Erlent

Dómarinn gaf 36 rauð spjöld

Dómarinn sem dæmdi leik í fimmtu deildinni í Argentínu á dögunum setti að öllum líkindum nýtt heimsmet á dögunum þegar hann gaf samtals 36 rauð spjöld í einum leik.

Erlent

Líbískar öryggissveitir beittu táragasi í Trípólí

Líbískar öryggissveitir notuðu táragas í dag til þess að dreifa mannfjölda sem kom saman að loknum föstudagsbænum í höfuðborginni Trípólí. Fréttamaður BBC sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi brennt líbíska fánann til þess að sýna andstöðu við Gaddafí einræðisherra og stjórn hans. Einnig hafa borist fregnir af óeirðum í bænum Zawiya og í Ras Lanuf sem er hafnarbær sem þjónustar olíuflutninga frá landinu.

Erlent

Fílabeinsströndin á barmi borgarastyrjaldar

Fílabeinsströndin er á barmi borgarastyrjaldar að mati starfsmanna Sameinuðu þjóðanna eftir að sex konur, sem tóku þátt í göngu þar sem krafist var afsagnar forseta landsins, voru skotnar til bana í höfuðborg landsins Abidjan í vikunni.

Erlent

Bauð upp á kynlífssýningu í skólastofunni

Skólastjóri bandaríska háskólans, Norðvestur, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með sálfræðikennara í skólanum sem réð konu til þess að nota kynlífstæki fyrir framan nemendur í bekknum.

Erlent

Nýr forsætisráðherra Egyptalands

Egypska herráðið hefur samþykkt afsögn forsætisráðherrans, Ahmed Shafiq og tilnefnt Essam Saharaf sem nýjan forsætisráðherra og falið honum að mynda nýja ríkisstjórn.

Erlent

Braust inn í kirkju

Óprúttinn þjófur braust inn í kaþólska kirkju síðustu helgi og stal þar öllu steini léttara.

Erlent

Kínverjar stórefla herinn

Kínverjar tilkynntu í dag að yfirvöld ætli að stórauka fjármagn til varnarmála í landinu, eða um tæplega 100 milljarða dollara.

Erlent

Uppreisnarmenn vilja flugbann yfir Líbíu

Þjóðarráð Líbíu, sem var stofnað í Benghazi eftir að uppreisnarmenn náðu borginni á sitt vald, biðla til alþjóðasamfélagsins um að koma í veg fyrir að Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, beiti herþotum sínum á uppreisnarmenn.

Erlent

Eldur í potti

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var hvatt að fjölbýlishúsi í Breiðholti laust eftir miðnætti þar sem mikill reykur var í íbúðinni.

Erlent

Bandarískur njósnari reyndist á lífi - Er í Íran

Milliríkjadeila er risin á milli Bandaríkjanna og Írans eftir að í ljós kom að írönsk yfirvöld hafa haft njósnara, sem vann hjá bandarísku ríkisstjórninni, í haldi í fjögur ár. Í fyrstu var talið að hann væri látinn.

Erlent

Nóbelshafi sakar ráðamenn um óheilindi

Muhammed Junus, Nóbelsverðlaunahafi og bankastjóri í Bangladess, hefur mótmælt því harðlega að stjórnvöld í Bangladess ætli að reka hann úr starfi sínu sem bankastjóri Grameen-bankans.

Erlent

Krossfesting Krists ekki gyðingum að kenna

Benedikt XVI páfi hafnar þeirri hugmynd að gyðingar beri ábyrgð á krossfestingu Jesú Krists. Þetta kemur fram í nýrri bók sem verður gefin út í næstu viku. Páfinn telur að það séu engar heimildir sem gefi tilefni til að kenna gyðingum um andlát frelsarans. Fréttastofa BBC segir að þar með taki páfinn afstöðu til aldagamals deilumáls.

Erlent

Rannsaka hvort Gaddafi hafi framið glæpi gegn mannkyni

Yfirsaksóknari hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum segist ætla að rannsaka hvort Múammar Gaddafi einræðisherra í Líbíu og stuðningsmenn hans hafi gerst sekir um glæpi gegn mannkyni. Talið er að þúsundir manna hafi nú látist í landinu eftir að mótmælendur fóru að láta til sín taka um miðjan febrúar. Gaddafi hefur sagst ætla að berjast til síðasta manns en hann hefur nú misst tökin á helmingi landsins. Fyrr í dag gerðu herþotur Líbíuhers árásir á bæinn Brega en óljóst er hvort mannfall hafi orðið.

Erlent

Fimm konur skotnar til bana á Fílabeinsströndinni

Að minnsta kosti fimm konur voru skotnar til bana á Fílabeinsströndinni í dag af stjórnarhermönnum. Konurnar tóku þátt í göngu sem farin var til stuðnings Alassane Outtara sigurvegara forsetakosninganna þar í landi sem fram fóru í nóvember í fyrra. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst Outtara sigurvegara en sitjandi forseti Laurent Gbago neitar að viðurkenna úrslitin og situr sem fastast. Sjónarvottar segja að einkennisklæddir hermenn hafi allt í einu birst og hafið skothríð á gönguna þessum afleiðingum.

Erlent

Hunsuðu vísindamenn vegna eldgoss

Bresk stjórnvöld hefðu átt að taka meira mark á vísindamönnum áður en eldgosið í Eyjafjallajökli stöðvaði flugsamgöngur í apríl árið 2010. Talið er að það hafi kostað breska ríkið hundruðir milljóna punda að hunsa áhættumat vísindamanna.

Erlent

Herþotur Gaddafis gerðu loftárásir á tvo bæi

Herþotur Líbíuhers gerðu í morgun loftárásir á bæinn Brega sem er miðstöð olíuframleiðslu landsins. Einnig herma fregnir að þoturnar hafi skotið flugskeytum á aðra stærri borg í nágrenninu. Barist hefur verið um Brega síðustu daga og náðu hermenn hliðhollir einræðisherranum Gaddafi valdi á bænum í gær en uppreisnarmenn boluðu þeim út síðar um daginn. Heimildir BBC í Brega herma að í kjölfar þess hafi Gaddafi fyrirskipað loftárásir á borgina og að meðal annars hafi verið gerðar árásir á flugvöll sem þjónustar olíuvinnslusvæðin. Talsmaður uppreisnarmanna segir að þoturnar hafi einnig skotið flugskeytum á bæinn Ajdabiya sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nokkurn tíma.

Erlent

Gaddafi samþykkir sáttaumleitanir

Leiðtogi Líbíu, Muammar Gaddafi, hefur samþykkt friðaráætlun Hugo Chaves, forseta Venesúela, sem hann hefur lagt fram samkvæmt fréttastöðinni Al Jazeera.

Erlent

Tyrkneska ríkisstjórnin óttast samsæri

Tyrknesk yfirvöld gerðu húsleitir hjá nokkrum aðilum í gær, meðal annar fréttamönnum, vegna gruns um að þeir komi að samsæri sem miði að því að steypa ríkisstjórn Tyrklands, sem grundvallast á íslömskum gildum.

Erlent

Eigendur síleskrar námu brutu öryggisreglur

Sílesk þingmannanefnd hafa sakað eigendur námu þar í landi um að hafa brotið öryggisreglur sem varð til þess að 33 námuverkamenn festust 700 metrum neðanjarðar og þurftu að bíða í mánuði áður en þeim var bjargað upp í dagsljósið á ný.

Erlent