Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 18:30 Guðmundur fagnar eftir leik. vísir/anton Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. Guðmundur lagði leikinn upp frábærlega og náði að gera betur en fyrir átta árum þegar Frakkar unnu Ísland í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Danir unnu leikinn 28-26 eftir að hafa náð mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik. Danir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Það voru margir spila vel í þessum leik og Guðmundur er búinn að setja saman samstilltan og einbeittan hóp. Það er gaman að sjá þetta danska lið halda út en oft hafa þeir verið hvorki fugl né fiskur í þessum úrslitaleikjum sínum. Danska liðið spilaði frábærlega útfærðan leik og Frakkar komust aldrei á flug eins og þeir eru þekktir fyrir. Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni í Danmörku eftir fyrstu tvö stórmótin en núna gerði hann það sem engum öðrum landsliðsþjálfara Dana hefur tekist eða að gera Dani að Ólympíumeisturum. Mikkel Hansen var öðrum fremur besti maður vallarins með átta mörk en danska vörnin er sterkt og Niklas Landin varði líka vel í markinu. Danir skoruðu fyrsta markið í leiknum en fengu síðan þrjú frönsk mörk í röð í andlitið. Dönum tókst hinsvegar að jafna metin strax í 5-5 og ná síðan í framhaldinu tveggja marka forskoti með góðum leikkafla. Guðmundur reyndi mikið að nota aukamanninn á upphafsmínútum leiksins og spila með tvo inn á línu. Hann hætti því hinsvegar þegar Frakkar voru búnir að skora þrisvar í tómt markið. Michaël Guigou var að verki í öll skiptin. Tvö marka Guigou komu þegar Frakkar breyttu stöðunni úr 9-7 fyrir Dani í 12-10 fyrir Frakka. Thierry Omeyer átti þá flottan kafla í franska markinu. Guðmundur tók síðan leikhlé í stöðunni 12-11 fyrir Frakka en þá voru sjö mínútur til hálfleiks. Danska liðið kláraði þessar sjö mínútur mjög vel og vann þær 5-2 og var fyrir vikið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Mikkel Hansen skoraði þrjú af þessum mörkum Dana á síðustu mínútum hálfleiksins. Danir náðu þriggja marka forystu í upphafi seinni hálfleiksins og voru svo komnir fimm mörkum yfir, 25-20, þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Danir misstu niður fjögurra marka forskot í seinni hálfleik í leiknum á móti Frökkum í riðlakeppninni og gátu því alls ekki slakað neitt á. Frakkar voru búnir að koma muninum niður í tvö mörk þegar Guðmundur tók leikhlé rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Nikola Karabatic minnkaði munnin í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en Lasse Svan Hansen svaraði strax úr hægra horninu og Danir unnu svo boltann. Mads Mensah Larsen innsiglaði sigurinn þegar hann kom Dönum í 28-25 þegar hálf mínúta var eftir. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. Guðmundur lagði leikinn upp frábærlega og náði að gera betur en fyrir átta árum þegar Frakkar unnu Ísland í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Danir unnu leikinn 28-26 eftir að hafa náð mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik. Danir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Það voru margir spila vel í þessum leik og Guðmundur er búinn að setja saman samstilltan og einbeittan hóp. Það er gaman að sjá þetta danska lið halda út en oft hafa þeir verið hvorki fugl né fiskur í þessum úrslitaleikjum sínum. Danska liðið spilaði frábærlega útfærðan leik og Frakkar komust aldrei á flug eins og þeir eru þekktir fyrir. Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni í Danmörku eftir fyrstu tvö stórmótin en núna gerði hann það sem engum öðrum landsliðsþjálfara Dana hefur tekist eða að gera Dani að Ólympíumeisturum. Mikkel Hansen var öðrum fremur besti maður vallarins með átta mörk en danska vörnin er sterkt og Niklas Landin varði líka vel í markinu. Danir skoruðu fyrsta markið í leiknum en fengu síðan þrjú frönsk mörk í röð í andlitið. Dönum tókst hinsvegar að jafna metin strax í 5-5 og ná síðan í framhaldinu tveggja marka forskoti með góðum leikkafla. Guðmundur reyndi mikið að nota aukamanninn á upphafsmínútum leiksins og spila með tvo inn á línu. Hann hætti því hinsvegar þegar Frakkar voru búnir að skora þrisvar í tómt markið. Michaël Guigou var að verki í öll skiptin. Tvö marka Guigou komu þegar Frakkar breyttu stöðunni úr 9-7 fyrir Dani í 12-10 fyrir Frakka. Thierry Omeyer átti þá flottan kafla í franska markinu. Guðmundur tók síðan leikhlé í stöðunni 12-11 fyrir Frakka en þá voru sjö mínútur til hálfleiks. Danska liðið kláraði þessar sjö mínútur mjög vel og vann þær 5-2 og var fyrir vikið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Mikkel Hansen skoraði þrjú af þessum mörkum Dana á síðustu mínútum hálfleiksins. Danir náðu þriggja marka forystu í upphafi seinni hálfleiksins og voru svo komnir fimm mörkum yfir, 25-20, þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Danir misstu niður fjögurra marka forskot í seinni hálfleik í leiknum á móti Frökkum í riðlakeppninni og gátu því alls ekki slakað neitt á. Frakkar voru búnir að koma muninum niður í tvö mörk þegar Guðmundur tók leikhlé rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Nikola Karabatic minnkaði munnin í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en Lasse Svan Hansen svaraði strax úr hægra horninu og Danir unnu svo boltann. Mads Mensah Larsen innsiglaði sigurinn þegar hann kom Dönum í 28-25 þegar hálf mínúta var eftir.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira