Erlent

Gaddafi: Sökkvum Líbíu í eldhaf

Yfirlýsing frá Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, var lesin upp á sjónvarpsstöðinni al-Rai nú rétt í þessu. Í yfirlýsingunni lofar hann að berjast áfram. „Gerum þetta að löngum bardaga og sökkvum Líbíu í logandi eldhaf," sagði Gaddafi.

Erlent

Gunaður um að kúga fé úr Berlusconi

Ítalskur kaupsýslumaður og eiginkona hans hafa verið handtekin, grunuð um að kúga fé út úr Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu vegna viðskipta hans við vændiskonur. Kaupsýslumaðurinn, Giampaolo Tarantini, hefur viðurkennt að hafa borgað fylgdarkonum fyrir að hafa mætt í teiti til forsætisráðherrans. Lögreglan segir að hann hafi síðan kúgað um hálfa milljón evra út úr forsætisráðherranum fyrir að segja rannsóknarlögreglumönnum að forsætisráðherrann hafi ekki vitað að konurnar væru vændiskonur. Berlusconi viðurkennir að hafa reitt féð af hendi en segist einungis hafa verið að hjálpa vini í nauð.

Erlent

Funda um málefni Líbíu

Leiðtogar helstu ríkja heimsins munu hittast í dag til að ræða, hvernig hægt verður að aðstoða bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Líbíu, við að koma á lýðræði í landinu. Það eru Nicolas Sarkozy, frakklandsforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sem boðuðu til fundarins. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir, sem og leiðtogar Kína og Rússlands. Leit stendur enn yfir að Múammar Gaddafí, fyrrum einræðisherra, en samkvæmt Saif-al Islam, elsta syni hans, munu þeir feðgar berjast við uppreisnarmenn til síðasta blóðdropa.

Erlent

Börn fórust í flóðum

Að minnsta kosti hundrað og tver hafa látist í flóðum sem hafa gengið yfir Ibadan, í suðvestur Nígeríu. Þrjár brýr í nágrenni við bæinn skemmdust á föstudaginn í síðustu viku þegar það byrjaði að rigna af krafti og kaffærðust margar byggingar. Rauði krosinn í landinu segir að flestir hinn látnu séu börn. Flóð eru algeng í Nígeríu á þessum árstíma en nú gengur rigingatímabilið yfir. Sérfræðingar segja að það hafi rignt óvenjumikið í ár.

Erlent

Flugmenn gleyma kunnáttunni

Flugmenn hafa að nokkru misst flughæfni vegna óhóflegrar notkunar sjálfstýribúnaðar. Þeir eiga því stundum í vandræðum með að bregðast við aðstæðum í miðju flugi, þótt þeir hafi flugtak og lendingu á valdi sínu. Slíkt skapar hættu og hefur valdið flugslysum, sem undanfarin fimm ár hafa kostað hundruð manna lífið.

Erlent

Nærri níutíu látist í fangelsi

Að minnsta kosti 88 manns hafa látið lífið í fangelsum í Sýrlandi síðustu fimm mánuði, eða frá því að mótmæli og uppreisn gegn Bashar Assad forseta hófust. Tíu hinna látnu voru á barnsaldri.

Erlent

Hundar gegn krabbameini

Á þýsku sjúkrahúsi hafa hundar verið þjálfaðir til að greina hvort fólk er með lungnakrabbamein. Hundarnir finna á lyktinni af andardrætti fólks hvort það er með sjúkdóminn.

Erlent

Sonur Gaddafi mun berjast þar til yfir lýkur

Sonur Muammar Gaddafi, Seif al-Islam, hefur heitið því að berjast til dauða og krefst þess jafnframt að liðsmenn Gaddafi gefist ekki upp fyrir uppreisnarmönnum, sem nálgast nú síðasta vígi Gaddafi óðfluga.

Erlent

Sprenging í Írak

5 dóu og 22 særðust þegar bíll sprakk í loft upp fyrir utan verslunarhúsnæði í Írak. Sprengingin sem varð nú fyrr í kvöld virtist hugsuð sem árás á öryggiseftirlitssveit sem átti leið hjá. 5 lögreglumenn særðust í sprengingunni.

