Fótbolti Lampard: Mourinho er kominn aftur heim Frank Lampard, leikmaður Chelsea var himinlifandi eftir opnunarleik liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Lampard sem skoraði eitt mark í sigri Chelsea ræddi sérstaklega endurkomu Jose Mourinho, knattspyrnustjóra félagsins og sagði hann vera kominn heim aftur. Enski boltinn 18.8.2013 22:45 Osvaldo til Southampton Enska úrvalsdeildarliðið Southampton staðfesti í kvöld kaup sín á ítalska framherjanum, Pablo Osvaldo en hann var keyptur frá Roma á Ítalíu. Verðmiðinn á Osvaldo er talinn vera í kringum þrettán milljónir punda. Enski boltinn 18.8.2013 22:00 Pepsi-mörkin koma öll inn á Vísi Vegna tæknilegra erfiðleika var ekki hægt að sýna Pepsi-mörkin í beinni útsendingu inn á Vísi í kvöld. Við biðjumst afsökunar á þessu en þátturinn kemur allur í staðinn inn á Vísi og verður þá aðgengilegur hér á vefnum. Íslenski boltinn 18.8.2013 21:45 Harpa með fernu og Stjörnukonur með tólf stiga forskot - myndir Stjarnan er komið með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna eftir 5-0 stórsigur á HK/Víkingi á Víkingsvellinum í kvöld. Jafntefli Vals og Þór/KA fyrr í kvöld og þessi góði útisigur sér til þess að Garðabæjarliðið er komið með tólf stiga forskot á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 18.8.2013 21:23 Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út. Íslenski boltinn 18.8.2013 20:40 Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar. Íslenski boltinn 18.8.2013 20:12 Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. Íslenski boltinn 18.8.2013 20:07 Pepsi-mörkin verða á dagskránni í kvöld - Ólafur Kristjánsson mætir Stöð 2 Sport hefur ákveðið að sýna Pepsi-mörkin í kvöld en það hafði áður verið hætt við að sýna þau eftir að það varð að flauta af leik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en honum varð hætt eftir að Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson varð fyrir slæmum höfðumeiðslum. Íslenski boltinn 18.8.2013 19:55 Sara Björk skoraði í stórsigri LdB Malmö Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka LdB Malmö í 5-0 stórsigri liðsins á útivelli á móti Kopparbergs/Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. LdB Malmö er á miklu skriði eftir EM-fríið og hefur unnið alla þrjá leiki sína með markatölunni 12-2. Fótbolti 18.8.2013 18:38 Leikur Breiðabliks og KR flautaður af Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. Íslenski boltinn 18.8.2013 18:30 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 2-0 | Tvö Keflavíkurmörk í lokin Keflavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Val í 16. umferð Pepsi-deildar karla í Keflavík í kvöld en með sigrinum komust Keflvíkingar upp úr fallsæti. Íslenski boltinn 18.8.2013 18:30 Isco tryggði Real Madrid þrjú stig í fyrsta leik Real Madrid vann 2-1 endurkomusigur á Real Betis á Estadio Santiago Bernabéu í kvöld í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Það var ungstirnið Isco sem skoraði sigurmarkið en Real Madrid keypti þennan 21 árs gamla strák frá Málaga í sumar. Isco lagði einnig upp fyrra mark Real Madrid. Fótbolti 18.8.2013 18:30 Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir í Pepsi-deildinni á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis en fjórir leikir í 16. umferðinni fara fram í dag. Íslenski boltinn 18.8.2013 17:00 Barcelona skoraði sex mörk í fyrsta hálfleik tímabilsins Barcelona byrjar vel í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann 7-0 stórsigur á Levante í dag. Lionel Messi og Pedro skoruðu báðir tvö mörk og Cesc Fàbregas fékk tækifæri í byrjunarliðinu og lagði upp þrjú mörk. Fótbolti 18.8.2013 16:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 ÍBV og Víkingur Ó. gerði 1-1 jafntefli í slökum leik á Hásteinsvelli í dag. Eyjamenn náðu þarna í sitt fyrsta stig síðan 14. júlí en ÍBV-liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð. Íslenski boltinn 18.8.2013 16:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - FH 2-6 Björn Daníel Sverrisson átti ótrúlegan leik en hann skoraði fjögur