Enski boltinn

Manchester United sló granna sína í City út úr enska bikarnum

Manchester-liðin mættust í 3. umferð enska bikarsins á City of Manchester vellinum í dag. Þeir rauðklæddu náðu að innbyrða góðan sigur, 3-2, í hreint mögnuðum leik en Manchester United var 3-0 yfir í hálfleik en heimamenn gáfust aldrei upp. City kom til baka í þeim síðari og skoruðu tvö mörk en það dugði ekki til og því féllu bikarmeistararnir úr leik.

Enski boltinn

Ipswich losar sig við Ívar

Paul Jewell, stjóri Ipswich, sagði fyrir helgi að það hefðu verið mistök að fá Ívar Ingimarsson til félagsins. Jewell fylgdi þeim ummælum eftir með því að losa sig við Ívar í dag.

Enski boltinn

Utan vallar: Bikarmeistararnir úr leik við fyrstu hindrun

Bikarmeistarar Manchester City taka á móti grönnum sínum í United í hádeginu á sunnudag í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Eftir 1-6 niðurlæginguna á Old Trafford fyrr í vetur eru einhverjir farnir að líta á United sem litla liðið í Manchester.

Enski boltinn

Heiðar hetja QPR | Öll úrslit dagsins í enska bikarnum

Íþróttamaður ársins, Heiðar Helguson, var hetja QPR í dag er hann jafnaði leikinn gegn Milton Keynes Dons með marki rétt undir lok leiksins. Hann sá til þess að QPR forðaðist niðurlægingu og fær að spila annan leik gegn Dons. Heiðar spilaði síðasta hálftímann í leiknum.

Enski boltinn

Yfirlýsing frá United og Rooney um frétt Independent: Algjört bull

Manchester United og Wayne Rooney voru fljót að senda frá sér yfirlýsingu í kvöld eftir að fréttist af forsíðufrétt The Independent á morgun um að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, væri tilbúinn að selja enska landsliðsframherjann. Þar kemur fram að þessi frétt sé algjört bull og uppspuni frá rótum.

Enski boltinn

Wenger: Henry mun spila á móti Leeds

Arsène Wenger, stjóri Arsenal, staðfesti það í dag að franski framherjinn Thierry Henry muni spila með Arsenal-liðinu á mánudaginn þegar liðið mætir Leeds í enska bikarnum. Það verður fyrsti mótsleikur Henry í Arsenal-búningnum síðan í maí 2007.

Enski boltinn

Gerrard í byrjunarliði Liverpool í kvöld

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er í byrjunarliði liðsins í kvöld þegar Liverpool mætir Oldham í ensku bikarkeppninni en leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er fyrsti leikur Gerrard í byrjunarliðinu síðan að hann kom til baka eftir meiðslin.

Enski boltinn