Erlent Búist við að Obama tilkynni um kosningaherferð sína eftir helgi Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun tilkynna formlega á mánudaginn að kosningaherferð hans sé hafin. Í kjölfarið mun hann halda áberandi fjáröflunarsamkomur til þess að safna fé í baráttu sína. Erlent 3.4.2011 06:00 Sektuð fyrir misheppnað aprílgabb Sextán ára gömul stúlka í Bloomberg Illinois í Bandaríkjunum var sektuð um 150 dollara, eða um sautján þúsund krónur, fyrir gjörsamlega misheppnað aprílgabb. Erlent 2.4.2011 23:00 Rannsaka kynferðislega áreitni í Yale-háskólanum Yale háskólinn í Bandaríkjunum sætir alríkisrannsókn vegna kynferðislegs áreitis nemenda í skólanum samkvæmt fréttavef New York Post. Þar kemur fram að rannsóknin fari fram vegna kvartana fjölmargra stúlkna sem sækja nám í skólanum. Erlent 2.4.2011 21:00 Hundruð mjólkurframleiðslufyrirtækja lokað í Kína Nærri helmingur mjólkurframleiðslufyrirtækja Kína hefur verið lokað af kínverskum yfirvöldum, eða 533 verksmiðjur. Erlent 2.4.2011 16:07 Zapatero hættir Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero tilkynnti í morgunn að hann myndi ekki gefa kost sér fyrir þingkosningarnar sem verða haldnar á næsta ári. Erlent 2.4.2011 13:42 Sjö drepnir og tveir afhöfðaðir vegna bókabrennu í Flórída Mikil ólga er í norðurhluta Afganistan eftir að fregnir bárust að kristinn klerkur brenndi Kóraninn í Flórída í fyrr í vikunni. Erlent 2.4.2011 11:26 Geislavirkt vatn lekur í Kyrrahafið Geislavirkt vatn lekur nú í Kyrrahafið úr tuttugu sentimetra sprungu í tanki við kjarnakljúf tvö í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan. Erlent 2.4.2011 10:08 Blóðbað á Fílabeinsströndinni MInnsta kosti átta hundruð manns hafa verið drepnir í átökum í bænum Duekoeu á Fílabeinsströndinni í þessari viku. Erlent 2.4.2011 09:51 Gaddafi hafnar vopnahléi Að minnsta kosti 10 uppreisnarmenn létu lífið í loftárás bandamanna í Líbíu í gær. Loftárásin var gerð fyrir mistök en uppreisnarmennirnir höfðu skömmu áður skotið af loftvarnarbyssu loftið. Erlent 2.4.2011 09:48 Ríkin reyndu ekki að semja Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur vísað frá máli Georgíu gegn Rússlandi vegna þjóðernishreinsana í tveimur héruðum Georgíu, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Erlent 2.4.2011 09:45 Sex bandarískir hermenn féllu í sömu aðgerðinni Sex bandarískir hermenn hafa fallið í Afganistan í einni og sömu aðgerðinni sem hófst á miðvikudag og stendur enn. Þetta staðfesta talsmenn hersins en þyrlusveit hefur flogið langt inn á afkskekkt svæði í Kunar héraði þar sem Talíbanar hafa sterk ítök. Engum sögum fer af mannfalli úr röðum þeirra en sjaldgæft er að svo margir hermenn fjölþjóðaliðsins í landinu falli á svo skömmum tíma. Erlent 1.4.2011 11:54 Mikill skortur á ljósmæðrum í heiminum Ein af hverjum þremur konum sem fæða barn í heiminn í dag gera það án hjálpar frá ljósmóður. Í nýrri alþjóðlegri rannsókn á vegum Save the Children, eða Barnaheilla, er áætlað að ef 350 þúsund ljósmæður væru að störfum í heiminum til viðbótar við þær sem nú eru væri hægt að bjarga einni milljón barna sem látast í fæðingu á hverju ári. Erlent 1.4.2011 11:47 Kóbraslangan í Bronx komin í leitirnar Baneitruð egypsk kóbraslanga sem slapp úr búri sínu í dýragarðinum í Bronx á dögunum er fundin. Skriðdýrahúsi garðsins hafði verið lokað á meðan á leitinni stóð og slangan fannst einmitt