Friðrik Ingi: Robinson er í engu formi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2017 21:15 Friðrik Ingi vildi sjá betri frammistöðu hjá sínum mönnum í kvöld. vísir/ernir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Stjörnunni í kvöld. Stjörnumenn voru með undirtökin allan tímann og unnu 11 stiga sigur, 81-92. „Það vantaði talsvert bit í leik okkar. Við vorum sjálfum okkur verstir fannst mér. Við fengum mikið af galopnum þriggja stiga skotum. Við erum gott þriggja stiga lið en einhverra hluta vegna fóru skotin ekki niður,“ sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi eftir leik. „En það var ekki það sem fór með leikinn, heldur að við spiluðum mjög veika og slaka vörn. Það vantaði neista og kraft og við vorum einhæfir. Stjarnan gerði vel og spilaði ágætan körfubolta lengstum.“ Friðrik Ingi vildi sjá betra viðhorf og meiri útgeislun hjá sínum mönnum. „Það vantaði sjálfstraust og karakter í hópinn. Við vorum flatir og það vantaði fleiri leiðtoga. Það eru of margir sem gera þetta á hljóðlegan hátt en stundum verða menn að sýna tennurnar og vera grimmari,“ sagði Friðrik Ingi. Stanley Robinson, leikmaður Keflavíkur, átti afleitan leik og spilaði aðeins rúmar 20 mínútur. Friðrik Ingi var ekki sáttur með Robinson og segir hann ekki í formi. „Hann var mjög slakur í dag og gerði ekki mikið fyrir okkur. Mér fannst takturinn vera þess eðlis að ég varð að láta hann sitja talsvert á bekknum,“ sagði Friðrik Ingi. „Hann er í engu formi, því miður. Hann er búinn að vera hérna í einhverjar vikur og ég sé ekki miklar framfarir á forminu. Ég veit hversu megnugur hann er en hann verður að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik. Hann er langt frá því eins og staðan er núna.“ En þarf Robinson að bæta sig mikið til að verða ekki sendur heim? „Já, ef hann verður ekki mikið betri en þetta. Þetta er harður heimur og yfirleitt er þetta annað hvort bandaríski leikmaðurinn eða þjálfarinn. Það er annað hvort ég eða hann ef töpum mikið fleiri leikjum og frammistaðan verður ekki betri en þetta,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Keflavík - Stjarnan 81-92 │ Sterkur Stjörnusigur suður með sjó Stjarnan bar sigurorð af Keflavík, 81-92, í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 7. desember 2017 21:15 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Stjörnunni í kvöld. Stjörnumenn voru með undirtökin allan tímann og unnu 11 stiga sigur, 81-92. „Það vantaði talsvert bit í leik okkar. Við vorum sjálfum okkur verstir fannst mér. Við fengum mikið af galopnum þriggja stiga skotum. Við erum gott þriggja stiga lið en einhverra hluta vegna fóru skotin ekki niður,“ sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi eftir leik. „En það var ekki það sem fór með leikinn, heldur að við spiluðum mjög veika og slaka vörn. Það vantaði neista og kraft og við vorum einhæfir. Stjarnan gerði vel og spilaði ágætan körfubolta lengstum.“ Friðrik Ingi vildi sjá betra viðhorf og meiri útgeislun hjá sínum mönnum. „Það vantaði sjálfstraust og karakter í hópinn. Við vorum flatir og það vantaði fleiri leiðtoga. Það eru of margir sem gera þetta á hljóðlegan hátt en stundum verða menn að sýna tennurnar og vera grimmari,“ sagði Friðrik Ingi. Stanley Robinson, leikmaður Keflavíkur, átti afleitan leik og spilaði aðeins rúmar 20 mínútur. Friðrik Ingi var ekki sáttur með Robinson og segir hann ekki í formi. „Hann var mjög slakur í dag og gerði ekki mikið fyrir okkur. Mér fannst takturinn vera þess eðlis að ég varð að láta hann sitja talsvert á bekknum,“ sagði Friðrik Ingi. „Hann er í engu formi, því miður. Hann er búinn að vera hérna í einhverjar vikur og ég sé ekki miklar framfarir á forminu. Ég veit hversu megnugur hann er en hann verður að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik. Hann er langt frá því eins og staðan er núna.“ En þarf Robinson að bæta sig mikið til að verða ekki sendur heim? „Já, ef hann verður ekki mikið betri en þetta. Þetta er harður heimur og yfirleitt er þetta annað hvort bandaríski leikmaðurinn eða þjálfarinn. Það er annað hvort ég eða hann ef töpum mikið fleiri leikjum og frammistaðan verður ekki betri en þetta,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Keflavík - Stjarnan 81-92 │ Sterkur Stjörnusigur suður með sjó Stjarnan bar sigurorð af Keflavík, 81-92, í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 7. desember 2017 21:15 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Umfjöllun: Keflavík - Stjarnan 81-92 │ Sterkur Stjörnusigur suður með sjó Stjarnan bar sigurorð af Keflavík, 81-92, í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 7. desember 2017 21:15