Erlent Fullyrða að um 50 manns hafi farist í gær Stjórnvöld í Líbíu fullyrða að hið minnsta 50 manns, þar á meðal konur og börn, hafi farist í árásum bandamanna á Líbíu í gærkvöld. Bandamenn segjast ekki geta staðfest þær upplýsingar, eftir því sem fram kemur á fréttavef CNN. Erlent 20.3.2011 07:09 Loftárásir hafnar að nýju Bandamenn hófu aftur loftárásir á Líbíu í kvöld. Tomahawk flaugum er skotið úr kafbátum á miðjarðarhafi, eftir því sem Sky fréttastofan greinir frá. Erlent 20.3.2011 00:01 Varnarkerfið verulega laskað eftir loftárásir Loftvarnarkerfi Líbíu er verulega laskað, segir þjóðaröryggisfulltrúi Bandaríkjanna. Eins og fram hefur komið fyrr í kvöld hafa bandamenn skotið 112 Tomahawk flaugum á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í Líbíu. Erlent 19.3.2011 23:11 Gaddafi með fjóra blaðamenn í haldi Líbísk stjórnvöld hafa tekið fjóra blaðamenn í gíslingu eftir að árásir bandamanna á Líbíu hófust í dag. Blaðamennirnir starfa allir fyrir Al-Jazeera fréttastofuna. Þeir eru frá Bretlandi, Noregi, Túnis og Márítaníu, að því er Al-Jazeera greinir frá. Blaðamennirnir hafa verið í Líbíu undanfarna daga til þess að greina frá ástandinu þar. Erlent 19.3.2011 22:41 Cameron segir ekki hægt að sitja aðgerðarlaus „Það sem við gerum er nauðsynlegt, löglegt og rétt,“ sagði David Cameron forsætisráðherra Bretlands í sjónvarpsávarpi fyrir utan breska forsætisráðherrabústaðinn í dag. Erlent 19.3.2011 22:24 Meðvitaður um hættur hernaðaraðgerðanna "Ég er meðvitaður um hættur hernaðaraðgerða,” sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í sjónvarpsávarpi í kvöld. Ég vil að ameríska þjóðin viti að beiting valds er ekki fyrsti kostur í stöðunni,“ sagði Barack Obama þegar að hann réttlætti loftárásirnar á Líbíu sem hófust í kvöld. Obama sagði að Gaddafi beitti þjóð sína svo mikillli grimmd að ekki væri hægt að standa hjá og horfa á ofbeldið. Erlent 19.3.2011 22:13 Loftárásir hafnar á Líbíu Hundruðum flugskeyta hefur í kvöld verið skotið á valin skotmörk í Líbíu af herliði Bandaríkjamanna, Breta og Frakka. Aðgerðirnar eru með það að markmiði að framfylgja flugbanni yfir landinu sem samþykkt var í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna en fyrr í dag bárust af því fregnir að herlið einræðisherrans Gaddafís hefði gert árás á vígi uppreisnarmanna í borginni Benghazi, þrátt fyrir að hafa lýst yfir vopnahléi í gær. Erlent 19.3.2011 21:24 Frakkar senda flugmóðurskip sitt til Líbíu Franskar herþotur skutu fyrstu skotum á líbísk skotmörk í dag. Þá hefur David Cameron, forsætisráðherra Breta, staðfest að breskar herþotur væru tilbúnar til árásar og bandarískir fjölmiðlar segja að hermenn Bandaríkjamanna hafi skotið stýriflaug. Erlent 19.3.2011 20:11 Bandamenn búa sig undir árásir á Gaddafi Um 20 herþotur frá franska flughernum sveima nú í líbískri lofthelgi til að koma í veg fyrir að herlið Gaddafis Líbíuforseta geti ráðist á uppreisnarmenn í borginni Benghazi. Þá eru einnig franskar þotur yfir Líbíu. Erlent 19.3.2011 17:16 Knútur er dauður Frægasti ísbjörn allra tíma, björninn Knútur, drapst á heimili sínu í dýragarði í Þýskalandi í dag. Þýska blaðið Spiegel greinir ffrá þessu en