Erlent

Sonur Gaddafis semur um uppgjöf

Al-Saadi, einn af sonum Gaddafis, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, er nú að semja við uppreisnarmenn um að gefast upp. Hersveitir Atlantshafsbandalagsins herja enn á hersveitir Gaddafis sjálfs, en talsmaður hans hefur borið til baka fréttir af því að hann ætlaði sjálfur að gefast upp. Sky fréttastofan segir að ekkert sé vitað um það hvar Gaddafi sé niðurkominn þrátt fyrir að uppreisnarmenn segist vera að nálgast hann.

Erlent

Kínverjinn segist ekki vera að ganga pólitískra erinda

Huang Nobo, kínverjinn vellauðugi sem hyggst fjárfesta í ferðaþjónustu á Ísland, vísar á bug öllum vangaveltum um að ástæður viðskipta sinna séu pólitískar. Kínverskir fjölmiðlar fjalla um málið í dag, en í frétt Financial Times af málinu í fyrradag var látið í veðri vaka að með fjárfestingunni væri verið að treysta stjórnmálaleg ítök Kínverja í Vesturheimi.

Erlent

Daryl Hannah handtekin við Hvíta húsið

Kvikmyndastjarnan Daryl Hannah, sem sló fyrst í gegn í Splash en síðar í Kill Bill eftir Tarantino, var handtekin í dag fyrir utan Hvíta húsið í Washington. Leikkonan var þar stödd ásamt fleirum til þess að mótmæla fyrirhugaðri lagningu olíuleiðslu frá Kanada og niðut að Mexíkóflóa. Mótmælendurnir segja að mikið rask verði af leiðslunni sem myndi liggja í gegnum sex ríki Bandaríkjanna. Þeir krefjast þess að áhersla verði frekar lögð á græna orku.

Erlent

Vísindamenn þróa sólarvarnarpillu

Vísindamenn vonast til þess að geta búið til efni, sem er sambærilegt við þá vörn sem kóraldýr hafa gegn sólinni, til þess að útbúa sólarvarnarlyf fyrir menn.

Erlent

Skrifstofumenn í París berjast um flottustu myndina

Parísarborg logar nú í átökum. Ekki er um blóðugt borgarastríð að ræða, heldur er tekist á um hver geti gert flottustu "Post-it" myndina í glugga á skrifstofum borgarinnar. Sérstök heimasíða hefur verið sett upp þar sem gefur að líta ótrúlega hugmyndaauðgi og greinilegt að menn leggja mikið á sig í stríðinu.

Erlent

Þrír grunaðir um morðið í Danmörku

Þrír menn hafa verið handteknir, grunaðir um aðild að morðinu á Vesturbrú í Kaupmannahöfn í gær. Einn af þeim, 47 ára gamall karlmaður, neitar sök í málinu. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir honum, eftir því sem danska blaðið Politiken greinir frá.

Erlent

Múslimar fórust í fagnaðarlátum

Að minnsta kosti ellefu fórust og tuttugu særðust, þegar bíll sprakk í loft upp í borginni Quetta í suðvestur Pakistan í morgun. Fjöldi múslima voru saman komnir til að fagna á lokadegi Rahmadan, föstumánaðar múslima, sem lauk í gær.

Erlent

Elsti maðurinn til að synda yfir Ermarsundið

Roger Allsopp, ellilífeyrisþegi með krabbamein, sló í gær heimsmet þegar hann var elsti maðurinn til að synda yfir Ermarsundið. Það gerði hann á 17 klukkustundum og 51 mínútu en sundkappinn er sjötíu ára og fjögurra mánaða gamall. Heimsmetabók Guinness staðfesti heimsmetið í gær.

Erlent

Sprengdu sig í loft upp í Tsjetsjeníu

Að minnsta kosti sjö eru fallnir og átján eru særðir eftir að tveir menn sprengdu sig í loft upp í Tsjetsjeníu í gærkvöldi. Fyrri sprengjan sprakk þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka mann í miðborginni og athuga skilríki hans.

Erlent

Fangar pyntaðir í Sýrlandi

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja í nýrri skýrslu að fjöldi fanga hafi verið pyntaðir til dauða í Sýrlandi á síðastliðnum fimm mánuðum. Að minnsta kosti áttatíu og átta hafi látist vegna pyntinganna, þar á meðal tíu börn.

