Erlent

Forseti Tékklands stelur penna - myndband

Myndband af Václav Klaus, forseta Tékklands, fer nú eins og eldur um sinu á veraldarvefnum. Myndbandið sýnir forsetann stela penna þegar hann var í opinberri heimsókn í Chíle á dögunum.

Erlent

Við tökum ekki aftur við Líbíu

Bandaríkjamenn báru hitann og þungan af fyrstu árásunum á Líbíu sem hófust 19. mars síðastliðinn. Á annaðhundrað stýriflaugum var þá skotið á herstöðvar og margvísleg hernaðarmannvirki á ströndum landsins.

Erlent

Vilja banna GPS í bílum

Sænsk yfirvöld íhuga að banna GPS leiðsögutæki í bílum. Sænska umferðarráðið villl raunar ganga lengra og setja allsherjarbann á allan rafeindabúnað sem ekki beinlínis þarf til þess að bíllinn fari í gang.

Erlent

Utanríkisráðherrar Nató-ríkjanna funda í Berlín

Utanríkisráðherra Nató-ríkjanna munu hittast í Berlín í dag en þar verður helst rætt um stöðuna í Líbíu. Þannig vilja Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar að fleiri komi að samþykkt öryggisráðsins um flugbann í Líbíu.

Erlent

Gaddafí fari strax frá

Muammar Gaddafi Líbíuleiðtogi verður að víkja frá völdum, að mati nýstofnaðs alþjóðlegs samráðshóps um málefni Líbíu. Krónprinsinn í Katar las upp yfirlýsingu þess efnis á ráðstefnu um Líbíu sem nú fer fram í Doha, höfuðborg Katar.

Erlent

Dýravændishús í Danmörku - hvatt til lagabreytingar á Íslandi

Kynlíf með dýrum er löglegt í Danmörku og hefur þar í landi skapast mikil umræða í kjölfar þess að sjónvarpsstöðin TV2 sýndi þátt um málið. Sjónvarpsmaðurinn Niels Christian Meyer, betur þekktur sem Bubber, vildi með þættinum vekja athygli á málinu í því skyni að þrýst á að lögunum yrði breytt. Hvergi í íslenskum lögum um dýravernd er nú fjallað um kynferðislega misnotkun þó vissulega sé óleyfilegt að fara illa með dýr. Sömu sögu er að segja um dýraverndarlög í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dýraverndunarsamtök í þessum löndum berjast þó fyrir lagabreytingum og innan Norræna dýraverndarsambandsins er einhugur um að bann verði lögfest í öllum löndum. Ólafur R. Dýrmundsson, formaður Dýraverndarsambandsins, sagði í samtali við Vísi í janúar að trúverðugar upplýsingar liggi fyrir um að íslensk hross hafi verið notuð á dýravændishúsum í Danmörku á síðari árum. Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu á sínum tíma um að rannsóknablaðamaður hjá danska blaðinu 24timer komst að því að dýravændishús væri starfrækt á Norður-Jótlandi. Þar er íslenski hesturinn Max seldur í vændi, ásamt fleiri dýrum. Skiptar skoðanir eru meðal danskra stjórnmálamanna um hvort þurfi að setja lög gegn kynlífi fólks með dýrum en margir hafa kallað eftir slíku í kjölfar umfjöllunar Bubber á TV2. Af þessu tilefni hefur dómsmálaráðherrann, Lars Barfoed, gefið út að hann sé vissulega á móti þessu athæfi en hann sé ekki sannfærður um nauðsyn löggjafar.

Erlent

Tveir handteknir vegna árásarinnar í Minsk

Að minnsta kosti tveir menn hafa verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásina í neðanjarðarlestarstöð í Minsk í Hvíta Rússlandi í byrjun vikunnar.

Erlent

Japönsk flóðbylgja varð Bandaríkjamanni að bana

Líkama 25 ára karlmanns skolaði á land í Oregon í Bandaríkjunum í vikunni. Í ljós kom að maðurinn var ljósmyndari sem var að mynda flóðbylgjuna frá Japan, sem skall á ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum, þegar hún hrifsaði hann með sér á haf út.

Erlent

Mubarak og synir í gæsluvarðahald

Hosni Mubarak, fyrrverandi leiðtogi Egyptalands, hefur verið úrskurðaður í fimmtán daga gæsluvarðhald ásamt sonum sínum tveimur. Þetta kom fram á Facebook-síðu egypska ríkissaksóknarans og New York Times greinir frá.

Erlent

Hryðjuverk reyndist rafmagnsbilun

Sprenging varð á strætisvagnastöð í Moskvu í gær. Óttast var í fyrstu að um hryðjuverkaárás hefði verið að ræða, en tólf létust í hryðjuverkaárás í Minsk í Hvíta Rússlandi á mánudaginn.

Erlent

Vongóðir um að finna svarta kassann

Stél frönsku flugvélarinnar, sem hrapaði í Atlantshafið árið 2009 þegar hún var á leið frá Brasilíu til Evrópu, er fundið að sögn ættingja þeirra sem fórust í slysinu.

Erlent