mörk í góðum 6-2 sigri Íslandsmeistara FH á Skagamönnum upp á Skipaskaga í sextándu umferð Pepsi-deildarinnar nú í kvöld. Íslenski boltinn 18.8.2013 16:15 Þór/KA stoppaði sigurgöngu Vals og hjálpaði Stjörnunni - myndir Norðanstúlkur úr Þór/KA gáfu liði Stjörnunnar tækifæri á því að komast enn nærri Íslandsmeistaratitli kvenna í fótbolta í kvöld þegar norðanliðið stöðvaði sigurgöngu Vals í markalausu jafntefli á Vodafone-vellinum í kvöld. Stjarnan getur því náð tólf stiga forskoti með sigri á HK/Víkingi seinna í kvöld. Íslenski boltinn 18.8.2013 15:45 Guðmundur og Matthías léku í tapleik Start Guðmundur Kristjánsson var allan tímann í byrjunarliði Start þegar liðið tapaði 1-2 fyrir Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 18.8.2013 15:43 Chelsea vann öruggan sigur í fyrsta leiknum hans Mourinho Chelsea byrjar vel undir stjórn Jose Mourinho en liðið vann 2-0 sigur á Hull í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Chelsea átti að skora miklu fleiri mörk en þau tvö sem liðið náði að skora. Enski boltinn 18.8.2013 14:30 Alfreð skoraði í tapleik Heerenveen Alfreð Finnbogason skoraði fyrra mark Heereveen þegar liðið tapaði 2-4 gegn Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 18.8.2013 14:18 Ari Freyr lék allan leikinn þegar OB gerði jafntefli Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn í 1-1 jafntefli OB á Vestsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 18.8.2013 13:51 Útsendingar frá spænska boltanum falla niður í dag á Stöð2 Sport Ekki verður mögulegt að sýna leiki Barcelona og Levante og hinsvegar Real Madrid og Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í dag á Stöð2Sport. Fótbolti 18.8.2013 13:27 Lampard bjartsýnn á að Rooney komi til Chelsea Frank Lampard, leikmaður Chelsea segist bjartsýnn á að félaginu muni takast að landa Wayne Rooney, leikmanni Manchester United í félagsskiptaglugganum. Enski boltinn 18.8.2013 13:00 Kolbeinn afgreiddi Feyenoord Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk Ajax í 2-1 sigri á Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Amsterdam ArenA í dag en þetta voru fyrstu deildarmörk kappans á tímabilinu. 52.581 sáu Íslendinginn tryggja hollensku meisturunum þrjú stig. Fótbolti 18.8.2013 12:26 Gylfi lék allan leikinn í sigri Tottenham Íslenski landsliðsmaðurinn, Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik fyrir Tottenham þegar liðið vann 1-0 útisigur á nýliðum Crystal Palace í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi lék allan leikinn. Enski boltinn 18.8.2013 12:00 Hörður skoraði í vítaspyrnukeppni í sigri Spezia Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður 21-árs landsliðs Íslendinga spilaði sinn fyrsta leik þegar ítalska B-deildar liðið Spezia fór áfram í bikarnum eftir sigur á efstu deildar liði Genoa en leikurinn réðst í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 18.8.2013 11:30 Moyes: Welbeck á eftir að gera góða hluti í vetur Danny Welbeck, leikmaður Manchester United fór á kostum í enska boltanum um helgina en hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri liðsins á Swansea. Enski boltinn 18.8.2013 11:00 Hannes skoraði í sínum fyrsta leik í austurrísku deildinni Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður og skoraði fjórða og síðasta mark Grödig í 4-3 heimasigri á Wolfsberger AC í austurrísku deildinni. Fótbolti 18.8.2013 10:40 Gunnar Heiðar klikkaði á víti en lagði svo upp sigurmarkið Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar hans í Konyaspor unnu magnaðan endurkomu sigur í fyrstu umferð tyrknesku úrvalsdeildarinnar. Konyaspor var 0-2 undir á móti Fenerbahce þegar aðeins fimmtán mínútur voru til leiksloka en vann 3-2. Fótbolti 18.8.2013 10:32 Mourinho: Ekki mikið varið í síðustu tvö meistaraliðin á Englandi Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði lítið úr tveimur síðustu meistaraliðum í ensku úrvalsdeildinni á blaðamannafundi sínum fyrir fyrsta leik Chelsea í ensku deildinni á þessu tímabili. Chelsea mætir Hull City í fyrsta leik í dag. Enski boltinn 18.8.2013 10:00 « ‹ ›
