Erlent Japanir syrgja líka 11. September 2011 markar ekki aðeins þau merku tímamót að áratugur er liðinn frá hryðjuverkunum í New York, heldur einnig að í dag eru nákvæmlega sex mánuðir liðnir síðan jarðskjálftinn skók jörðu í Japan og flóðbylgja skall á landinu með þeim afleiðingum að um 20 þúsund manns létust og eru týndir. Erlent 11.9.2011 16:07 Karlmaður myrtur og eiginkonunni rænt af vopnuðum mönnum Bresk yfirvöld hafa varað þegna sína við að fara nærri landamærum Sómalíu og Kenía eftir að breskur karlmaður var myrtur nærri landamærunum og eiginkonu hans rænt af vopnuðum mönnum. Erlent 11.9.2011 16:04 Þrælar frelsaðir í Englandi Lögreglan í Englandi bjargaði 24 þrælum úr haldi í morgun. Yfir hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem snéru að þrælahaldi í Bedfordskíri í Englandi. Erlent 11.9.2011 15:31 Obama las upp úr Biblíunni Minningarathöfn vegna hryðjuverkanna þann 11. september 2001 í New York fer nú fram. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hélt ræðu fyrr í dag, þar sem hann las meðal annars upp úr biblíunni. Erlent 11.9.2011 14:46 Tíu látnir eftir sprengjutilræði í Afganistan Tíu eru látnir eftir tvö sprengjutilræði í Afganistan í gær. Fyrri sprengjunni var komið fyrir á vegi í þorpi sem kallast Barmal. Þegar bíl var ekið á sprengjuna sprakk hún með þeim afleiðingum að tvær konur og fjórir karlar fórust. Níu til viðbótar særðust. Erlent 11.9.2011 13:03 Nepalskar mýs röskuðu millilandaflugi Músagangur varð til þess að nepalskri flugvél var tvívegis bannað að taka á loft á alþjóðaflugvelli í Hong Kong. Erlent 11.9.2011 10:04 Fjórir handteknir grunaðir um hryðjuverk í Svíþjóð Fjórir hafa verið handteknir í Svíþjóð grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk þar í landi. Samkvæmt fréttavef BBC þá var fólkið handtekið í Gautaborg í gærkvöldi. Áður hafði lögreglan meðal annars rýmt listamiðstöð í miðborg Gautaborgar þar sem meira en 400 manns voru samankomnir. Erlent 11.9.2011 09:56 Faust fékk Gullna ljónið - Sigurður Skúlason lék aukahlutverk Það var rússneski leikstjórinn Alexander Sokurov sem hlaut gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær. Verðlaunin hreppti hann fyrir kvikmynd sína um Faust. Erlent 11.9.2011 09:51 Gætu hafa bjargað diplómatískum samskiptum Egypta og Ísraela Það voru líklega Bandaríkjamenn sem vörnuðu því að milliríkjasamskipti Egyptalands og Ísraels yrðu rofin eftir að mótmælendur réðust inn í sendiráð Ísraels aðfaranótt laugardags. Erlent 11.9.2011 06:00 Bresk skólabörn koma vopnuð í skólann - sum lögð í einelti af foreldrum Níu ára gömul börn koma vopnuð hnífum í verstu skólana í Bretlandi samkvæmt viðamikilli könnun sem hefur verið gerð á menntakerfinu í landinu. Niðurstaðan er sláandi og sýnir gríðarlegt agaleysi og getuleysi skólanna til þess að takast á við agavandamál. Erlent 11.9.2011 00:00 Hefur áhyggjur af barnabarninu - hann drekkur eins og kálfur Kambódískur afi á við heldur sérkennilegt vandamál að stríða en 20 mánaða gamalt barnabarn hans er farið að haga sér eins og kálfur. Erlent 10.9.2011 23:00 Bloggaði um flugáætlun forseta Bandaríkjanna Japanskur flugumferðastjóri hefur verið yfirheyrður vegna gruns um að hann hafi bloggað um flugáætlun flugvélar forseta Bandaríkjanna þegar hann kom í opinbera heimsókn til landsins í nóvember á síðasta ári. Erlent 10.9.2011 15:58 Kallaði svæðið í kringum Fukushima-verið „bæ dauðans“ Efnahags- og viðskiptaráðherra Japans, Yoshio Hachiro, sagði af sér í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann var