prósent og hafa slíkar tölur ekki sést þar í landi frá 1970. Erlent 3.3.2011 04:00
Barist um yfirráðin í borgum Líbíu Liðsmenn Gaddafís reyndu í gær að ná á sitt vald borgum í austurhluta landsins, sem uppreisnarmenn hafa haft nánast alfarið á valdi sínu dögum saman. Sjálfur kom Gaddafí fram í höfuðborginni Trípolí og hvatti fólk í sjónvarpsávarpi til að snúast gegn uppreisninni. Erlent 3.3.2011 03:30
Skotið á bandaríska hermenn í Frankfurt Tveir létu lífið og tveir særðust í skotárás við flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í dag. Ráðist var á rútu sem var að flytja bandaríska hermenn. Þeir sem létust voru bílstjórinn og einn farþegi en ekki hefur verið staðfest að um bandaríska hermenn hafi verið að ræða. Árásarmaðurinn var síðan handtekinn af lögreglu og er í yfirheyrslum. Bandaríkjaher heldur úti nokkrum herstöðvum á svæðinu í kringum Frankfurt. Erlent 2.3.2011 16:42
Nákvæmara próf gegn blöðruhálskrabbameini Vísindamenn í háskólanum í Surrey í Bretlandi hafa þróað próf sem finna á krabbamein í blöðruhálskirtli með þvagsýni. Prófið er sagt vera mun nákvæmara en önnur próf og er áætlað að aðferðin verði að fullu þróuð haustið 2012. Erlent 2.3.2011 12:47
Staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni Washingtonríki mun hugsanlega í framtíðinni leyfa staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni ef marka má frumvarp sem lagt hefur verið fram á ríkisþinginu í Olympia. Mikil siðferðisleg umræða hefur verið um staðgöngumæðurn í hagnaðarskyni er slíkt er nú þegar leyft í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna en með skilyrðum þó. Erlent 2.3.2011 11:51
Hóta að myrða dönsku gíslana Sómalskir sjóræningjar sem hafa sjö danska gísla á valdi sínu hóta að myrða þá ef reynt verður að frelsa þá með hervaldi. Danskt herskip er á slóðum dönsku seglskútunnar og um borð í því eru liðsmenn úr úrvalssveitum hersins. Erlent 2.3.2011 11:20
Gaddafi gerir gagnárás Hersveitir hliðhollar Moammar Gaddafi notuðu meðal annars orrustuþotur til þess að ná á sitt vald tveim bæjum í austurhluta landsins. Erlent 2.3.2011 09:26
Hraðbankar biluðu - Gátu tekið endalaust út Ástralski bankinn Commonwealth þurfti að loka öllum hraðbönkunum sínum í landinu í gær eftir að tölvukerfið bilaði sem gerði það að verkum að viðskiptavinir gátu tekið endalausan pening út án þess að eiga fyrir honum. Erlent 2.3.2011 08:45
Rann á bananahýði og vill milljónir Fimmtíu og átta ára gömul kona frá Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur stefnt lágvöruverslun þar í landi eftir að hún rann á bananahýði fyrir utan verslunina og féll aftur fyrir sig. Erlent 2.3.2011 08:38
Kannabismunkar handteknir í Nepal Nepölsk yfirvöld hafa tekið fyrir kannabissölu heilagra manna þar í landi. Fjölmargir munkar hafa verið handteknir vegna málsins. Erlent 2.3.2011 08:35
Ráðherra myrtur í Pakistan Ráðherra minnihlutamála í Pakistan, Shahbaz Bhatti, var myrtur í nótt þar sem hann var að keyra. Erlent 2.3.2011 08:33
Mubarak fluttur til Saudi-Arabíu samkvæmt egypskum fjölmiðlum Egypska dagblaðið Al Akhbar hefur greint frá því að Hosni Mubarak, fyrrverandi leiðtogi Egyptalands, hafi verið fluttur á spítala í borginni Tabuk í Saudi-Arabíu. Erlent 2.3.2011 08:30
Galliano rekinn frá Dior Tískuhönnuðurinn John Galliano hefur verið rekinn frá tískuhúsinu Christian Dior eftir að myndbandsupptaka af hönnuðinum, þar sem hann segist elska Hitler, lak út á netið. Erlent 2.3.2011 08:27
Þóttist vera krabbameinslæknir og áreitti konur Hinn sextíu og þriggja ára gamli Michail Sorododsky játaði í gær að hafa nauðgað einni konu og áreitt kynferðislega um tuttugu konur sem leituðu til hans þegar hann þóttist vera krabbameinslæknir. Erlent 2.3.2011 08:23
