Fleiri fréttir

Íslenskt skyr í útrás til Asíu

MS tapaði í sumar einkaréttinum á skyri í Finnlandi og hafði áður tapað sömu réttindum í Svíþjóð. Forstjóri MS segir fyrirtækið búið að sætta sig við niðurstöðuna og leggur áherslu á sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki.

Azazo fengið 154 milljónir frá ríkinu

Áhættufjárfestingarsjóðurinn NSA hefur sett alls 154 milljónir í fjárfestingu sína í hugbúnaðarfyrirtækinu Azazo. Fór inn í hluthafahópinn árið 2009 en stjórnendur fyrirtækisins reyna að forða því frá gjaldþroti.

Lyf og heilsa kaupir glerverksmiðju

„Sérsvið okkar hefur vissulega legið í heilsu- og heilbrigðisgeiranum, en við erum líka fjárfestingafyrirtæki og fjárfestum í fyrirtækjum til langs tíma.“

Verðmæti í góðum ráðum frá heimamönnum

Íslenska sprotafyrirtækið Getlocal setti í dag í gang nýja lausn í ferðatækni. Hún gengur út á að ferðamenn fái góð ráð hjá heimamönnum varðandi upplifun í ferðalaginu.

Innbundið prent of dýrt hjá Odda

"Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót.

Viðskiptablaðið hagnaðist um 13 milljónir

Hagnaður Mylluseturs ehf., útgáfufélags Viðskiptablaðsins og tengdra fjölmiðla, nam 12,6 milljónum í fyrra og jókst um liðlega 2,5 milljónir á milli ára. Allt frá 2010 hefur útgáfustarfsemi félagsins skilað hagnaði á hverju einasta rekstrarári.

Eignir Azazo kyrrsettar og fyrirtækið í gjörgæslu

Brynja Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Azazo, lét kyrrsetja eignir fyrirtækisins sem hún hefur stefnt eftir að ráðningarsamningi hennar var rift. Lífeyrissjóðir og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins í hluthafahópnum.

Eyvindur Sólnes í eigendahóp LEX

Hæstaréttarlögmaðurinn Eyvindur Sólnes, sem hefur starfað hjá CATO Lögmönnum frá árinu 2011, hefur gengið til liðs við LEX þar sem hann verður á meðal eigenda að lögmannsstofunni.

Lögmannsstofa Steinars fékk 39 milljónir frá Lindarhvoli

Eignarhaldsfélagið Lindarhvoll keypti þjónustu af lögmannsstofu Steinars Þórs Guðgeirssonar, hæstaréttarlögmanns og ráðgjafa Lindarhvols, fyrir samtals um 39 milljónir án virðisaukaskatts á síðustu átta mánuðum ársins 2016.

Fjárfesta 200 milljónum í næstu hugmynd stofnenda Plain Vanilla

Hópur fjárfesta hefur lagt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Teatime til jafnvirði um 200 milljónir króna. Index Ventures, alþjóðlegur fjárfestingarsjóður, sem fjárfesti meðal annars í Facebook, Skype, Candy Crush og Clash of Clans, leiðir fjárfestinguna.

Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja

Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku.

Vill kyrrsetningu á eignum Magnúsar

United Silicon hefur óskað eftir að eignir Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hér á landi verði kyrrsettar. Fyrirtækið vill tryggingu fyrir bótakröfu á hendur honum.

Opið í bankanum um helgar

Hingað til hefur útibúið í Kringlunni verið opið frá 9-16 á virkum dögum og lokað um helgar.

Kótelettur í raspi að hætti togarasjómanna

Stefán Úlfarsson matreiðslumaður hefur tekið yfir rekstur á veitingahúsi föður síns, Úlfars Eysteinssonar, Þremur frökkum. Stefán segir að matarsmekkur fólks sé öðruvísi á sumrin en haustin.

Starfslokin kostuðu ON 21 milljón króna

Fyrrverandi framkvæmdastjóri dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var með níu mánaða uppsagnarfrest. Ráðinn framkvæmdastjóri Samorku tveimur mánuðum síðar. "Mér finnst þetta mikill kostnaður,“ segir stjórnarmaður í OR.

Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt

Róbert Wessman keypti íbúð á Manhattan í New York í lok síðasta árs fyrir rúma þrjá milljarða króna. Lánsskjöl benda til þess að hann hafi einungis fengið 1,6 milljarða króna að láni.

Hækkun í anda Salek ekki nóg fyrir flugvirkja

Deilur flugvirkja Icelandair við Samtök atvinnulífsins gefa tóninn í kjaraviðræðum sem fram undan eru í vetur. Forsvarsmenn SA telja ekkert svigrúm til launahækkana en flugvirkjar sætta sig ekki við litla hækkun í anda SALEK.

Mun ekki áfrýja eftir sigur Heimavalla í leigudeilu

Sveitarstjórn Langanesbyggðar ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem leigufélagið Heimavellir var sýknað af kröfu sveitarfélagsins og það dæmt til að greiða 650 þúsund krónur í málskostnað. Losnar sveitarstjórnin því ekki undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn sem gilda út 2021.

Sjá næstu 50 fréttir