í húsinu og hafði því ekki komist langt. Hún er við góða heilsu að sögn starfsmanna dýragarðsins. Erlent 1.4.2011 08:02 Hátt settur Líbíumaður ræddi við Breta Hátt settur aðstoðarmaður sonar Gaddafís einræðisherra í Líbíu heimsótti London á dögunum til þess að ræða við þarlend yfirvöld, að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian. Erlent 1.4.2011 08:00 Lokasókn sögð hafin á Fílabeinsströndinni Harðir bardagar geisuðu í nótt í stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar, Abidjan á milli manna Alassane Outtara, sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem réttkjörinn forseta, og manna Laurents Gbagbo, sitjandi forseta sem neitar að láta af völdum. Erlent 1.4.2011 07:58 Nei kostar tugi milljarða á ári Ef Icesave-samningnum er hafnað má búast við að lánshæfiseinkunn Íslands fari í ruslflokk og þá hækkar fjármögnunarkostnaður opinberra aðila um tugi milljarða króna, segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Erlent 1.4.2011 03:15 Neituðu að tjá sig um ákærur Fyrstu tveir af „rokkurunum“ sextán, meðlimum í Vítisenglum eða AK81 sem ákærðir eru fyrir morðtilraunir og margvíslega aðra glæpi, voru kallaðir til vitnis í réttarsal í gær en neituðu að tjá sig. Erlent 1.4.2011 01:15 Líkin finnast enn út um allt "Við erum að finna lík út um allt – í bifreiðum, í ám, undir rústum og úti á götum,“ segir lögreglumaður í Fukushima, sem varð afar illa úti í hamförunum 11. mars. Erlent 1.4.2011 01:00 Þyngdaraflið sterkast á Íslandi Þyngdaraflið er sterkast á tveimur svæðum jarðar: Annars vegar á nokkuð stóru svæði í Atlantshafinu, sem nær rétt norður fyrir Ísland og alla leið suður að Azoreyjum, hins vegar á svæði norður af Ástralíu allt frá Filippseyjum og austur að Fídjíeyjum í Suður-Kyrrahafi. Erlent 1.4.2011 00:30 Líbískir ráðamenn flýja Flestir æðstu embættismenn Múammars Gaddafí eru sagðir vilja flýja landið, en komast hvergi vegna strangrar öryggisgæslu og erfiðleika við að ferðast. Erlent 1.4.2011 00:30 Átökin nálgast höfuðborgina Harðir bardagar geisuðu í gær í næsta nágrenni Abidjans, sem er stærsta borg Fílabeinsstrandarinnar og í reynd höfuðborg landsins. Erlent 1.4.2011 00:00 Musa Kusa fær ekki friðhelgi Stjórnvöld í Bretlandi segjast ekki hafa í hyggju að bjóða Musa Kusa, hinum brottflúna utanríkisráðherra Líbíu, friðhelgi en líkur eru taldar á því að hann verði kærður fyrir stríðsglæpi sem einn æðsti ráðamamaður Líbíu síðustu ár og stjórnandi líbísku leyniþjónustunnar um tíma. Erlent 31.3.2011 13:36 Adolf var afrískur Gyðingur Adolf Hitler var Afríkumaður af gyðingaættum ef marka má umfangsmikla rannsókn sem belgiskur blaðamaður og belgiskur sagnfræðingur gerðu á fortíð hans. Erlent 31.3.2011 11:33 Lugu til um geimferð Gagarins Sovétríkin lugu til um nokkra þætti í geimferð Yuris Gagarins fyrir fimmtíu árum, að sögn rússnesks blaðamanns sem hefur skrifað bók um þetta afrek. Erlent 31.3.2011 11:29 Stúlkan sem var skotin er enn í lífshættu Ástand hinnar fimm ára gömlu stúlku sem varð fyrir skotárás í London í gær er ennþá metið alvarlegt. Stúlkan er talin vera yngsta fórnarlamb byssuskots í London í langan tíma en hún fannst lífshættulega særð í verslun einni í hverfinu Lambeth, ásamt 35 ára gömlum manni sem hafði verið skotinn í höfuðið. Lögreglan leitar nú þriggja ungmenna sem eru taldir hafa skotið mörgum skotum inni í versluninni en þangað höfðu þeir elt tvo