segir jafnframt að ekki liggi fyrir af hverju Knútur drapst. Knútur hefur verið í dýragarði í Berlín frá því móðir hans hafnaði honum og bróður hans. Knútur var fjögurra ára gamall. Erlent 19.3.2011 16:57 Bandamenn ætla að ráðast á Gaddafi Loftárásir bandamanna á Líbíu geta hafist á hverri stundu en leiðtogar Evrópu, nokkurra Arabaríkja og utanríkisráðherra Bandaríkjanna ákváðu á fundi í París rétt í þessu að hefja hernaðaraðgerðir. Erlent 19.3.2011 15:00 Ástsæll ráðherra látinn Warren Christopher, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í gær. Hann var 85 ára að aldri. Christopher var utanríkisráðherra á fyrra kjörtímabili Bills Clinton, forseta Bandaríkjanna, en Madeleine Albrigth tók svo við af honum. Í embættistíð sinni tók Christopher meðal annars virkan þátt í að móta Dayton samkomulagið sem batt enda á stríðið á Balkanskaga. Erlent 19.3.2011 11:39 Hrikalegar myndir af árásinni í Líbíu David Cameron, forsætisráðherra Breta, Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, eru í þann mund að hittast til að ræða stöðuna í Líbíu. Síðar í dag munu þau svo hitta leiðtoga fleiri Evrópuríkja og Arabaríkja til að ræða hernaðaraðgerðir. Þær eru hrikalegar myndirnar sem sýna þegar herþota er skotin niður í borginni Benghazi í Líbíu í nótt. Vélin var á vegum uppreisnarmanna og talið er að það hafi verið hersveitir Gaddafis sem skutu vélina niður. Erlent 19.3.2011 11:34 Herþota skotin niður Herþota var skotin niður í borginni Benghazi í Líbíu í nótt þrátt fyrir að ríkisstjórn Líbíu hafi lýst yfir vopnahléi. Erlent 19.3.2011 09:14 Aristide snúinn heim eftir sjö ára útlegð HaítiJean-Bertrand Aristide, sem árið 1991 varð fyrsti lýðræðislega kjörni forsetinn á Haítí, sneri aftur þangað frá Suður-Afríku í gær eftir sjö ára útlegð. Fjölmennur hópur stuðningsmanna hans tók fagnandi á móti honum á flugvellinum. Erlent 19.3.2011 06:00 Mannréttindadómstóllinn leyfir krossa í skólum Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að það brýtur ekki gegn réttindum trúlausra að hafa krossa hangandi uppi í skólastofum í barnaskólum. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu í dag. Erlent 18.3.2011 23:55 Stakk sér 11 metra í vaðlaug Bandarískur dýfingarmaður sló á dögunum sitt eigið met þegar að hann stakk sér 11 metra í vaðlaug með einungis um 30,5 sentimetra djúpt vatn. Darren Taylor er einnig þekktur undir heitinu Prófessor Splass. Hann stakk sér í jökulkalt vatn í Þrándheimi í Noregi og um var að ræða þrettánda staðfesta Guinnes heimsmetið hans. Taylor, sem er frá Colorado í Bandaríkjunum, hefur 25 ára reynslu af dýfingum og vinnur sem áhættuleikari. Erlent 18.3.2011 20:25 Fréttaskýring: Örvæntingarfull barátta í Japan Erfiðlega hefur gengið að kæla niður kjarnaofna kjarnorkuversins í Fukushima. Stefnt var á að tengja bráðabirgðarafmagnsleiðslu við verið í gær til að koma kælikerfum í gang á ný. Geislavirkni hækkaði eftir að vatni var sprautað með háþrýstislöngum á einn ofninn. Erlent 18.3.2011 20:00 Vopnahléi lýst yfir í Líbíu Stjórnvöld í Líbíu hafa lýst yfir vopnahléi sem tekur gildi nú þegar. