Viðskipti innlent

Lýður nýr framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Lýður Þór Þorgeirsson, nýr framkvæmdastjór fjárfestingarbanasviðs Arion banka
Lýður Þór Þorgeirsson, nýr framkvæmdastjór fjárfestingarbanasviðs Arion banka Ljósmynd/Arion banki
Lýður Þór Þorgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka og tekur við starfinu þann 25. október. Starf framkvæmdastjóra fjárfestingarbankasviðs heyrir beint undir bankastjóra og tekur Lýður sæti í framkvæmdastjórn bankans, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka.

Lýður er með B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá MIT Sloan School of Management auk þess að hafa lokið löggildingu í verðbréfamiðlun. Frá árinu 2010 starfaði hann hjá GAMMA Capital Management, fyrst sem sjóðsstjóri ýmissa fagfjárfestasjóða en frá árinu 2013 sem framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga. Lýður er kvæntur Ragnheiði Harðardóttur og eiga þau þrjá drengi.

Iða Brá Benediktsdóttir sem gegnt hafði starfi framkvæmdastjóra fjárfestingarbankasviðs frá árinu 2016 tók við starfi framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Arion banka þann 1. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×