Innlent

Stjórnmálamenn þurfa að hlusta á sjónarmið lögreglunnar

Valur Grettisson skrifar

„Þessi sjónarmið að það á ekki ekki að ganga nærri lögreglunni á þessum tímum eru sjónarmið sem ég hef haldið skýrt á lofti. En það eru stjórnmálamennirnir sem þurfa að hlusta á þessi sjónarmið sem koma úr öllum áttum innan lögreglunnar," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Vísir sagði frá neyðarkalli lögreglumanns sem fréttastofu barst og var birt á vefnum í morgun. Þar lýsti lögreglumaður undir nafnleynd vinnuumhverfi sem formaður Landssamband lögreglunnar, Snorri Magnússon, hefur sagt vera óásættanlegt.

Stefán vill ekki tjá sig efnislega um bréfið þar sem hann sagðist ekki hafa lesið það. Hann sagði hinsvegar að það væri ekkert launungarmál að löggæslustofnanir um allt land horfðu fram á niðurskurð. Tæplega fimmtíu starfsmenn lögreglunnar um land allt munu missa vinnu sína um áramótin. Niðurskurðurinn nemur rúmum fimmtíu milljónum króna.

Að sögn Stefáns er það fyrst og fremst stjórnmálamanna að svara fyrir það.

„Allir eru að reyna sitt besta og álagið er að aukast," segir Stefán um lögreglumennina sem starfa víða um land, oft við erfiðar aðstæður eins og bréfið lýsti.

Dómsmálaráðherrann, Ragnar Árnadóttir, vildi ekki tjá sig efnislega um bréfið sem lögreglumaðurinn sendi inn.

Vísir hefur fengið gríðarleg viðbrögð frá lögreglumönnum eftir að fyrsta fréttin barst.

Þar af hefur Vísir borist nokkur bréf til viðbótar frá lögreglumönnum sem vildu ekki að nöfn þeirra yrðu gefin upp. Allir lýsa þeir svipuðum kringumstæðum og var greint frá í fyrstu fréttinni. Ljóst er, af bréfunum að dæma, að mikil ólga er á meðal starfsmanna innan lögregluembættisins.






Tengdar fréttir

„Við erum ekki einu sinni reiðir lengur, við erum bara orðnir þreyttir“

„Niðurskurðurinn eru 51,1 milljón og því verður ekki náð nema með stórfelldum niðurskurði á yfirvinnu og með því að segja starfsfólki upp," segir Snorri Magnússon, formaður Landsamabands lögreglumanna en Vísir sagði frá áhyggjufullum lögreglumanni í morgun sem sendi fréttastofu bréf þar sem hann lýsti erfiðu starfsumhverfi lögreglumanna.

Neyðarkall frá lögreglumanni

Lögreglumönnum er stefnt í hættu vegna fámennis í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í sumum tilfellum eru þeir einir á bílum, jafnvel á næturvöktum um helgar. Svo hljóðar bréf sem fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 fékk sent í gærkvöld frá manni sem segist vera lögreglumaður. Maðurinn segist ekki koma fram undir nafni af ótta við yfirstjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×