aðra unglinga. Þeir sluppu hinsvegar báðir að því er virðist og biðlar lögreglan nú til þeirra að koma fram og veita upplýsingar. Erlent 31.3.2011 10:54 Hart barist á Fílabeinsströndinni Hermenn hliðhollir forsetaframbjóðandanum Alassane Outtara á Fílabeinsströndinni hafa lagt undir sig eina stærstu borg landsins. Miklir bardagar hafa geisað í landinu eftir að sitjandi forseti Laurent Gbagbo neitaði að láta af völdum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningum og hefur enn töglin og hagldirnar í stærstu borginni Abidjan. Erlent 31.3.2011 09:04 Rýmingarsvæðið verði stækkað um helming Kjarnorkueftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa lagt til við japönsk stjórnvöld að þau íhugi alvarlega að stækka öryggissvæðið í kringum kjarnorkuverið í Fukushima og flytja íbúa á brott. Erlent 31.3.2011 08:04 Musa Kusa snýr baki við Gaddafí Utanríkisráðherra Líbíu, Musa Kusa, hefur flúið land og er nú í Bretlandi. Hann segist ekki vilja starfa lengur fyrir einræðisherrann Muammar Gaddafí. Kusa flaug til Túnis þar sem hann var yfirheyrður af breskum hermönnum áður en hann fékk að fara áfram til Bretlands. Erlent 31.3.2011 07:03 Uppreisnarmenn á undanhaldi Liðsmenn Múammars Gaddafí náðu olíuborginni Ras Lanúf aftur á sitt vald í gær úr höndum uppreisnarmanna. Einnig var hart sótt að uppreisnarmönnum í olíuborginni Brega. Erlent 31.3.2011 01:00 Fjórir ofnar teknir úr notkun Hvert bakslagið á fætur öðru hefur komið í baráttuna við að halda niðri geislamengun frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Ákveðið hefur verið að leggja endanlega niður starfsemi í þeim fjórum ofnum versins sem til vandræða hafa verið. Erlent 31.3.2011 00:00 « ‹ ›
Búist við að Obama tilkynni um kosningaherferð sína eftir helgi Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun tilkynna formlega á mánudaginn að kosningaherferð hans sé hafin. Í kjölfarið mun hann halda áberandi fjáröflunarsamkomur til þess að safna fé í baráttu sína. Erlent 3.4.2011 06:00
Sektuð fyrir misheppnað aprílgabb Sextán ára gömul stúlka í Bloomberg Illinois í Bandaríkjunum var sektuð um 150 dollara, eða um sautján þúsund krónur, fyrir gjörsamlega misheppnað aprílgabb. Erlent 2.4.2011 23:00
Rannsaka kynferðislega áreitni í Yale-háskólanum Yale háskólinn í Bandaríkjunum sætir alríkisrannsókn vegna kynferðislegs áreitis nemenda í skólanum samkvæmt fréttavef New York Post. Þar kemur fram að rannsóknin fari fram vegna kvartana fjölmargra stúlkna sem sækja nám í skólanum. Erlent 2.4.2011 21:00
Hundruð mjólkurframleiðslufyrirtækja lokað í Kína Nærri helmingur mjólkurframleiðslufyrirtækja Kína hefur verið lokað af kínverskum yfirvöldum, eða 533 verksmiðjur. Erlent 2.4.2011 16:07
Zapatero hættir Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero tilkynnti í morgunn að hann myndi ekki gefa kost sér fyrir þingkosningarnar sem verða haldnar á næsta ári. Erlent 2.4.2011 13:42
Sjö drepnir og tveir afhöfðaðir vegna bókabrennu í Flórída Mikil ólga er í norðurhluta Afganistan eftir að fregnir bárust að kristinn klerkur brenndi Kóraninn í Flórída í fyrr í vikunni. Erlent 2.4.2011 11:26
Geislavirkt vatn lekur í Kyrrahafið Geislavirkt vatn lekur nú í Kyrrahafið úr tuttugu sentimetra sprungu í tanki við kjarnakljúf tvö í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan. Erlent 2.4.2011 10:08