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi flugbann yfir landinu auk þess sem hernaðaraðgerðir til varnar óbreyttum borgurum eru heimilaðar. Utanríkisráðherra Líbíu hefur nú tilkynnt um skilyrðislaust vopnahlé sem ætlað er að vernda almenning. Erlent 18.3.2011 13:32 Gaddafi: Svikurum engin miskunn sýnd Mikill fögnuður braust út í Bengazi, höfuðvígi uppreisnarmanna í Líbíu í gærkvöldi, þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti flugbann yfir landinu. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn munu framfylgja flugbanninu en umfangsmiklar hernaðaraðgerðir hefjast um helgina. Erlent 18.3.2011 12:02 Gaddafi tilbúinn til viðræðna um vopnahlé Nýjustu fréttir frá Trípólí höfuðborg Líbýu herma að Muammar Gaddafi sé tilbúinn til viðræðna við uppreisnarmenn um vopnahlé í landinu. Erlent 18.3.2011 07:43 Danskar konur finna meira fyrir streitu en karlmennirnir Ný rannsókn sem unnin var á vegum heilbrigðiseftirlits Danmerkur sýnir að danskar konur, og þá einkum einhleypar konur þjást mun meira af streitu en karlmennirnir. Erlent 18.3.2011 07:39 Vonir um að kælikerfin í Fukushima verði endurræst í dag Verkfræðingum við Fukushima kjarnorkuverið hefur tekist að leggja rafmagnskapal að verinu og því ætti að verða mögulegt í dag að endurræsa kælikerfin við hina sködduðu kjarnorkukljúfa sem lekið hafa geislavirkum efnum út í andrúmsloftið undanfarna daga. Erlent 18.3.2011 07:23 Mikil gleði í Benghazi eftir að flugbann var samþykkt Mikil gleði braust út meðal uppreisnarmanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi eftir að fréttir bárust um að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt að setja flugbann á Líbýu. Erlent 18.3.2011 07:22 Mikil klámnotkun meðal danskra unglinga Ný könnun í Danmörku leiðir í ljós að þrír af hverjum fjórum dönskum drengjum á menntaskólaaldri horfir á klám reglulega eða minnst tvisar í viku. Erlent 18.3.2011 07:04 Geislun nær varla hingað Langsótt er að geislun úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafi áhrif á Íslandsmiðum, að mati Héðins Valdimarssonar, haffræðings hjá Hafrannsóknastofnuninni. Erlent 18.3.2011 07:00 Ætlar til Gasa á sáttafund Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að bjóða sig fram til forseta aftur. Hann býðst jafnframt til að gefa Hamas-samtökunum tækifæri til að vera með í nýrri stjórn. Erlent 18.3.2011 00:00 Fyrstu loftárásirnar á Líbíu hugsanlega í nótt Hugsanlega hefjast fyrstu loftárásirnar gegn Líbíu strax í nótt samkvæmt fréttavef BBC en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykktu á ellefta tímanum flugbann og víðtækar aðgerðir gegn Líbíu til þess að vernda borgara landsins. Erlent 17.3.2011 23:06 Gríðarlegur fögnuður í Benghazi Mikill fjöldi er samankominn og fagnar í Benghazi vegna ákvörðunar Sameinuðu þjóðanna þar sem flugbann var samþykkt fyrir stundu. Flugbannið þýðir að Muammar Gaddafi getur ekki beitt herþotum sínum gegn uppreisnarmönnum í Líbíu. Erlent 17.3.2011 22:45 Flugbann yfir Líbíu samþykkt Flugbann yfir Líbíu var samþykkt nú fyrir stundu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það var samþykkt með tíu atkvæðum. Enginn greiddi atkvæði gegn því en fimm sátu hjá. Erlent 17.3.2011 22:35 « ‹ ›
