Fleiri fréttir

Nova byrjar með 4,5G þjónustu

Fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti í morgun að settir hefðu verið í loftið fyrstu 4,5G sendarnir en fyrirtækið er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til þess að hefja slíka þjónustu.

Tölvutek og Símafélagið í samstarf

Samningurinn sem felur í sér að Tölvutek hefur nú sölu á internet- og símaþjónustu auk afhendingu og móttöku á búnaði frá Símafélaginu í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri.

Lýðskrum

Nú eru kosningar fram undan og fulltrúar flokkanna komnir í gírinn. Þannig skundaði fyrsti maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í útvarpið og lýsti því yfir að aðalmálið í þessum kosningum væri kynferðisofbeldi gegn börnum.

Kristinn nýr framkvæmdastjóri Skátanna

Kristinn Ólafsson, viðskiptafræðingur og starfandi framkvæmdarstjóri Grænna skáta, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta.

Freyja ráðin til Festu

Freyja Steingrímsdóttir hefur verið ráðin sem nýr verkefnastjóri yfir upplýsingamálum og viðburðum hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Lýður nýr framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka

Lýður Þór Þorgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka og tekur við starfinu þann 25. október. Starf framkvæmdastjóra fjárfestingarbankasviðs heyrir beint undir bankastjóra og tekur Lýður sæti í framkvæmdastjórn bankans, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka.

Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra

Helga Vala Helgadóttir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, kallar eftir því að Alþingi skipi án tafar rannsóknarnefnd vegna nýrra upplýsinga um sölu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á öllum eignum sínum í Sjóði 9 hjá Glitni.

Óttast ekki offramboð á notuðum bifreiðum

Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins óttast ekki að bílasölur muni fyllast af notuðum bílaleigubílum á næstu vikum og mánuðum. Bílasali til 49 ára þarf nú í fyrsta sinn að vísa fólki frá og segir að notaðar bifreiðar séu enn of dýrar.

Azazo tekið til gjaldþrotaskipta

Hugbúnaðarfyrirtækið Azazo var tekið til gjaldþrotaskipta í fyrradag. Félag í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA) keypti rekstur fyrirtækisins úr þrotabúinu.

Frekari vaxtalækkanir ef ríkið sýnir ábyrgð

Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir ábyrga hagstjórn forsendu þess að vextir hér á landi geti lækkað frekar. Viðskiptalífið fagnar óvæntri stýrivaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans.

FME sektar Klettar Capital um 2,5 milljónir króna

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað félagið Klettar Capital ehf., sem var stofnað í árslok 2016, um 2,5 milljónir króna fyrir að hafa stundað fjármálastarfsemi án tilskilins starfsleyfis.

MS vinnur Arla í keppni um besta skyrið

Ísey skyr frá MS hlaut gullverðlaun í flokki mjólkurafurða og í keppni um besta skyrið á alþjóðlegri matvælasýningu sem haldin er í Herning í Danmörku

RIFF og TVG-Zimsen í samstarf

TVG-Zimsen mun sjá um alla flutninga fyrir Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem nú stendur yfir í Reykjavík. Þetta er í fjórtánda skipti sem RIFF er haldin hátíðleg.

Eyþór Arnalds í stjórn Árvakurs

Eyþór Arnalds fjárfestir tók í liðinni viku sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Einkahlutafélagið Ramses II, sem er í eigu Eyþórs, er stærsti einstaki hluthafi Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, með 22,87 prósenta hlut.

Launaskrið hjá sjóðastýringarfélögum bankanna

Starfsmenn sjóðastýringarfyrirtækja bankanna voru með 1.690 til 2.070 þúsund krónur í laun á mánuði á fyrri helmingi ársins. Launaskriðið var hvað mest hjá Stefni. Meðallaun starfsmanna Stefnis hafa hækkað um 150 prósent á átta árum.

Stýrivextir lækka

Vísbendingar eru um að farið sé að draga úr spennu í þjóðarbúskapnum.

Kaupaukakerfi Kviku banka lagt niður eftir rannsókn FME

FME telur Kviku hafa brotið gegn reglum um kaupauka þegar starfsmenn fengu 400 milljónir í arð. Kvika hefur innleyst bréf starfsmanna og vill ljúka málinu með  sátt og greiðslu sektar. FME rannsakar arðgreiðslur smærri fjármálafyrirtækja.

Keyptu í Sjóvá fyrir 150 milljónir

Fjárfestingasjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfélagsins Eaton Vance Management keyptu í liðinni viku rúmlega 9,2 milljónir hluta í tryggingafélaginu Sjóvá. Sjóðir á vegum félagsins eiga nú samanlagt 5,59 prósenta hlut í tryggingafélaginu, að því er fram kemur í flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar.

Setja Tempo í söluferli

Stjórn Nýherja hefur falið alþjóðlega fjárfestingabankanum AGC Partners að hefja formlegt söluferli á verulegum eignarhlut félagsins í dótturfélaginu Tempo.

200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco

Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna.

Skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á Festi

Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar.

Sjá næstu 50 fréttir