Fótbolti

Diego Forlan með tvö mörk í 3-0 sigri Úrúgvæ á heimamönnum

Úrúgvæ vann 3-0 sigur á heimamönnum í Suður-Afríku í fyrsta leiknum í annarri umferð riðlakeppninnar á HM í Suður-Afríku í kvöld en tapið þýðir að gestgjafarnir eru komnir í mjög slæm mál í riðlinum. Diego Forlan skoraði tvö mörk fyrir Úrúgvæ í leiknum, eitt í hvorum hálfleik.

Fótbolti

Peter Crouch elskar Vuvuzela-(ó)hljóðin

Peter Crouch er örugglega á annarri skoðun en flestir þegar kemur að Vuvuzela-lúðrunum því hinn stóri og stæðilegi framherji enska landsliðsins er mjög hrifinn af stemmingunni sem skapast á vellinum með lúðrunum.

Fótbolti

Diego Maradona: Pele á heima á safni

Diego Maradona, þjálfari Argentínu svaraði Pele fullum hálsi á blaðamannafundi í dag. Pele hafði látið það frá sér á dögunum að eina ástæðan fyrir því að Maradona hafi tekið að sér að þjálfa argentínska landsliðið væri að hann hefði vantað peninginn.

Fótbolti

Ásgrímur Helgi: Þetta er bara slys

„Nákvæmlega ekki neitt hægt að segja eftir svona leik. Við vorum hreinlega bara ekki með hér í kvöld," sagði Ásgrímur Helgi Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir að hans lið steinlá 10-0 fyrir Val í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna.

Íslenski boltinn

Brasilíumenn í vandræðum með Norður-Kóreu en unnu 2-1

Brasilíumenn unnu 2-1 sigur á Norður-Kóreu í fyrsta leik sínum á HM í Suður-Afríku. Norður-Kóreumenn komu mörgum á óvart með góðri frammistöðu og það er ljóst á leiknum í kvöld að Norður-Kórea er sýnd veiði en ekki gefin í dauðariðlinum.

Fótbolti