Viðskipti innlent

Eyþór Arnalds í stjórn Árvakurs

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Félag Eyþórs Arnalds er stærsti einstaki hluthafi útgáfufélags Morgunblaðsins með tæplega 23 prósenta hlut.
Félag Eyþórs Arnalds er stærsti einstaki hluthafi útgáfufélags Morgunblaðsins með tæplega 23 prósenta hlut. Vísir/Ernir
Eyþór Arnalds fjárfestir tók í liðinni viku sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Einkahlutafélagið Ramses II, sem er í eigu Eyþórs, er stærsti einstaki hluthafi Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, með 22,87 prósenta hlut.

Eyþór kom nýr inn í stjórnina í stað Friðbjörns Orra Ketilssonar sem setið hefur í stjórn Árvakurs frá árinu 2015.

Félag Eyþórs fór inn í hluthafahóp Þórsmerkur í apríl þegar félagið keypti eignarhluti útgerðarfélaganna Samherja, Síldarvinnslunnar og Vísis.

Fyrir í stjórn Árvakurs sitja þau Sigurbjörn Magnússon stjórnarformaður, Ásdís Halla Bragadóttir, Bjarni Þórður Bjarnason og Katrín Pétursdóttir.

Félagið Hlynur A, í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, er næststærsti hluthafi Þórsmerkur með 16,5 prósenta hlut en þar á eftir kemur félag í eigu Kaupfélags Skagfirðinga með 15,84 prósenta hlut. 

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.


Tengdar fréttir

Auka hlutafé Árvakurs um 400 milljónir króna

Hlutafé Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, verður samkvæmt heimildum Markaðarins aukið um í kringum 400 milljónir króna á næstu vikum. Hlutafjáraukningin er langt á veg komin og taka núverandi eigendur félagsins þátt í henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×