Blóðbað á Fílabeinsströndinni MInnsta kosti átta hundruð manns hafa verið drepnir í átökum í bænum Duekoeu á Fílabeinsströndinni í þessari viku. Erlent 2.4.2011 09:51
Gaddafi hafnar vopnahléi Að minnsta kosti 10 uppreisnarmenn létu lífið í loftárás bandamanna í Líbíu í gær. Loftárásin var gerð fyrir mistök en uppreisnarmennirnir höfðu skömmu áður skotið af loftvarnarbyssu loftið. Erlent 2.4.2011 09:48
Ríkin reyndu ekki að semja Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur vísað frá máli Georgíu gegn Rússlandi vegna þjóðernishreinsana í tveimur héruðum Georgíu, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Erlent 2.4.2011 09:45
Sex bandarískir hermenn féllu í sömu aðgerðinni Sex bandarískir hermenn hafa fallið í Afganistan í einni og sömu aðgerðinni sem hófst á miðvikudag og stendur enn. Þetta staðfesta talsmenn hersins en þyrlusveit hefur flogið langt inn á afkskekkt svæði í Kunar héraði þar sem Talíbanar hafa sterk ítök. Engum sögum fer af mannfalli úr röðum þeirra en sjaldgæft er að svo margir hermenn fjölþjóðaliðsins í landinu falli á svo skömmum tíma. Erlent 1.4.2011 11:54
Mikill skortur á ljósmæðrum í heiminum Ein af hverjum þremur konum sem fæða barn í heiminn í dag gera það án hjálpar frá ljósmóður. Í nýrri alþjóðlegri rannsókn á vegum Save the Children, eða Barnaheilla, er áætlað að ef 350 þúsund ljósmæður væru að störfum í heiminum til viðbótar við þær sem nú eru væri hægt að bjarga einni milljón barna sem látast í fæðingu á hverju ári. Erlent 1.4.2011 11:47
Kóbraslangan í Bronx komin í leitirnar Baneitruð egypsk kóbraslanga sem slapp úr búri sínu í dýragarðinum í Bronx á dögunum er fundin. Skriðdýrahúsi garðsins hafði verið lokað á meðan á leitinni stóð og slangan fannst einmitt í húsinu og hafði því ekki komist langt. Hún er við góða heilsu að sögn starfsmanna dýragarðsins. Erlent 1.4.2011 08:02
Hátt settur Líbíumaður ræddi við Breta Hátt settur aðstoðarmaður sonar Gaddafís einræðisherra í Líbíu heimsótti London á dögunum til þess að ræða við þarlend yfirvöld, að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian. Erlent 1.4.2011 08:00
Lokasókn sögð hafin á Fílabeinsströndinni Harðir bardagar geisuðu í nótt í stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar, Abidjan á milli manna Alassane Outtara, sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem réttkjörinn forseta, og manna Laurents Gbagbo, sitjandi forseta sem neitar að láta af völdum. Erlent 1.4.2011 07:58
Nei kostar tugi milljarða á ári Ef Icesave-samningnum er hafnað má búast við að lánshæfiseinkunn Íslands fari í ruslflokk og þá hækkar fjármögnunarkostnaður opinberra aðila um tugi milljarða króna, segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Erlent 1.4.2011 03:15
Neituðu að tjá sig um ákærur Fyrstu tveir af „rokkurunum“ sextán, meðlimum í Vítisenglum eða AK81 sem ákærðir eru fyrir morðtilraunir og margvíslega aðra glæpi, voru kallaðir til vitnis í réttarsal í gær en neituðu að tjá sig. Erlent 1.4.2011 01:15
Líkin finnast enn út um allt "Við erum að finna lík út um allt – í bifreiðum, í ám, undir rústum og úti á götum,“ segir lögreglumaður í Fukushima, sem varð afar illa úti í hamförunum 11. mars. Erlent 1.4.2011 01:00
Þyngdaraflið sterkast á Íslandi Þyngdaraflið er sterkast á tveimur svæðum jarðar: Annars vegar á nokkuð stóru svæði í Atlantshafinu, sem nær rétt norður fyrir Ísland og alla leið suður að Azoreyjum, hins vegar á svæði norður af Ástralíu allt frá Filippseyjum og austur að Fídjíeyjum í Suður-Kyrrahafi. Erlent 1.4.2011 00:30