Fullyrða að um 50 manns hafi farist í gær Stjórnvöld í Líbíu fullyrða að hið minnsta 50 manns, þar á meðal konur og börn, hafi farist í árásum bandamanna á Líbíu í gærkvöld. Bandamenn segjast ekki geta staðfest þær upplýsingar, eftir því sem fram kemur á fréttavef CNN. Erlent 20.3.2011 07:09
Loftárásir hafnar að nýju Bandamenn hófu aftur loftárásir á Líbíu í kvöld. Tomahawk flaugum er skotið úr kafbátum á miðjarðarhafi, eftir því sem Sky fréttastofan greinir frá. Erlent 20.3.2011 00:01
Varnarkerfið verulega laskað eftir loftárásir Loftvarnarkerfi Líbíu er verulega laskað, segir þjóðaröryggisfulltrúi Bandaríkjanna. Eins og fram hefur komið fyrr í kvöld hafa bandamenn skotið 112 Tomahawk flaugum á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í Líbíu. Erlent 19.3.2011 23:11
Gaddafi með fjóra blaðamenn í haldi Líbísk stjórnvöld hafa tekið fjóra blaðamenn í gíslingu eftir að árásir bandamanna á Líbíu hófust í dag. Blaðamennirnir starfa allir fyrir Al-Jazeera fréttastofuna. Þeir eru frá Bretlandi, Noregi, Túnis og Márítaníu, að því er Al-Jazeera greinir frá. Blaðamennirnir hafa verið í Líbíu undanfarna daga til þess að greina frá ástandinu þar. Erlent 19.3.2011 22:41
Cameron segir ekki hægt að sitja aðgerðarlaus „Það sem við gerum er nauðsynlegt, löglegt og rétt,“ sagði David Cameron forsætisráðherra Bretlands í sjónvarpsávarpi fyrir utan breska forsætisráðherrabústaðinn í dag. Erlent 19.3.2011 22:24
Meðvitaður um hættur hernaðaraðgerðanna "Ég er meðvitaður um hættur hernaðaraðgerða,” sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í sjónvarpsávarpi í kvöld. Ég vil að ameríska þjóðin viti að beiting valds er ekki fyrsti kostur í stöðunni,“ sagði Barack Obama þegar að hann réttlætti loftárásirnar á Líbíu sem hófust í kvöld. Obama sagði að Gaddafi beitti þjóð sína svo mikillli grimmd að ekki væri hægt að standa hjá og horfa á ofbeldið. Erlent 19.3.2011 22:13
Loftárásir hafnar á Líbíu Hundruðum flugskeyta hefur í kvöld verið skotið á valin skotmörk í Líbíu af herliði Bandaríkjamanna, Breta og Frakka. Aðgerðirnar eru með það að markmiði að framfylgja flugbanni yfir landinu sem samþykkt var í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna en fyrr í dag bárust af því fregnir að herlið einræðisherrans Gaddafís hefði gert árás á vígi uppreisnarmanna í borginni Benghazi, þrátt fyrir að hafa lýst yfir vopnahléi í gær. Erlent 19.3.2011 21:24
Frakkar senda flugmóðurskip sitt til Líbíu Franskar herþotur skutu fyrstu skotum á líbísk skotmörk í dag. Þá hefur David Cameron, forsætisráðherra Breta, staðfest að breskar herþotur væru tilbúnar til árásar og bandarískir fjölmiðlar segja að hermenn Bandaríkjamanna hafi skotið stýriflaug. Erlent 19.3.2011 20:11
Bandamenn búa sig undir árásir á Gaddafi Um 20 herþotur frá franska flughernum sveima nú í líbískri lofthelgi til að koma í veg fyrir að herlið Gaddafis Líbíuforseta geti ráðist á uppreisnarmenn í borginni Benghazi. Þá eru einnig franskar þotur yfir Líbíu. Erlent 19.3.2011 17:16
Knútur er dauður Frægasti ísbjörn allra tíma, björninn Knútur, drapst á heimili sínu í dýragarði í Þýskalandi í dag. Þýska blaðið Spiegel greinir ffrá þessu en segir jafnframt að ekki liggi fyrir af hverju Knútur drapst. Knútur hefur verið í dýragarði í Berlín frá því móðir hans hafnaði honum og bróður hans. Knútur var fjögurra ára gamall. Erlent 19.3.2011 16:57