Erlent

Banna reykingar heima á vinnutíma

Nefnd um starfsmannamál í sveitarfélaginu Landskrona í Svíþjóð vill að starfsmönnum þess sem vinni heima verði bannað að reykja á vinnutíma eins og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins. Þetta finnst íslenskum umhverfisstjóra Landskrona, Högna Hanssyni, of langt gengið.

Erlent

Deyfður eftir hungurverkfall

Fangelsisyfirvöld í Texas hafa notað miklar lyfjagjafir á Warren Jeffs, leiðtoga sértrúarsafnaðarins Kirkju Jesú Krists og hinna síðari daga heilögu, eftir að hann neitaði að borða og drekka í marga daga. Hann situr í fangelsi ævilangt fyrir að hafa misnotað ungar stúlkur.

Erlent

Dóttir Gaddafís eignaðist barn

Dóttir Gaddafís hefur eignast barn í Alsír, en þangað fór hún ásamt móður sinni og tveimur bræðrum á mánudag. Talsmaður Alsírsstjórnar segir fjölskyldunni veitt hæli vegna þess að dóttirin var barnshafandi. Uppreisnarmenn í Líbíu segja óskiljanlegt að fjölskylda hafi fengið hæli í Alsír.

Erlent

Vill norðurevru í stað evru

Lausnin á vanda evrunnar er norðurevra sem yrði nýr sameiginlegur gjaldmiðill Þýskalands, Finnlands, Austurríkis, Hollands og Belgíu. Þetta er mat eins af þungavigtarmönnunum í viðskiptalífi Þýskalands, Hans-Olafs Henkel. Í umræðugrein í Financial Times skrifar Henkel að hann sé ekki jafn jákvæður gagnvart evrunni og áður. Stjórnmálamenn hafi samþykkt aðild landa að myntbandalaginu þótt þau hafi ekki uppfyllt efnahagslegar kröfur. Sameiginleg vaxtastefna henti ekki öllum auk þess sem bandalagið sundri frekar en sameini.- ibs

Erlent

Þúsundir mótmæla í Damaskus

Þúsundir manna héldu út á götur Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, að loknum morgunbænum í gær, sem var fyrsti dagurinn í lokahátíð föstumánaðar múslima. Mótmælendur krefjast þess að Bashar Assad forseti og stjórn hans segi af sér. Öryggissveitir hafa bæði í gær og undanfarna daga gengið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum og meðal annars skotið beint á fólk með þeim afleiðingum að í gær létu að minnsta kosti sjö manns lífið.

Erlent

Lifði Hitler af, en réði ekki við Irene

Rozalia Stern-Gluck, 82 ára gyðingur, drukknaði í sumarhúsi sínu í Norður Karólínu í Bandaríkjunum síðastliðinn sunnudag þegar lækur í grendinni flæddi yfir bakka sína. Eiginmaður hennar slapp út úr húsinu áður en það fylltist af vatni, en björgunarsveitarmenn náðu líki konunnar ekki út fyrr en í gær þegar vatnsyfirborðið lækkaði.

Erlent

Snape er vinsælastur

Töfradrykkjameistarinn Prófessor Severus Snape er vinsælli en sjálfur Harry Potter. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á því hver væri uppáhalds persóna aðdáenda bókaflokksins vinsæla.

Erlent

Sonur Gaddafi vill gefast upp

Einn þriggja sona Gaddafi, Saadi Gaddafi, er reiðubúinn að gefa sig fram. Embættismaður innan stjórnar uppreisnarmanna í Líbíu sagði í dag að sonurinn hefði hringt til sín og spurt hvort hann gæti gefist upp. Þetta kemur fram á vefmiðli Al Jazeera.

Erlent

Ætla að fá sjóræningja til að veiða

Hópur Dana vonast til þess að geta hjálpað sjóræningjum í Sómalíu að segja skilið við glæpastarfið og leggja fyrir sig fiskveiðar á ný, en margir þeirra eru sjómenn sem enga atvinnu hafa og stunda því sjórán.

Erlent

Ipad-kerra gerir verslunarferðina betri

Matvörubúð í London býður nú viðskiptavinum sínum upp á verslunarkerrur með ipad standi á handfanginu. Þær eru hugsaðar fyrir sérlega upptekna heimilisfeður og forfallna íþróttaaðdáendur.

Erlent