Viðskipti innlent

Tuborg Classic innkallaður vegna aðskotahluta

Rannsókn á mögulegum ástæðum þess að aðskotahlutir komust í dósirnar stendur yfir.
Rannsókn á mögulegum ástæðum þess að aðskotahlutir komust í dósirnar stendur yfir.
Ölgerðin, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur ákveðið að innkalla 50 cl Tuborg Classic bjór í dósum sem merktar eru BF 20.03.18 og með pökkunardag PD 20.09.17 og seldar voru í verslunum ÁTVR.

Ástæðan er sú að aðskotahlutir, hugsanlega gler eða brot úr hörðu plasti, fundust í einni dós. Rannsókn á mögulegum ástæðum þess stendur yfir en meðan niðurstaða liggur ekki fyrir hefur verið ákveðið að innkalla allar dósir frá þessum pökkunardegi.

Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir að þeir einstaklingar sem hafi 50 cl Tuborg Classic dós undir höndum með áðurnefndum merkingum geti skilað þeim til Ölgerðarinnar eða í næstu verslun ÁTVR og fengið nýja vöru í staðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×