Bandamenn ætla að ráðast á Gaddafi Loftárásir bandamanna á Líbíu geta hafist á hverri stundu en leiðtogar Evrópu, nokkurra Arabaríkja og utanríkisráðherra Bandaríkjanna ákváðu á fundi í París rétt í þessu að hefja hernaðaraðgerðir. Erlent 19.3.2011 15:00
Ástsæll ráðherra látinn Warren Christopher, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í gær. Hann var 85 ára að aldri. Christopher var utanríkisráðherra á fyrra kjörtímabili Bills Clinton, forseta Bandaríkjanna, en Madeleine Albrigth tók svo við af honum. Í embættistíð sinni tók Christopher meðal annars virkan þátt í að móta Dayton samkomulagið sem batt enda á stríðið á Balkanskaga. Erlent 19.3.2011 11:39
Hrikalegar myndir af árásinni í Líbíu David Cameron, forsætisráðherra Breta, Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, eru í þann mund að hittast til að ræða stöðuna í Líbíu. Síðar í dag munu þau svo hitta leiðtoga fleiri Evrópuríkja og Arabaríkja til að ræða hernaðaraðgerðir. Þær eru hrikalegar myndirnar sem sýna þegar herþota er skotin niður í borginni Benghazi í Líbíu í nótt. Vélin var á vegum uppreisnarmanna og talið er að það hafi verið hersveitir Gaddafis sem skutu vélina niður. Erlent 19.3.2011 11:34
Herþota skotin niður Herþota var skotin niður í borginni Benghazi í Líbíu í nótt þrátt fyrir að ríkisstjórn Líbíu hafi lýst yfir vopnahléi. Erlent 19.3.2011 09:14
Aristide snúinn heim eftir sjö ára útlegð HaítiJean-Bertrand Aristide, sem árið 1991 varð fyrsti lýðræðislega kjörni forsetinn á Haítí, sneri aftur þangað frá Suður-Afríku í gær eftir sjö ára útlegð. Fjölmennur hópur stuðningsmanna hans tók fagnandi á móti honum á flugvellinum. Erlent 19.3.2011 06:00
Mannréttindadómstóllinn leyfir krossa í skólum Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að það brýtur ekki gegn réttindum trúlausra að hafa krossa hangandi uppi í skólastofum í barnaskólum. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu í dag. Erlent 18.3.2011 23:55
Stakk sér 11 metra í vaðlaug Bandarískur dýfingarmaður sló á dögunum sitt eigið met þegar að hann stakk sér 11 metra í vaðlaug með einungis um 30,5 sentimetra djúpt vatn. Darren Taylor er einnig þekktur undir heitinu Prófessor Splass. Hann stakk sér í jökulkalt vatn í Þrándheimi í Noregi og um var að ræða þrettánda staðfesta Guinnes heimsmetið hans. Taylor, sem er frá Colorado í Bandaríkjunum, hefur 25 ára reynslu af dýfingum og vinnur sem áhættuleikari. Erlent 18.3.2011 20:25
Fréttaskýring: Örvæntingarfull barátta í Japan Erfiðlega hefur gengið að kæla niður kjarnaofna kjarnorkuversins í Fukushima. Stefnt var á að tengja bráðabirgðarafmagnsleiðslu við verið í gær til að koma kælikerfum í gang á ný. Geislavirkni hækkaði eftir að vatni var sprautað með háþrýstislöngum á einn ofninn. Erlent 18.3.2011 20:00
Vopnahléi lýst yfir í Líbíu Stjórnvöld í Líbíu hafa lýst yfir vopnahléi sem tekur gildi nú þegar. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi flugbann yfir landinu auk þess sem hernaðaraðgerðir til varnar óbreyttum borgurum eru heimilaðar. Utanríkisráðherra Líbíu hefur nú tilkynnt um skilyrðislaust vopnahlé sem ætlað er að vernda almenning. Erlent 18.3.2011 13:32