Natascha Kampusch vill bætur fyrir mannrán Natascha Kampusch, sem var rænt árið 1998 í Austurríki, og haldið fanginni í átta ár af kvalara sínum, hefur krafist um 800 milljónir íslenskra króna í skaðabætur, vegna mistaka við rannsókn málsins. Erlent 2.3.2011 08:18
Óttast að Gaddafi beiti efnavopnum Helstu þjóðarleiðtogar heims eru komnir á fremsta hlunn með að ráðast inn í Líbíu með hervaldi. Meðal annars af ótta við að Gaddafi beiti efnavopnum á þegna sína. Erlent 2.3.2011 08:07
Fjöldagröf fannst í Mexíkó Fjöldagröf fannst í Mexíkó á miðvikudagsmorgninum en í henni voru alls sautján lík. Talið er að fjöldagröfin sé á ábyrgð fíkniefnahringja í landinu sem hafa haldið landsmönnum í heljargreipum ofbeldis síðan árið 2006. Erlent 2.3.2011 08:04
Hrikalega vond lykt af kröbbunum Maður var handtekinn á Domodedovo flugvellinum í Moskvu, höfuðborg Rússlands, á dögunum en tollverðir fundu alveg hrikalega vonda lykt þegar maðurinn gekk framhjá þeim. Erlent 1.3.2011 21:16
Nýjasti grínþátturinn hjá Fox heitir Iceland Nýjasti grínþátturinn hjá Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum heitir því skemmtilega nafni Iceland. Þátturinn hefur fengið grænt ljós og verður framleiddur síðar á árinu. Á Netinu fæst engin skýring á nafngift þáttarins, sem fjallar um konu sem nýverið missti unnusta sinn. Á meðal leikara eru Kerry Bishe, sem lék í Scrubs og John Boyd. Erlent 1.3.2011 21:00
Hjólreiðar valda alls ekki hjartaáföllum - eru hollar fyrir flesta Hún vakti athygli á dögunum fréttin af erlendri skýrslu þar sem sagt var að hjólreiðar væru heilsuspillandi og orsökuðu hjartaáfall. Greinin var upphaflega skrifuð í Daily Mail en fór fljótlega víða, þar á meðal inn á Vísi. Forsvarsmenn rannsóknarinnar eru hinsvegar ekki allskostar sáttir við túlkun breska blaðsins á skýrslunni og í Guardian hefur henni nú verið svarað, enda langt í frá hægt að segja að hjólreiðar orsaki hjartaáföll. Erlent 1.3.2011 16:45
Dior rekur John Galliano - sagðist elska Hitler Tískuhúsið Dior hefur rekið yfirhönnuð sinn, hinn heimsþekkta John Galliano. Galliano lenti í vandræðum í Marais hverfinu í París á dögunum þar sem hann helti sér yfir par á næsta borði við hann á kaffihúsi og úthúðaði þeim með alls kyns andgyðinglegu níði. Lögreglan fjarlægði tískumógúlinn en engar ákærur voru þó gefnar út. Erlent 1.3.2011 15:33
Hver sagði hvað - Gaddafi eða Charlie Sheen? Um fáa hefur verið meira rætt og ritað síðustu vikurnar en einræðisherrann Muammar Gaddafi og sjónvarpsstjörnuna Charlie Sheen. Báðir hafa verið í vandræðum heimafyrir, Gaddafi hefur ofboðið landsmönnum sínum og Sheen hefur ofboðið framleiðendum þáttarins Two and a Half Men. Erlent 1.3.2011 13:00
BP ætlar ekki að borga einstaklingum vegna olíuleka Lögmaður breska olíurisans BP tilkynnti í fjölmiðlum í dag að líklega yrðu fæstar af þeim 130 þúsund kröfum gegn fyrirtækinu, greiddar út, vegna ónógrar sannanna. Erlent 1.3.2011 09:55
Ók inn í hóp af hjólreiðarmönnum Tæplega fimmtugur maður var handtekinn í borginni Porto Alegre í Brasilíu eftir að hann ók inn í hóp af hjólreiðarmönnum út á miðri götu. Erlent 1.3.2011 09:48
Kínversk yfirvöld óttast Jasmín-byltinguna Kínversk stjórnvöld virðast hafa þungar áhyggjur af byltingaröldunni í Mið-Austurlöndum en þegar er farið að gæta mikils titrings á meðal yfirvalda. Erlent 1.3.2011 09:43
Herskip sent á eftir dönsku gíslunum Sómalskir sjóræningjar hafa náð sjö Dönum á sitt vald. Þar af þrjú börn á aldrinum 12 til 16 ára. Danir senda herskip áleiðis til skútunnar sem Danirnir sigldu á. Erlent 1.3.2011 09:39
Brjóstaís gerður upptækur Heilbrigðisyfirvöld í London hafa gert ís úr brjóstamjólk upptækan vegna gruns um að rétturinn sé hættulegur heilsu fólks. Erlent 1.3.2011 08:54