Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Arion banki hagnaðist um tæpa tíu milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 5,5 milljarðar. Bankastjóri segir afkomuna umfram væntingar. Viðskipti innlent 30.7.2025 16:06
Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Forstjóri Play bindur vonir við að fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa félagsins og breytingar í rekstri verði til þess að koma félaginu úr ólgusjó. Félagið stefnir enn að því að gera fjórar vélar út á Íslandi og fljúga suður á bóginn. Viðskipti innlent 30.7.2025 14:41
Festi hagnast umfram væntingar Hagnaður fjárfestingafélagsins Festar fór fram úr væntingum á öðrum ársfjórðungi og jókst rekstrarhagnaður fyrir afskriftir um 35 prósent miðað við sama ársfjórðung síðasta árs, en það má að miklu leyti rekja til Lyfju sem gekk nýlega inn í samsteypuna. Viðskipti innlent 30.7.2025 10:22
Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent 28.7.2025 11:03
Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Lagardère Travel Retail, sem rekur mathöllina Aðalstræti, Bakað kaffihúsin, Loksins Café & Bar, KEF Diner og Sbarro, mun hætta starfsemi sinni á flugvellinum í lok sumars, fyrr en áætlað var. Nýir aðilar munu taka tímabundið við rekstri meðan á undirbúningi nýrra útboða stendur. Viðskipti innlent 27.7.2025 17:26
„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Uppbygging Laxeyjar í Vestmannaeyjum er stærsta einkaframkvæmd í sögu eyjanna. Stækka þurfti hlutafjárútboð fyrirtækisins í sumar vegna umframeftirspurnar en stefnt er á fyrstu slátrun laxa í nóvember. Viðskipti innlent 27.7.2025 08:59
Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og húsin að Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna er 2,85 milljarðar króna. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Húsið er þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum. Viðskipti innlent 25.7.2025 14:41
Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Öllum fjórum sjómönnum Einhamars í Grindavík var sagt upp störfum um mánaðamótin. Að sögn eigandans er þó aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og öllum verði boðin staða á ný um áramótin að loknum sex mánaða uppsagnarfresti. Ástæður breytinganna séu minnkandi aflaheimildir og hækkuð veiðigjöld. Viðskipti innlent 25.7.2025 13:22
Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Verðbólga hjaðnar lítillega á milli mánaða en hagfræðingur býst við því að hún aukist aftur og verði á sömu slóðum út árið. Stýrivaxtalækkun í næsta mánuði sé nánast útilokuð. Viðskipti innlent 24.7.2025 11:51
Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Bakaríið Hygge opnaði loks á þriðjudag eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfi. Eigandinn segir það mikið spennufall að fá loks leyfið. Hann er ósáttur með samskiptaleysi yfirvalda. Viðskipti innlent 24.7.2025 10:48
Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. Viðskipti innlent 24.7.2025 09:08
Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Félagarnir Hlynur Snær Stefánsson og Zakarías Friðriksson hættu að nenna að standa í því að selja notaðar íþróttavörur á Facebook og hafa því boðað opnun Sportbássins. Þangað getur fólk komið með íþróttavörur sem safna ryki og þeir sjá um að koma þeim í verð. Viðskipti innlent 23.7.2025 15:57
Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Stofnendur umboðsskrifstofunnar Atelier Agency, Guðmundur Birkir„Kíró“ Pálmason og Kristjana Björk Barðdal, hafa endurskipulagt rekstur fyrirtækisins og stofnað nýju umboðsskrifstofuna og ráðgjafafyrirtækið Fura media. Um leið hættir Kristjana sem umboðsmaður Guðmundar. Viðskipti innlent 23.7.2025 13:03
Tekjur jukust um helming milli ára Tekjur Arctic Truck International námu 1,47 milljarði króna árið 2024 og jukust um 46 prósent frá fyrra ári. Hagnaður ársins nam 105,7 milljónum króna, samanborið við 82,9 milljónir árið áður. Eigið fé samstæðunnar í árslok var 444,6 milljónir króna, þar af 89,3 milljónir í hlutafé. Viðskipti innlent 23.7.2025 11:41
Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Flugfreyjum og flugþjónum hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Play í dag. Þetta staðfestir Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi Play, í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 22.7.2025 17:36
Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Dagslokagengi flugfélagsins Play er aðeins 46 aurar á hlut og hefur aldrei verið lægra við lokun markaða. Gengið fór lægst niður í 37 aura í dag. Viðskipti innlent 22.7.2025 17:12
Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Flugfélagið Play sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær og gerir ráð fyrir tveggja milljarða króna tapi á öðrum ársfjórðungi. Gengi hlutabréfa félagins er í lægstu lægðum en greinandi hefur ekki áhyggjur af félaginu. Viðskipti innlent 22.7.2025 13:32
HBO Max streymisveitan komin til Íslands Bandaríska streymisveitan HBO Max er komin til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HBO Max á Norðurlöndunum. Streymisveitan er í eigu Warner Bros. Discovery. Viðskipti innlent 22.7.2025 12:59
Gengi Play í frjálsu falli Gengi hlutabréfa flugfélagsins Play hafði lækkað um 38 prósent klukkan 10 í morgun, þegar markaðir höfðu verið opnir í hálftíma. Í gær gaf Play út neikvæða afkomuviðvörun. Viðskipti innlent 22.7.2025 10:18
Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Bílaumboðið Askja, Una, Dekkjahöllin og Landfari hafa verið seld til alþjóðlega bílafyrirtækisins Inchcape, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu bifreiða á heimsvísu og er skráð í kauphöllina í Lundúnum. Viðskipti innlent 22.7.2025 06:52
Búast við tveggja milljarða tapi Flugfélagið Play hefur sent frá sér afkomuviðvörun fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Viðskipti innlent 21.7.2025 18:02
Samruninn muni taka langan tíma Kvika banki og Arion banki gera ráð fyrir að samrunaferli félaganna tveggja muni taka þónokkurn tíma en tilkynnt var þann 6. júlí að stjórnir félaganna hefðu ákveðið að hefja viðræður um sameiningu félaganna og undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Viðskipti innlent 21.7.2025 16:28
Orri til liðs við Íslandsbanka Orri Heiðarsson hefur verið ráðinn til Íslandsbanka í hlutabréfamiðlun bankans. Viðskipti innlent 21.7.2025 16:13
Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Hagnaður Magnum opus ehf., félags í eigu kvikmyndatónlistarhöfundarins Atla Örvarssonar, nam 764 milljónum króna í fyrra. Höfundarréttartekjur námu tæplega milljarði króna og stjórn leggur til að Atla verði greiddar 410 milljónir króna í arð. Viðskipti innlent 21.7.2025 11:25
Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Íslendingar í flugvél til og frá heimalandinu hafa eflaust margir spurt sig hversu hátt hlutfall samlanda sinna sé um borð. Og kannski undrast að hafa þá tilfinningu að íslenskir farþegar séu í miklum minnihluta. Viðskipti innlent 20.7.2025 08:46