Erlent

Óttast að sprengja sé í Útey

Óttast er að það sé sprengja á Útey, þar sem að minnsta kosti fjórir voru skotnir til bana í dag. Þetta staðfestir norska lögreglan við norska ríkisútvarpið.

Erlent

Stoltenberg ætlaði að ávarpa ungliða á eyjunni

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, átti á morgun að flytja ávarp á eyjunni þar sem maður hóf að skjóta á ungmenni fyrr í dag. Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra, heimsótti eyjuna fyrr í dag og Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, var á eyjunni í gær. Hér má sjá viðtal við hann þar sem talar um að norska ríkisstjórnin styður stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.

Erlent

Óttast að fjórir hafi farist í skotárásinni

Óttast er að hið minnsta kosti fjórir fórust í skotárás í sumarbúðum í Utøya í Noregi nú um klukkan fjögur að íslenskum tíma. Minnst fimm manns eru særðir eftir árásina, segir norska ríkisútvarpið. Lögreglan hefur ekki staðfest tölu látinna.

Erlent

Forsætisráðherra Noregs í felum

Forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, hefur að ráði lögreglu ákveðið að greina ekki frá því hvar hann heldur til eftir sprengjuárás í miðborg Oslóar síðdegis í dag. Skrifstofur forsætisráðherrans eru í skrifstofubyggingunni sem fór einna verst út úr árásinni.

Erlent

Kunna að vera fleiri sprengjur á svæðinu

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lét þau orð falla í viðtali við Vísi að fleiri sprengjur kynnu að vera í Osló, á svæðinu þar sem miklar sprengingar urðu á öðrum tímanum í dag.

Erlent

Mikill ótti í Osló

Það greip um sig ótti í Osló þegar sprengingin sprakk, segir Daníel Ingólfsson, sem staddur var í um 300 - 400 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengjan sprakk. "Við sátum beint hjá ráðhúsinu, um svona 400 metrum frá. Þetta var mjög mikil sprenging," segir Daníel. Stuttu seinna hafi fólk séð reyk.

Erlent

Sprenging í Osló

Sprenging varð í miðborg Osló um tuttugumínútur yfir eitt að íslenskum tíma og er mikil ringulreið í borginni vegna þessa. Lítið er vitað um stöðuna en rúður sprungu. Sprengingin varð í hverfi þar sem fjölmargar byggingar norsku ríkisstjórnarinnar eru, en þar er jafnframt bygging Verdens Gang. Fram kemur á fréttavef Aftenposten að margir séu slasaðir. Blóð sást í andliti og á höndum margra. Ekki er vitað hvort um hryðjuverkaárás var að ræða.

Erlent

Bítlamyndir seldust á 40 milljónir

Gamlar, svarthvítar myndir af Bítlunum seldust í gær á því sem nemur 42 milljónum króna. Ljósmyndarinn sem tók myndirnar heitir Mike Mitchell, en hann tók þær í fyrstu heimsókn hljómsveitarinnar til Bandaríkjanna árið 1964. Hann óraði ekki fyrir því að myndirnar 50 væru einhvers virði. En góður vinur hans hvatti hann til að selja þær á uppboði og uppboðshúsið Christie's áttaði sig líka á verðmætunum. Christie's mat þær á að minnsta kosti tíu milljónir króna en þegar yfir lauk höfðu þær selst á um 42 milljónir.

Erlent

Öl loks flokkað sem áfengi í Rússlandi

Dmitry Medvedev forseti Rússlands hefur undirritað löggjöf sem felur í sér að öl er nú flokkað sem áfengur drykkur. Fram að þessu hefur allt sem innihélt 10% alkóhólmagn eða minna verið flokkað sem matvara í Rússlandi.

Erlent

Ekkert lát á hitabylgjunni í Bandaríkjunum

Ekkert lát er á hitabylgjunni sem hrjáir Bandaríkjamenn og nú er hún einnig lögst yfir mið- og austurhluta Bandaríkjanna. Alls hafa 22 látist vegna hitans en talið er að um helmingur þjóðarinnar glími nú við hitabylgjuna.

Erlent

Stærsti fíkniefnafundur í sögu Mexíkó

Herinn í Mexíkó hefur lagt hald á mesta magn af fíkniefnum í sögu landsins. Alls fundust 840 tonn af efnum og efnasamböndum sem nægt hefðu til að framleiða sterkt amfetamín fyrir allt að 3.000 milljarða kr.

Erlent

Geimferðir einkavæddar

Bandarísk stjórnvöld ætla framvegis að reiða sig á einkafyrirtæki, þegar koma þarf geimförum til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, nú þegar bandarísku geimferjurnar hafa verið teknar úr notkun.

Erlent

Setja Páfagarði stól fyrir dyrnar

Írar hafa almennt fagnað harðorðri ræðu Enda Kenny forsætisráðherra í garð Páfagarðs, þar sem hann fordæmdi dræm viðbrögð Páfagarðs við uppljóstrunum um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar undanfarin sautján ár.

Erlent

Skattahækkanir í Bandaríkjunum

Sagt er að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og John Boehner, forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, hafi komist að samkomulagi um fjármögnun ríkissjóðs landsins. Miklar deilur hafa verið um væntanlegan niðurskurð og skattahækkanir. Talsmenn flokkana, repúblikana og demókrata, neita hinsvegar að niðurstaða sé komin í málið.

Erlent

Fundu fíkniefnaverksmiðju neðanjarðar

Mexíkóski herinn fann nýlega umfangsmikla metamfetamín-verksmiðju Sinaloa í Mexíkó. Það voru hermenn sem fundu verksmiðjuna faldna undir laufblöðum við reglubundið eftirlit á svæðinu.

Erlent

Aðstoðarmaður Hitlers grafinn upp

Lík Rudolfs Hess, sem var um tíma aðstoðarmaður Adolfs Hitlers, var grafið upp í gær. Ástæðan er sú að nýnasistar voru farnir að sækja í gröfina í einskonar pílagrímsferðum, eftir því sem BBC greinir frá.

Erlent

Þúsundir lögreglustarfa lögð niður

Yfir 34 þúsund störf hjá bresku lögreglunni verða lögð niður á næstu árum vegna niðurskurðar í ríkisfjármálum. Þetta fullyrðir sky fréttastofan. Sky segir að störf rösklega sextán þúsund lögreglumanna verði lögð niður. Um 18 þúsund annarskonar störf hjá lögreglunni verða lögð niður. Yvette Cooper innanríkisráðherra í skuggastjórn Verkamannaflokksins segir að með svo miklum niðurskurði sé öryggi almennings teflt í hættu.

Erlent

Síðasta geimferjulendingin

Geimferjan Atlantis lenti í Flórída í dag eftir sína síðustu ferð út í geiminn. Þetta var jafnframt síðasta ferð bandarískrar geimferju og er því lokið 30 ára merkum kafla í geimferðasögunni.

Erlent

Fundu 22 milljónir í söfnunargámi Rauða krossins

Starfsmönnum Rauða krossins í smábænum Tornved á Sjálandi í Danmörku brá heldur betur í brún í vikunni þegar þeir fundu eina milljón danskra kr. í seðlum, jafnvirði 22 milljóna kr., í fatahrúgu í söfnunargámi fyrir utan starfsstöð sína í bænum.

Erlent