skipaður ráðherra. Ástæðan er sú að hann kallaði svæðið í kringum Fukushima kjarnorkuverið „bæ dauðans". Erlent 10.9.2011 15:52 Kvíðalyf hugsanlega dánarorsökin Faðir söngkonunnar Amy Winehouse sagði í gær að kvíðalyf hefðu greinst í blóði hennar þegar hún lést en krufning hefur leitt í ljós að söngkonan, sem lést skyndilega aðeins 27 ára í sumar, hafi ekki látist úr ofneyslu fíkniefna, eins og margir bjuggust við. Erlent 10.9.2011 15:43 Á annað hundrað látnir eftir ferjuslys Á annað hundrað eru látnir og fjölmargra er enn saknað eftir að ferja sökk utan við strendur tansanísku eyjunnar Zanzibar í gærkvöldi. Erlent 10.9.2011 12:57 Mikill öryggisviðbúnaður í New York Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er í New York vegna þess að á morgun eru tíu ár liðin frá hryðjuverkunum þann 11. september árið 2001. Erlent 10.9.2011 10:15 Ráðist á ísraelskt sendiráð í Egyptalandi Hópur mótmælenda réðist að sendiráði Ísrael í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í gærkvöldi og hefur sendiherrann, fjölskylda hans og aðrir starfsmenn sendiráðsins flúið land. Erlent 10.9.2011 10:05 „Vampíra“ handtekin fyrir líkamsárás Kona í Flórída var handtekin á föstudaginn eftir að hún réðst á eldri borgara og beit hann í andlitið. Sjálfur lýsti fórnarlambið, sem er 69 ára gamall karlmaður, því þannig fyrir lögreglu að hann hefði sofnað í hjólastjól undir skyggni á veitingastað til þess að skýla sér fyrir úrhellisrigningu. Erlent 10.9.2011 10:00 Náttúran fær sömu réttindi og mannfólkið Yfirvöld í Bólivíu hafa lagt fram lagafrumvarp sem mun veita náttúrunni sömu réttindi og manneskju. Lögin bera heitið „Lögmál Móður jarðar“ og er þetta í fyrsta sinn sem svo róttækar breytingar eru lagðar fram í heiminum er varða náttúruvernd. Þetta kemur fram á vef Guardian. Erlent 10.9.2011 05:00 Átök hafa harðnað á ný í Líbíu Stuðningsmenn Múammars Gaddafí skutu í gær flugskeytum frá borginni Bani Walid að hersveitum uppreisnarmanna, sem hafa dögum saman hótað því að ráðast á borgina. Uppreisnarherinn, sem hefur að mestu náð völdum í landinu, hafði gefið stuðningsmönnum fyrri stjórnar frest til dagsins í dag til að gefast upp. Erlent 10.9.2011 04:00 Tígur í ástarflækju drepinn Kvenkyns tígrisdýr drap vin sinn í dýragarði í Texas í gær. Afbrýðissemi, sem svokallaður ástarþríhyrningur leiddi af sér, er kennt um að sögn Reuters. Það var þriggja ára malasíutígur sem heitir Seri sem drap sex ára gamlan tígur, sem kallaður var Wzui, um klukkan fjögurleytið í gær að staðartíma í El Paso dýragarðinum. Erlent 9.9.2011 22:57 Snarpur skjálfti í Kanada Jarðskjálfti upp á 6,4 á Richter skók Vancouver eyjur í Kanada um tuttugu mínútur í átta í kvöld að íslenskum tími. Upptök skjálftans eru um 290 kílómetrum frá borginni Vancouver, segir á fréttavef BBC. Skjálftinn varð á 23 kílómetra dýpi. Erlent 9.9.2011 21:29 Biður Bandaríkjamenn um að vera vakandi "Við biðjum milljónir New York búa og Bandaríkjamanna um að hafa augun og eyrun hjá sér,“ segir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún segir að það séu al-Qaeda samtökin sem séu að baki hryðjuverkaógnum sem steðja að Bandaríkjunum nú þegar 10 ár eru liðin frá árásunum þann 11. september 2001. Erlent 9.9.2011 19:50 Faðir tólf ára stúlku stefnir Facebook Faðir frá Norður-Írlandi hefur höfðað mál gegn samskiptasíðunni Facebook. Ástæðan: Tólf ára dóttir hans neitar að hætta að birta myndir af sér í kynferðislegum stellingum. Erlent 9.9.2011 17:00 Hafa áhyggjur af gervihnetti sem er á leið til jarðar NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna segist hafa áhyggjur af stórum gervihnetti sem innan skamms mun falla til jarðar. Stofnunin segir þó litlar líkur á því að fólk verði fyrir braki úr hnettinum. Gervihnötturinn er tuttugu ára gamall og var honum ætlað að kanna efri hluta andrúmsloftsins sem umlykur jörðina. Erlent 9.9.2011 15:18 Vinnuslys við Búðarhálsvirkjun Vinnuslys varð í Búðarhálsvirkjun í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli skart starfsmaður þar við vinnu sína. Lögregla of sjúkralið fór á staðinn en maðurinn reyndist ekki alvarlega slasaður. Erlent 9.9.2011 15:08 Svigrúm til aðgerða þrengra en þegar skuldavandinn kom upp Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir þörf á kraftmikillri samvinnu til að bæta stöðu skuldsettra þjóða. Hópur sjö helstu iðnríkja heims mun hittast í Frakklandi um helgina til að vinna að samstilltu átaki. Erlent 9.9.2011 13:04 Alþjóðleg handtökuskipun gefin út á hendur Gaddafi Alþjóðalögreglan, Interpol, hefur gefið út handtökuheimild fyrir Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, Saif al-Islam, son hans, og aðaleinkaspæjara hans. Á vef BBC segir að Alþjóðaglæpadómstóllinn hafi nú þegar fengið handtökuskipunina. Ekki er vitað hvar mennirnir eru. Erlent 9.9.2011 10:43 Óttast aðra hryðjuverkaárás um helgina Bandarísk yfirvöld óttast hryðjuverkaárás á landið 11. september næstkomandi en þá verða tíu ár liðin frá árásunum á tvíburaturnana í New York. Erlent 9.9.2011 10:00 Rafmagnslaust í Bandaríkjunum Yfir tvær milljónir manna eru nú án rafmagns í ríkjunum Kaliforníu og Arizona í Bandaríkjunum og hluta af Mexíkó, eftir að rafmagn sló fyrirvaralaust út í morgun. Í Kaliforníu slökknaði á tveimur kjarnaofnum og miklar tafir eru á umferð víða. Erlent 9.9.2011 09:30 « ‹ ›
Japanir syrgja líka 11. September 2011 markar ekki aðeins þau merku tímamót að áratugur er liðinn frá hryðjuverkunum í New York, heldur einnig að í dag eru nákvæmlega sex mánuðir liðnir síðan jarðskjálftinn skók jörðu í Japan og flóðbylgja skall á landinu með þeim afleiðingum að um 20 þúsund manns létust og eru týndir. Erlent 11.9.2011 16:07
Karlmaður myrtur og eiginkonunni rænt af vopnuðum mönnum Bresk yfirvöld hafa varað þegna sína við að fara nærri landamærum Sómalíu og Kenía eftir að breskur karlmaður var myrtur nærri landamærunum og eiginkonu hans rænt af vopnuðum mönnum. Erlent 11.9.2011 16:04
Þrælar frelsaðir í Englandi Lögreglan í Englandi bjargaði 24 þrælum úr haldi í morgun. Yfir hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem snéru að þrælahaldi í Bedfordskíri í Englandi. Erlent 11.9.2011 15:31
Obama las upp úr Biblíunni Minningarathöfn vegna hryðjuverkanna þann 11. september 2001 í New York fer nú fram. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hélt ræðu fyrr í dag, þar sem hann las meðal annars upp úr biblíunni. Erlent 11.9.2011 14:46
Tíu látnir eftir sprengjutilræði í Afganistan Tíu eru látnir eftir tvö sprengjutilræði í Afganistan í gær. Fyrri sprengjunni var komið fyrir á vegi í þorpi sem kallast Barmal. Þegar bíl var ekið á sprengjuna sprakk hún með þeim afleiðingum að tvær konur og fjórir karlar fórust. Níu til viðbótar særðust. Erlent 11.9.2011 13:03
Nepalskar mýs röskuðu millilandaflugi Músagangur varð til þess að nepalskri flugvél var tvívegis bannað að taka á loft á alþjóðaflugvelli í Hong Kong. Erlent 11.9.2011 10:04
Fjórir handteknir grunaðir um hryðjuverk í Svíþjóð Fjórir hafa verið handteknir í Svíþjóð grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk þar í landi. Samkvæmt fréttavef BBC þá var fólkið handtekið í Gautaborg í gærkvöldi. Áður hafði lögreglan meðal annars rýmt listamiðstöð í miðborg Gautaborgar þar sem meira en 400 manns voru samankomnir. Erlent 11.9.2011 09:56
Faust fékk Gullna ljónið - Sigurður Skúlason lék aukahlutverk Það var rússneski leikstjórinn Alexander Sokurov sem hlaut gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær. Verðlaunin hreppti hann fyrir kvikmynd sína um Faust. Erlent 11.9.2011 09:51
Gætu hafa bjargað diplómatískum samskiptum Egypta og Ísraela Það voru líklega Bandaríkjamenn sem vörnuðu því að milliríkjasamskipti Egyptalands og Ísraels yrðu rofin eftir að mótmælendur réðust inn í sendiráð Ísraels aðfaranótt laugardags. Erlent 11.9.2011 06:00
Bresk skólabörn koma vopnuð í skólann - sum lögð í einelti af foreldrum Níu ára gömul börn koma vopnuð hnífum í verstu skólana í Bretlandi samkvæmt viðamikilli könnun sem hefur verið gerð á menntakerfinu í landinu. Niðurstaðan er sláandi og sýnir gríðarlegt agaleysi og getuleysi skólanna til þess að takast á við agavandamál. Erlent 11.9.2011 00:00
Hefur áhyggjur af barnabarninu - hann drekkur eins og kálfur Kambódískur afi á við heldur sérkennilegt vandamál að stríða en 20 mánaða gamalt barnabarn hans er farið að haga sér eins og kálfur. Erlent 10.9.2011 23:00
Bloggaði um flugáætlun forseta Bandaríkjanna Japanskur flugumferðastjóri hefur verið yfirheyrður vegna gruns um að hann hafi bloggað um flugáætlun flugvélar forseta Bandaríkjanna þegar hann kom í opinbera heimsókn til landsins í nóvember á síðasta ári. Erlent 10.9.2011 15:58
Kallaði svæðið í kringum Fukushima-verið „bæ dauðans“ Efnahags- og viðskiptaráðherra Japans, Yoshio Hachiro, sagði af sér í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann var skipaður ráðherra. Ástæðan er sú að hann kallaði svæðið í kringum Fukushima kjarnorkuverið „bæ dauðans". Erlent 10.9.2011 15:52
Kvíðalyf hugsanlega dánarorsökin Faðir söngkonunnar Amy Winehouse sagði í gær að kvíðalyf hefðu greinst í blóði hennar þegar hún lést en krufning hefur leitt í ljós að söngkonan, sem lést skyndilega aðeins 27 ára í sumar, hafi ekki látist úr ofneyslu fíkniefna, eins og margir bjuggust við. Erlent 10.9.2011 15:43
Á annað hundrað látnir eftir ferjuslys Á annað hundrað eru látnir og fjölmargra er enn saknað eftir að ferja sökk utan við strendur tansanísku eyjunnar Zanzibar í gærkvöldi. Erlent 10.9.2011 12:57
Mikill öryggisviðbúnaður í New York Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er í New York vegna þess að á morgun eru tíu ár liðin frá hryðjuverkunum þann 11. september árið 2001. Erlent 10.9.2011 10:15
Ráðist á ísraelskt sendiráð í Egyptalandi Hópur mótmælenda réðist að sendiráði Ísrael í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í gærkvöldi og hefur sendiherrann, fjölskylda hans og aðrir starfsmenn sendiráðsins flúið land. Erlent 10.9.2011 10:05
„Vampíra“ handtekin fyrir líkamsárás Kona í Flórída var handtekin á föstudaginn eftir að hún réðst á eldri borgara og beit hann í andlitið. Sjálfur lýsti fórnarlambið, sem er 69 ára gamall karlmaður, því þannig fyrir lögreglu að hann hefði sofnað í hjólastjól undir skyggni á veitingastað til þess að skýla sér fyrir úrhellisrigningu. Erlent 10.9.2011 10:00
Náttúran fær sömu réttindi og mannfólkið Yfirvöld í Bólivíu hafa lagt fram lagafrumvarp sem mun veita náttúrunni sömu réttindi og manneskju. Lögin bera heitið „Lögmál Móður jarðar“ og er þetta í fyrsta sinn sem svo róttækar breytingar eru lagðar fram í heiminum er varða náttúruvernd. Þetta kemur fram á vef Guardian. Erlent 10.9.2011 05:00
