Fótbolti

Aron og Jóhann Berg komust áfram

AZ Alkmaar er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu þrátt fyrir 2-0 tap gegn Atromitos í morgun. Leikurinn var flautaður af á 59. mínútu í gærkvöldi þar sem eldur kom upp á leikvanginum.

Fótbolti

Heppnin ekki með FH í lottóinu

Stuðningsmenn kýpverska liðsins APOEL fögnuðu í morgun þegar félagið datt í lukkupottinn og hreppti lausa sætið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í vetur.

Fótbolti

Mourinho reiddist á blaðamannafundi

Jose Mourinho og Pep Guardiola háðu hatramt einvígi þegar þeir þjálfuðu Real Madrid og Barcelona á sínum tíma en Mourinho reyndi þá öll brögðin í bókinni til að fella Barcelona af pallinum. Félagarnir mætast aftur á morgun þegar lið þeirra, Bayern München og Chelsea, spila um Ofurbikar Evrópu en það er árlegur leikur milli Evrópumeistaranna frá síðasta tímabili.

Fótbolti

Víkingar úr leik í Futsal Cup

Víkingur Ólafsvík er úr leik í Futsal Cup eftir 2-6 tap í kvöld í úrslitaleik riðilsins á móti gríska liðinu Athina '90. Guðmundur Magnússon og Juan Manuel Torres skoruðu mörk Víkinga í leiknum.

Íslenski boltinn

Haukar töpuðu líka stigum

Haukamenn fylgdu í fótspor Grindavíkur og Fjölnis þegar þeir töpuðu stigum á heimavelli á móti Leikni í kvöld en liðin mættustu þá á Ásvöllum í 19. umferð 1. deildar karla í fótbolta. Þrjú efstu lið deildarinnar fengu því aðeins eitt stig út úr leikjum sínum í kvöld.

Íslenski boltinn

Selfyssingar skelltu toppliði Grindavíkur

Tvö af efstu liðum 1. deildar karla, Grindavík og Fjölnir, töpuðu leikjum sínum í kvöld og um leið kom enn meiri spenna í gríðarlega jafna baráttu um laus sæti í Pepsi-deild karla næsta sumar. Grindavík steinlá á Selfossi en Fjölnir tapaði óvænt 1-3 á heimavelli á móti Þrótti.

Íslenski boltinn

FH komst yfir í Belgíu en tapaði 2-5

FH-ingar eru úr leik í Evrópudeild UEFA eftir 2-5 tap í seinni leiknum á móti belgíska félaginu Genk í kvöld. FH tapaði því einvíginu samanlagt 2-7. FH-ingar eiga reyndar smá von um að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en þeir taka þátt í happadrætti á morgun.

Fótbolti

Ribéry var besti knattspyrnumaður Evrópu 2012-13

53 sérvaldir blaðamenn frá aðildarlöndum UEFA kusu í kvöld um hver er besti knattspyrnumaður Evrópu 2012-13 og fyrir valinu var Frakkinn Franck Ribéry sem var lykilmaður þegar Bayern München vann þrennuna á síðustu leiktíð.

Fótbolti

Leikur AZ Alkmaar flautaður af

Það þurfti að flauta af leik AZ Alkmaar og gríska liðsins Atromitos í Evrópudeildinni í kvöld en rýma þurfti leikvanginn vegna elds í þaki leikvangsins.

Fótbolti

Eto´o kominn til Chelsea

Chelsea heldur áfram að safna liði og félagið gerði í dag eins árs samning við framherjann Samuel Eto'o. Hann kemur til liðsins frá rússneska félaginu Anzhi.

Enski boltinn