Lampard: Mourinho er kominn aftur heim Frank Lampard, leikmaður Chelsea var himinlifandi eftir opnunarleik liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Lampard sem skoraði eitt mark í sigri Chelsea ræddi sérstaklega endurkomu Jose Mourinho, knattspyrnustjóra félagsins og sagði hann vera kominn heim aftur. Enski boltinn 18.8.2013 22:45
Osvaldo til Southampton Enska úrvalsdeildarliðið Southampton staðfesti í kvöld kaup sín á ítalska framherjanum, Pablo Osvaldo en hann var keyptur frá Roma á Ítalíu. Verðmiðinn á Osvaldo er talinn vera í kringum þrettán milljónir punda. Enski boltinn 18.8.2013 22:00
Pepsi-mörkin koma öll inn á Vísi Vegna tæknilegra erfiðleika var ekki hægt að sýna Pepsi-mörkin í beinni útsendingu inn á Vísi í kvöld. Við biðjumst afsökunar á þessu en þátturinn kemur allur í staðinn inn á Vísi og verður þá aðgengilegur hér á vefnum. Íslenski boltinn 18.8.2013 21:45
Harpa með fernu og Stjörnukonur með tólf stiga forskot - myndir Stjarnan er komið með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna eftir 5-0 stórsigur á HK/Víkingi á Víkingsvellinum í kvöld. Jafntefli Vals og Þór/KA fyrr í kvöld og þessi góði útisigur sér til þess að Garðabæjarliðið er komið með tólf stiga forskot á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 18.8.2013 21:23
Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út. Íslenski boltinn 18.8.2013 20:40
Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar. Íslenski boltinn 18.8.2013 20:12
Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. Íslenski boltinn 18.8.2013 20:07
Pepsi-mörkin verða á dagskránni í kvöld - Ólafur Kristjánsson mætir Stöð 2 Sport hefur ákveðið að sýna Pepsi-mörkin í kvöld en það hafði áður verið hætt við að sýna þau eftir að það varð að flauta af leik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en honum varð hætt eftir að Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson varð fyrir slæmum höfðumeiðslum. Íslenski boltinn 18.8.2013 19:55
Sara Björk skoraði í stórsigri LdB Malmö Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka LdB Malmö í 5-0 stórsigri liðsins á útivelli á móti Kopparbergs/Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. LdB Malmö er á miklu skriði eftir EM-fríið og hefur unnið alla þrjá leiki sína með markatölunni 12-2. Fótbolti 18.8.2013 18:38
Leikur Breiðabliks og KR flautaður af Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. Íslenski boltinn 18.8.2013 18:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 2-0 | Tvö Keflavíkurmörk í lokin Keflavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Val í 16. umferð Pepsi-deildar karla í Keflavík í kvöld en með sigrinum komust Keflvíkingar upp úr fallsæti. Íslenski boltinn 18.8.2013 18:30
Isco tryggði Real Madrid þrjú stig í fyrsta leik Real Madrid vann 2-1 endurkomusigur á Real Betis á Estadio Santiago Bernabéu í kvöld í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Það var ungstirnið Isco sem skoraði sigurmarkið en Real Madrid keypti þennan 21 árs gamla strák frá Málaga í sumar. Isco lagði einnig upp fyrra mark Real Madrid. Fótbolti 18.8.2013 18:30
Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir í Pepsi-deildinni á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis en fjórir leikir í 16. umferðinni fara fram í dag. Íslenski boltinn 18.8.2013 17:00
Barcelona skoraði sex mörk í fyrsta hálfleik tímabilsins Barcelona byrjar vel í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann 7-0 stórsigur á Levante í dag. Lionel Messi og Pedro skoruðu báðir tvö mörk og Cesc Fàbregas fékk tækifæri í byrjunarliðinu og lagði upp þrjú mörk. Fótbolti 18.8.2013 16:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur Ó. 1-1 ÍBV og Víkingur Ó. gerði 1-1 jafntefli í slökum leik á Hásteinsvelli í dag. Eyjamenn náðu þarna í sitt fyrsta stig síðan 14. júlí en ÍBV-liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð. Íslenski boltinn 18.8.2013 16:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - FH 2-6 Björn Daníel Sverrisson átti ótrúlegan leik en hann skoraði fjögur mörk í góðum 6-2 sigri Íslandsmeistara FH á Skagamönnum upp á Skipaskaga í sextándu umferð Pepsi-deildarinnar nú í kvöld. Íslenski boltinn 18.8.2013 16:15