Átök hafa harðnað á ný í Líbíu Stuðningsmenn Múammars Gaddafí skutu í gær flugskeytum frá borginni Bani Walid að hersveitum uppreisnarmanna, sem hafa dögum saman hótað því að ráðast á borgina. Uppreisnarherinn, sem hefur að mestu náð völdum í landinu, hafði gefið stuðningsmönnum fyrri stjórnar frest til dagsins í dag til að gefast upp. Erlent 10.9.2011 04:00
Tígur í ástarflækju drepinn Kvenkyns tígrisdýr drap vin sinn í dýragarði í Texas í gær. Afbrýðissemi, sem svokallaður ástarþríhyrningur leiddi af sér, er kennt um að sögn Reuters. Það var þriggja ára malasíutígur sem heitir Seri sem drap sex ára gamlan tígur, sem kallaður var Wzui, um klukkan fjögurleytið í gær að staðartíma í El Paso dýragarðinum. Erlent 9.9.2011 22:57
Snarpur skjálfti í Kanada Jarðskjálfti upp á 6,4 á Richter skók Vancouver eyjur í Kanada um tuttugu mínútur í átta í kvöld að íslenskum tími. Upptök skjálftans eru um 290 kílómetrum frá borginni Vancouver, segir á fréttavef BBC. Skjálftinn varð á 23 kílómetra dýpi. Erlent 9.9.2011 21:29
Biður Bandaríkjamenn um að vera vakandi "Við biðjum milljónir New York búa og Bandaríkjamanna um að hafa augun og eyrun hjá sér,“ segir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún segir að það séu al-Qaeda samtökin sem séu að baki hryðjuverkaógnum sem steðja að Bandaríkjunum nú þegar 10 ár eru liðin frá árásunum þann 11. september 2001. Erlent 9.9.2011 19:50
Faðir tólf ára stúlku stefnir Facebook Faðir frá Norður-Írlandi hefur höfðað mál gegn samskiptasíðunni Facebook. Ástæðan: Tólf ára dóttir hans neitar að hætta að birta myndir af sér í kynferðislegum stellingum. Erlent 9.9.2011 17:00
Hafa áhyggjur af gervihnetti sem er á leið til jarðar NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna segist hafa áhyggjur af stórum gervihnetti sem innan skamms mun falla til jarðar. Stofnunin segir þó litlar líkur á því að fólk verði fyrir braki úr hnettinum. Gervihnötturinn er tuttugu ára gamall og var honum ætlað að kanna efri hluta andrúmsloftsins sem umlykur jörðina. Erlent 9.9.2011 15:18
Vinnuslys við Búðarhálsvirkjun Vinnuslys varð í Búðarhálsvirkjun í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli skart starfsmaður þar við vinnu sína. Lögregla of sjúkralið fór á staðinn en maðurinn reyndist ekki alvarlega slasaður. Erlent 9.9.2011 15:08
Svigrúm til aðgerða þrengra en þegar skuldavandinn kom upp Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir þörf á kraftmikillri samvinnu til að bæta stöðu skuldsettra þjóða. Hópur sjö helstu iðnríkja heims mun hittast í Frakklandi um helgina til að vinna að samstilltu átaki. Erlent 9.9.2011 13:04
Alþjóðleg handtökuskipun gefin út á hendur Gaddafi Alþjóðalögreglan, Interpol, hefur gefið út handtökuheimild fyrir Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, Saif al-Islam, son hans, og aðaleinkaspæjara hans. Á vef BBC segir að Alþjóðaglæpadómstóllinn hafi nú þegar fengið handtökuskipunina. Ekki er vitað hvar mennirnir eru. Erlent 9.9.2011 10:43
Óttast aðra hryðjuverkaárás um helgina Bandarísk yfirvöld óttast hryðjuverkaárás á landið 11. september næstkomandi en þá verða tíu ár liðin frá árásunum á tvíburaturnana í New York. Erlent 9.9.2011 10:00
Rafmagnslaust í Bandaríkjunum Yfir tvær milljónir manna eru nú án rafmagns í ríkjunum Kaliforníu og Arizona í Bandaríkjunum og hluta af Mexíkó, eftir að rafmagn sló fyrirvaralaust út í morgun. Í Kaliforníu slökknaði á tveimur kjarnaofnum og miklar tafir eru á umferð víða. Erlent 9.9.2011 09:30