Fótbolti

Sir Alex ætlar að bjóða upp vínflöskusafnið sitt

Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, safnaði yfir fimm þúsund vínflöskum á stjóratíma sínum á Old Trafford og vínflöskusöfnunin hans var hans leið til að kúpla sig út úr pressunni sem fylgir því að stýra einu besta fótboltaliði heims.

Enski boltinn

Engar líkur á því að Ísland komist bakdyramegin inn á HM í Brasilíu

Íslenska landsliðið í fótbolta rétt missti af HM í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í sumar eftir tap í umspili á móti Króatíu í lok síðasta árs. Það eru hinsvegar engar líkur á því að íslenska landsliðið geti komist bakdyramegin inn samkvæmt Geir Þorsteinssyni formanni íslenska knattspyrnusambandsins.

Fótbolti

ÍBV-treflar á minningarathöfn vegna Hillsborough-harmleiksins

Eyjamenn tóku þátt í minningarathöfn vegna Hillsborough-harmleiksins sem fram fór á Anfield í gær en þá var þess minnst að 25 ár eru síðan 96 stuðningsmenn Liverpool létust í troðningi á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield í Englandi á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forrest í enska bikarnum.

Enski boltinn

Gerrard: Tilfinningarnar flæddu vegna Hillsborough

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur viðurkennt það að minningarstund vegna Hillsborough-slyssins fyrir City-leikinn hafi haft mikil áhrif á hann og átt sinn þátt í því að hann missti stjórn á tilfinningum sínum eftir sigurinn á Manchester City á sunnudaginn.

Enski boltinn

Barkley til Liverpool er bara brandari í augum Martinez

Liverpool og Everton eru bæði á miklu skriði í ensku úrvalsdeildinni og gætu bæði spilað í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, hlær bara af þeim sögusögnum um að Liverpool sé að fara að reyna að kaupa efnilegasta leikmenn Everton-liðsins.

Enski boltinn