Þór/KA stoppaði sigurgöngu Vals og hjálpaði Stjörnunni - myndir Norðanstúlkur úr Þór/KA gáfu liði Stjörnunnar tækifæri á því að komast enn nærri Íslandsmeistaratitli kvenna í fótbolta í kvöld þegar norðanliðið stöðvaði sigurgöngu Vals í markalausu jafntefli á Vodafone-vellinum í kvöld. Stjarnan getur því náð tólf stiga forskoti með sigri á HK/Víkingi seinna í kvöld. Íslenski boltinn 18.8.2013 15:45
Guðmundur og Matthías léku í tapleik Start Guðmundur Kristjánsson var allan tímann í byrjunarliði Start þegar liðið tapaði 1-2 fyrir Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 18.8.2013 15:43
Chelsea vann öruggan sigur í fyrsta leiknum hans Mourinho Chelsea byrjar vel undir stjórn Jose Mourinho en liðið vann 2-0 sigur á Hull í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Chelsea átti að skora miklu fleiri mörk en þau tvö sem liðið náði að skora. Enski boltinn 18.8.2013 14:30
Alfreð skoraði í tapleik Heerenveen Alfreð Finnbogason skoraði fyrra mark Heereveen þegar liðið tapaði 2-4 gegn Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 18.8.2013 14:18
Ari Freyr lék allan leikinn þegar OB gerði jafntefli Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn í 1-1 jafntefli OB á Vestsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 18.8.2013 13:51
Útsendingar frá spænska boltanum falla niður í dag á Stöð2 Sport Ekki verður mögulegt að sýna leiki Barcelona og Levante og hinsvegar Real Madrid og Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í dag á Stöð2Sport. Fótbolti 18.8.2013 13:27
Lampard bjartsýnn á að Rooney komi til Chelsea Frank Lampard, leikmaður Chelsea segist bjartsýnn á að félaginu muni takast að landa Wayne Rooney, leikmanni Manchester United í félagsskiptaglugganum. Enski boltinn 18.8.2013 13:00
Kolbeinn afgreiddi Feyenoord Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk Ajax í 2-1 sigri á Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Amsterdam ArenA í dag en þetta voru fyrstu deildarmörk kappans á tímabilinu. 52.581 sáu Íslendinginn tryggja hollensku meisturunum þrjú stig. Fótbolti 18.8.2013 12:26
Gylfi lék allan leikinn í sigri Tottenham Íslenski landsliðsmaðurinn, Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik fyrir Tottenham þegar liðið vann 1-0 útisigur á nýliðum Crystal Palace í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi lék allan leikinn. Enski boltinn 18.8.2013 12:00
Hörður skoraði í vítaspyrnukeppni í sigri Spezia Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður 21-árs landsliðs Íslendinga spilaði sinn fyrsta leik þegar ítalska B-deildar liðið Spezia fór áfram í bikarnum eftir sigur á efstu deildar liði Genoa en leikurinn réðst í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 18.8.2013 11:30
Moyes: Welbeck á eftir að gera góða hluti í vetur Danny Welbeck, leikmaður Manchester United fór á kostum í enska boltanum um helgina en hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri liðsins á Swansea. Enski boltinn 18.8.2013 11:00
Hannes skoraði í sínum fyrsta leik í austurrísku deildinni Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður og skoraði fjórða og síðasta mark Grödig í 4-3 heimasigri á Wolfsberger AC í austurrísku deildinni. Fótbolti 18.8.2013 10:40
Gunnar Heiðar klikkaði á víti en lagði svo upp sigurmarkið Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar hans í Konyaspor unnu magnaðan endurkomu sigur í fyrstu umferð tyrknesku úrvalsdeildarinnar. Konyaspor var 0-2 undir á móti Fenerbahce þegar aðeins fimmtán mínútur voru til leiksloka en vann 3-2. Fótbolti 18.8.2013 10:32
Mourinho: Ekki mikið varið í síðustu tvö meistaraliðin á Englandi Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði lítið úr tveimur síðustu meistaraliðum í ensku úrvalsdeildinni á blaðamannafundi sínum fyrir fyrsta leik Chelsea í ensku deildinni á þessu tímabili. Chelsea mætir Hull City í fyrsta leik í dag. Enski boltinn 18.8.2013 10:00