Viðskipti innlent

Bein útsending: Peningastefnunefndin rökstyður ákvörðun um lækkun stýrivaxta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson munu fara yfir málin með blaðamönnum.
Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson munu fara yfir málin með blaðamönnum. fréttablaðið/vilhelm
Peningastefnunefnd Seðlabankans mun rökstyðja ákvörðun sína um að lækka stýrivexti á blaðamannafundi í Seðlabankanum klukkan 10. Fundinum verður streymt á Vísi.

Tilkynnt var um ákvörðun peningastefnunefndar í morgun en síðasta stýrivaxtaákvörðun bankans var í lok ágúst. Þá voru vextir óbreyttir, 4,5% en voru svo lækkaðir um 0,25 prósentustig í morgun.

Stýrivextirnir eru nú 4,25%.

Uppfært klukkan 11:10 þegar útsendingu lauk.


Tengdar fréttir

Stýrivextir lækka

Vísbendingar eru um að farið sé að draga úr spennu í þjóðarbúskapnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×