Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Festi hagnast um­fram væntingar

Hagnaður fjárfestingafélagsins Festar fór fram úr væntingum á öðrum ársfjórðungi og jókst rekstrarhagnaður fyrir afskriftir um 35 prósent miðað við sama ársfjórðung síðasta árs, en það má að miklu leyti rekja til Lyfju sem gekk nýlega inn í samsteypuna. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða

Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og húsin að Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna er 2,85 milljarðar króna. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Húsið er þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjó­mönnum sagt upp: Skipu­lags­breytingar vegna veiðigjalda

Öllum fjórum sjómönnum Einhamars í Grindavík var sagt upp störfum um mánaðamótin. Að sögn eigandans er þó aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og öllum verði boðin staða á ný um áramótin að loknum sex mánaða uppsagnarfresti. Ástæður breytinganna séu minnkandi aflaheimildir og hækkuð veiðigjöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekjur jukust um helming milli ára

Tekjur Arctic Truck International námu 1,47 milljarði króna árið 2024 og jukust um 46 prósent frá fyrra ári. Hagnaður ársins nam 105,7 milljónum króna, samanborið við 82,9 milljónir árið áður. Eigið fé samstæðunnar í árslok var 444,6 milljónir króna, þar af 89,3 milljónir í hlutafé.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Play í frjálsu falli

Gengi hlutabréfa flugfélagsins Play hafði lækkað um 38 prósent klukkan 10 í morgun, þegar markaðir höfðu verið opnir í hálftíma. Í gær gaf Play út neikvæða afkomuviðvörun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­runinn muni taka langan tíma

Kvika banki og Arion banki gera ráð fyrir að samrunaferli félaganna tveggja muni taka þónokkurn tíma en tilkynnt var þann 6. júlí að stjórnir félaganna hefðu ákveðið að hefja viðræður um sameiningu félaganna og undirritað viljayfirlýsingu þess efnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur

Hagnaður Magnum opus ehf., félags í eigu kvikmyndatónlistarhöfundarins Atla Örvarssonar, nam 764 milljónum króna í fyrra. Höfundarréttartekjur námu tæplega milljarði króna og stjórn leggur til að Atla verði greiddar 410 milljónir króna í arð.

Viðskipti innlent