Líbískir ráðamenn flýja Flestir æðstu embættismenn Múammars Gaddafí eru sagðir vilja flýja landið, en komast hvergi vegna strangrar öryggisgæslu og erfiðleika við að ferðast. Erlent 1.4.2011 00:30
Átökin nálgast höfuðborgina Harðir bardagar geisuðu í gær í næsta nágrenni Abidjans, sem er stærsta borg Fílabeinsstrandarinnar og í reynd höfuðborg landsins. Erlent 1.4.2011 00:00
Musa Kusa fær ekki friðhelgi Stjórnvöld í Bretlandi segjast ekki hafa í hyggju að bjóða Musa Kusa, hinum brottflúna utanríkisráðherra Líbíu, friðhelgi en líkur eru taldar á því að hann verði kærður fyrir stríðsglæpi sem einn æðsti ráðamamaður Líbíu síðustu ár og stjórnandi líbísku leyniþjónustunnar um tíma. Erlent 31.3.2011 13:36
Adolf var afrískur Gyðingur Adolf Hitler var Afríkumaður af gyðingaættum ef marka má umfangsmikla rannsókn sem belgiskur blaðamaður og belgiskur sagnfræðingur gerðu á fortíð hans. Erlent 31.3.2011 11:33
Lugu til um geimferð Gagarins Sovétríkin lugu til um nokkra þætti í geimferð Yuris Gagarins fyrir fimmtíu árum, að sögn rússnesks blaðamanns sem hefur skrifað bók um þetta afrek. Erlent 31.3.2011 11:29
Stúlkan sem var skotin er enn í lífshættu Ástand hinnar fimm ára gömlu stúlku sem varð fyrir skotárás í London í gær er ennþá metið alvarlegt. Stúlkan er talin vera yngsta fórnarlamb byssuskots í London í langan tíma en hún fannst lífshættulega særð í verslun einni í hverfinu Lambeth, ásamt 35 ára gömlum manni sem hafði verið skotinn í höfuðið. Lögreglan leitar nú þriggja ungmenna sem eru taldir hafa skotið mörgum skotum inni í versluninni en þangað höfðu þeir elt tvo aðra unglinga. Þeir sluppu hinsvegar báðir að því er virðist og biðlar lögreglan nú til þeirra að koma fram og veita upplýsingar. Erlent 31.3.2011 10:54
Hart barist á Fílabeinsströndinni Hermenn hliðhollir forsetaframbjóðandanum Alassane Outtara á Fílabeinsströndinni hafa lagt undir sig eina stærstu borg landsins. Miklir bardagar hafa geisað í landinu eftir að sitjandi forseti Laurent Gbagbo neitaði að láta af völdum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningum og hefur enn töglin og hagldirnar í stærstu borginni Abidjan. Erlent 31.3.2011 09:04
Rýmingarsvæðið verði stækkað um helming Kjarnorkueftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa lagt til við japönsk stjórnvöld að þau íhugi alvarlega að stækka öryggissvæðið í kringum kjarnorkuverið í Fukushima og flytja íbúa á brott. Erlent 31.3.2011 08:04
Musa Kusa snýr baki við Gaddafí Utanríkisráðherra Líbíu, Musa Kusa, hefur flúið land og er nú í Bretlandi. Hann segist ekki vilja starfa lengur fyrir einræðisherrann Muammar Gaddafí. Kusa flaug til Túnis þar sem hann var yfirheyrður af breskum hermönnum áður en hann fékk að fara áfram til Bretlands. Erlent 31.3.2011 07:03
Uppreisnarmenn á undanhaldi Liðsmenn Múammars Gaddafí náðu olíuborginni Ras Lanúf aftur á sitt vald í gær úr höndum uppreisnarmanna. Einnig var hart sótt að uppreisnarmönnum í olíuborginni Brega. Erlent 31.3.2011 01:00
Fjórir ofnar teknir úr notkun Hvert bakslagið á fætur öðru hefur komið í baráttuna við að halda niðri geislamengun frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Ákveðið hefur verið að leggja endanlega niður starfsemi í þeim fjórum ofnum versins sem til vandræða hafa verið. Erlent 31.3.2011 00:00