Gaddafi: Svikurum engin miskunn sýnd Mikill fögnuður braust út í Bengazi, höfuðvígi uppreisnarmanna í Líbíu í gærkvöldi, þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti flugbann yfir landinu. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn munu framfylgja flugbanninu en umfangsmiklar hernaðaraðgerðir hefjast um helgina. Erlent 18.3.2011 12:02
Gaddafi tilbúinn til viðræðna um vopnahlé Nýjustu fréttir frá Trípólí höfuðborg Líbýu herma að Muammar Gaddafi sé tilbúinn til viðræðna við uppreisnarmenn um vopnahlé í landinu. Erlent 18.3.2011 07:43
Danskar konur finna meira fyrir streitu en karlmennirnir Ný rannsókn sem unnin var á vegum heilbrigðiseftirlits Danmerkur sýnir að danskar konur, og þá einkum einhleypar konur þjást mun meira af streitu en karlmennirnir. Erlent 18.3.2011 07:39
Vonir um að kælikerfin í Fukushima verði endurræst í dag Verkfræðingum við Fukushima kjarnorkuverið hefur tekist að leggja rafmagnskapal að verinu og því ætti að verða mögulegt í dag að endurræsa kælikerfin við hina sködduðu kjarnorkukljúfa sem lekið hafa geislavirkum efnum út í andrúmsloftið undanfarna daga. Erlent 18.3.2011 07:23
Mikil gleði í Benghazi eftir að flugbann var samþykkt Mikil gleði braust út meðal uppreisnarmanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi eftir að fréttir bárust um að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt að setja flugbann á Líbýu. Erlent 18.3.2011 07:22
Mikil klámnotkun meðal danskra unglinga Ný könnun í Danmörku leiðir í ljós að þrír af hverjum fjórum dönskum drengjum á menntaskólaaldri horfir á klám reglulega eða minnst tvisar í viku. Erlent 18.3.2011 07:04
Geislun nær varla hingað Langsótt er að geislun úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafi áhrif á Íslandsmiðum, að mati Héðins Valdimarssonar, haffræðings hjá Hafrannsóknastofnuninni. Erlent 18.3.2011 07:00
Ætlar til Gasa á sáttafund Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að bjóða sig fram til forseta aftur. Hann býðst jafnframt til að gefa Hamas-samtökunum tækifæri til að vera með í nýrri stjórn. Erlent 18.3.2011 00:00
Fyrstu loftárásirnar á Líbíu hugsanlega í nótt Hugsanlega hefjast fyrstu loftárásirnar gegn Líbíu strax í nótt samkvæmt fréttavef BBC en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykktu á ellefta tímanum flugbann og víðtækar aðgerðir gegn Líbíu til þess að vernda borgara landsins. Erlent 17.3.2011 23:06
Gríðarlegur fögnuður í Benghazi Mikill fjöldi er samankominn og fagnar í Benghazi vegna ákvörðunar Sameinuðu þjóðanna þar sem flugbann var samþykkt fyrir stundu. Flugbannið þýðir að Muammar Gaddafi getur ekki beitt herþotum sínum gegn uppreisnarmönnum í Líbíu. Erlent 17.3.2011 22:45
Flugbann yfir Líbíu samþykkt Flugbann yfir Líbíu var samþykkt nú fyrir stundu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það var samþykkt með tíu atkvæðum. Enginn greiddi atkvæði gegn því en fimm sátu hjá. Erlent 17.3.2011 22:35
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent