Sport

Gurrý: Þetta er alltaf jafn gaman

Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Fram, var að vinna sinn fjórtánda bikarmeistaratitil í dag og fagnaði líkt og hún væri að vinna sinn fyrsta bikar.

Handbolti

Einar og sagan á bak við bindið

Hinn litríki þjálfari Fram, Einar Jónsson, fór mikinn í fögnuði síns liðs er það vann Eimskipsbikarinn annað árið í röð og aftur með sigri á Val í úrslitum.

Handbolti

Atli: Erum ekki búnir að vinna neitt

Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, náði aldrei að gera KA- menn að bikarmeisturum á sínum tíma en hann fær í dag tækifæri til þess að gera Akureyri að bikarmeisturum fyrstur allra.

Handbolti

Í beinni: Valur - Akureyri

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá úrslitaviðureign Akureyrar og Vals í úrslitum Eimskipsbikarkeppni karla.

Handbolti

Sturla: Gaman að spila á dúknum

Breiðhyltingurinn Sturla Ásgeirsson mun leið Valsmenn til leiks í úrslitum Eimskipsbikarsins gegn Akureyri í dag. Sturla er á sínu fyrsta ári með Valsmönnum og strax kominn í Höllina en þangað hefur hann ekki komist áður.

Handbolti

Fram varði bikarmeistaratitilinn

Fram vann í dag sigur á Val í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna, 25-22, eftir hörkuleik. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot.

Handbolti

Ásta Birna: Viljum halda bikarnum

Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, segir að liðið ætli að selja sig dýrt í bikarúrslitaleiknum gegn Valsmönnum í dag og að markmiðið sé að sjálfsögðu að halda bikarnum í Safamýrinni.

Handbolti

Í beinni: Fram - Valur

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá viðureign Fram og Vals í úrslitum Eimskipsbikar kvenna sem hefst klukkan 13.30.

Handbolti

Lakers vann borgarslaginn

Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem meðal annars bar til tíðinda að Carmelo Anthony og félagar í NY Knicks töpuðu fyrir lélegasta liði deildarinnar.

Körfubolti

Sigurður Ragnar hjálpar Frömurum

Einar Jónsson, þjálfari Fram, segir að hann hafi notið liðsinnis Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, í svokallaðri hugarþjálfun leikmanna Fram.

Handbolti

Boston-menn ætla treysta á hinn 39 ára gamla Shaq

Shaquille O’Neal heldur upp á 39 ára afmælið sitt í næstu viku (6. mars) og eftir skipti gærdagsins í NBA-deildinni í körfubolta þá er ljóst að Boston Celtics ætlar að treysta á framgöngu "The Diesel" þegar kemur að því að verja teiginn í komandi úrslitakeppni.

Körfubolti

Fyrsti sigur Wolfsburg undir stjórn Littbarski og Eyjólfs

Wolfsburg endaði fjögurra leikja taphrinu í þýsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 2-1 sigur á botnliði Borussia Mönchengladbach í kvöld. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn þeirra Pierre Littbarski og Eyjólfs Sverrissonar og liðið er eftir leikinn í þrettánda sæti deildarinnar.

Fótbolti

KR-ingar áfram ósigraðir á árinu 2011 - unnu á Króknum

Marcus Walker átti stórleik þegar nýkrýndir bikarmeistarar KR-inga fóru á Krókinn og unnu ellefta sigurinn í röð á árinu 2011. KR vann leikinn 85-82 en þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum á móti heimamönnum í Tindastól. Walker skoraði 38 stig í leiknum og hitti úr 65 prósent skota sinna (15 af 23).

Körfubolti

Bradford og Helgi Jónas spiluðu með Grindavík sem vann Hamar

Nick Bradford og Helgi Jónas Guðfinsson spiluðu báðir stórt hlutverk í 87-76 sigri Grindavíkur á Hamar í Iceland Express deild karla í Grindavík í kvöld. Nick er nýkominn til liðsins og þjálfarinn Helgi Jónas spilaði með í kvöld en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur. Saman skoruðu þeir þrettán stig í lokaleikhlutanum þar sem Grindavík tryggði sér sigurinn með því að vinna fjórða leikhlutann 28-15.

Körfubolti

ÍR-ingar stöðvuðu sigurgöngu Stjörnunnar í Seljaskóla

ÍR-ingar fóru á kostum í seinni hálfleik í 19 stiga sigri á Stjörnunni, 100-81, í leik liðanna í Seljaskóla í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta. Stjörnumenn voru búnir að vinna þrjá leiki í röð fyrir leikinn en fengum slæman skell í Breiðholtinu í kvöld.

Körfubolti

Gaupi hitti þjálfara og fyrirliða bikarúrslitaliðanna - myndband

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, mætti á kynningafund fyrir bikarúrslitaleiki karla og kvenna í handbolta og tók viðtöl við fyrirliða og þjálfara liðanna sem verða í sviðsljósinu í Laugardalshöllinni á morgun. Það má sjá viðtölin með því að smella hér fyrir ofan.

Handbolti

Fjórða tapið í röð hjá Helga Má og félögum

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket töpuðu stórt á útivelli fyrir Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Norrköping vann leikinn 111-88 eftir að hafa verið 16 stigum yfir í hálfleik, 60-44.

Körfubolti

Terek Grozny býður Ronaldo 964 milljónir fyrir 18 mánuði

Tsjetsjenska liðið Terek Grozny ætlar að reyna að plata brasilíska knattspyrnumanninn Ronaldo til þess að taka skóna af hillunni og spila með liðinu í rússnesku deildinni. Það er mikill hugur í félaginu sem réði nýverið Ruud Gullit sem knattspyrnustjóra.

Fótbolti