Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2015 14:44 Úr fyrsta leik liðanna. vísir/stefán Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. Heimakonur léku virkilega vel í kvöld en á sama tíma gerðu leikmenn Gróttu of mikið af mistökum. Liðin mætast aftur á sunnudaginn út á Seltjarnarnesi en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Florentina Stanciu var frábær í markinu hjá Stjörnunni og varði 16 skot. Grótta byrjaði leikinn betur og mikill neisti í leikmönnum liðsins. Þær gulu keyrðu strax upp hraðan og voru heimastúlkur í vandræðum með gestina til að byrja með. Leikmenn Stjörnunnar voru ryðgaðir og kaldir. Grótta hafði yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins en þá gjörsamlega snérist leikurinn. Guðrún Erla Bjarnadóttir, leikmaður Stjörnunnar, mætti inn á völlinn og skaut þær bláum inn í leikinn. Hún gerði fjögur mörk í hálfleiknum og allt í einu var Stjarnan komin með nokkurra marka forskot. Í hálfleik munaði heilum sex mörkum á liðunum, 15-9. Leikmenn Gróttu skutu skelfilega á markið, ýmist framhjá eða beint í Florentinu Stanciu. Liðið gerði of mikið af mistökum og misstu heimastúlkur of langt framúr sér. Stjarnan skoraði ekki mark á fyrstu átta mínútum síðari hálfleiksins og Grótta var allt einu komið inn í leikinn og aðeins munaði þremur mörkum á liðunum, 18-15. Þá tók Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé sem átti eftir að skipta sköpun. Liðið kom ótrúlega vel til leik eftir leikhléið og Florentina Stanciu skellti í lás í markinu hjá heimakonum. Stjarnan náði fljótlega aftur sex marka forskoti 21-15 sem liðið náði að halda í út leiktímann. Leiknum lauk með fínum sigri Stjörnunnar, 23-19, og náði liðið að jafna einvígið í 1-1. Það verður því gríðarlega mikilvægur þriðji leikur á Seltjarnarnesinu á sunnudaginn. Kári: Áttum ekki mikið skilið úr þessum leik„Við eigum í raun ekki mikið skilið úr þessum leik,“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, eftir tapið í kvöld. „Við vorum ekki að spila nægilega vel og varnarleikurinn var ekki öflugur,“ segir hann en leikmenn Gróttu gerðu mikið af mistökum í leiknum í kvöld. Hvort sem það voru misheppnaðar sendingar eða slök skot. Kári ætlar sér að skerpa á þessum atriðum á æfingu á laugardaginn, þær fá frí á morgun. „Það er búið að vera gríðarlegt leikjaálag á okkur og þær fá frí á morgun. Þær fara bara í Spa og njóta lífsins.“ Hann segir að liðið hafi hent boltanum allt of oft frá sér í kvöld. Meiðsladraugurinn hefur ásótt lið deildar- og bikarmeistara Gróttu síðustu daga en þær Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Karólína Bæhrenz Lárudóttir voru ekki með liðinu í kvöld. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að vera án tveggja markahæstu leikmanna liðsins í vetur. Það er samt ekkert við því að gera, við verðum bara að mæta sterkari til leiks. Við náðum því í síðasta leik en ekki í dag. Næsta verkefni er síðan bara á sunnudaginn.“ Rakel: Hefði verið erfitt að lenda 2-0 undirVísir/Daníel„Það var lífsnauðsynlegt að jafna þetta einvígi í kvöld og ég er gríðarlega ánægð með þennan sigur. Það hefði verið mjög erfitt að fara 2-0 undir út á Nes á sunnudaginn,“ segir Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Stjarnan var nokkuð lengi í gang í kvöld en Rakel hafði ekki áhyggjur af því. „Þetta er nokkuð agresív vörn sem við erum að spila og þegar hún opnast, þá opnast hún illa. Það er mikilvægt að við séum meðvitaðar um það að það tekur kannski nokkrar mínútur að fá hana í gang og þá megum við ekki brotna.“ Hún segir að Grótta hafi byrjað leikinn af miklum krafti í kvöld. „Við héldum bara í þolinmæðina og þurftum bara nokkrar mínútur til að stilla okkur. Flora var síðan frábær fyrir aftan okkur.“ Rakel segir að þrátt fyrir meiðslavandræði Gróttu séu bara framundan virkilega jafnir leikir. „Þetta er auðvitað stórt skarð fyrir þær en Grótta er með flotta leikmenn og breiðan hóp. Þar kemur bara maður í manns stað. Þær unnu okkur út á Nesi fyrir tveimur dögum og þá án þessara leikmanna. Við munum ekkert gefa eftir.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira
Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. Heimakonur léku virkilega vel í kvöld en á sama tíma gerðu leikmenn Gróttu of mikið af mistökum. Liðin mætast aftur á sunnudaginn út á Seltjarnarnesi en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Florentina Stanciu var frábær í markinu hjá Stjörnunni og varði 16 skot. Grótta byrjaði leikinn betur og mikill neisti í leikmönnum liðsins. Þær gulu keyrðu strax upp hraðan og voru heimastúlkur í vandræðum með gestina til að byrja með. Leikmenn Stjörnunnar voru ryðgaðir og kaldir. Grótta hafði yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins en þá gjörsamlega snérist leikurinn. Guðrún Erla Bjarnadóttir, leikmaður Stjörnunnar, mætti inn á völlinn og skaut þær bláum inn í leikinn. Hún gerði fjögur mörk í hálfleiknum og allt í einu var Stjarnan komin með nokkurra marka forskot. Í hálfleik munaði heilum sex mörkum á liðunum, 15-9. Leikmenn Gróttu skutu skelfilega á markið, ýmist framhjá eða beint í Florentinu Stanciu. Liðið gerði of mikið af mistökum og misstu heimastúlkur of langt framúr sér. Stjarnan skoraði ekki mark á fyrstu átta mínútum síðari hálfleiksins og Grótta var allt einu komið inn í leikinn og aðeins munaði þremur mörkum á liðunum, 18-15. Þá tók Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé sem átti eftir að skipta sköpun. Liðið kom ótrúlega vel til leik eftir leikhléið og Florentina Stanciu skellti í lás í markinu hjá heimakonum. Stjarnan náði fljótlega aftur sex marka forskoti 21-15 sem liðið náði að halda í út leiktímann. Leiknum lauk með fínum sigri Stjörnunnar, 23-19, og náði liðið að jafna einvígið í 1-1. Það verður því gríðarlega mikilvægur þriðji leikur á Seltjarnarnesinu á sunnudaginn. Kári: Áttum ekki mikið skilið úr þessum leik„Við eigum í raun ekki mikið skilið úr þessum leik,“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, eftir tapið í kvöld. „Við vorum ekki að spila nægilega vel og varnarleikurinn var ekki öflugur,“ segir hann en leikmenn Gróttu gerðu mikið af mistökum í leiknum í kvöld. Hvort sem það voru misheppnaðar sendingar eða slök skot. Kári ætlar sér að skerpa á þessum atriðum á æfingu á laugardaginn, þær fá frí á morgun. „Það er búið að vera gríðarlegt leikjaálag á okkur og þær fá frí á morgun. Þær fara bara í Spa og njóta lífsins.“ Hann segir að liðið hafi hent boltanum allt of oft frá sér í kvöld. Meiðsladraugurinn hefur ásótt lið deildar- og bikarmeistara Gróttu síðustu daga en þær Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Karólína Bæhrenz Lárudóttir voru ekki með liðinu í kvöld. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að vera án tveggja markahæstu leikmanna liðsins í vetur. Það er samt ekkert við því að gera, við verðum bara að mæta sterkari til leiks. Við náðum því í síðasta leik en ekki í dag. Næsta verkefni er síðan bara á sunnudaginn.“ Rakel: Hefði verið erfitt að lenda 2-0 undirVísir/Daníel„Það var lífsnauðsynlegt að jafna þetta einvígi í kvöld og ég er gríðarlega ánægð með þennan sigur. Það hefði verið mjög erfitt að fara 2-0 undir út á Nes á sunnudaginn,“ segir Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Stjarnan var nokkuð lengi í gang í kvöld en Rakel hafði ekki áhyggjur af því. „Þetta er nokkuð agresív vörn sem við erum að spila og þegar hún opnast, þá opnast hún illa. Það er mikilvægt að við séum meðvitaðar um það að það tekur kannski nokkrar mínútur að fá hana í gang og þá megum við ekki brotna.“ Hún segir að Grótta hafi byrjað leikinn af miklum krafti í kvöld. „Við héldum bara í þolinmæðina og þurftum bara nokkrar mínútur til að stilla okkur. Flora var síðan frábær fyrir aftan okkur.“ Rakel segir að þrátt fyrir meiðslavandræði Gróttu séu bara framundan virkilega jafnir leikir. „Þetta er auðvitað stórt skarð fyrir þær en Grótta er með flotta leikmenn og breiðan hóp. Þar kemur bara maður í manns stað. Þær unnu okkur út á Nesi fyrir tveimur dögum og þá án þessara leikmanna. Við munum ekkert gefa eftir.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira