Frekari vaxtalækkanir ef ríkið sýnir ábyrgð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. október 2017 06:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir Seðlabanka Íslands hafa í gær gefið skýr skilaboð um að stýrivextir geti lækkað frekar ef aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sýni ábyrgð á komandi misserum. Ábyrg hagstjórn sé forsenda þess að vextir hér á landi geti þokast í átt að vöxtum erlendis. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tók fram á fundi í bankanum í gær, þar sem kynnt var ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur, að bankinn teldi ekki ástæðu til að búast við róttækum stefnubreytingum í ríkisfjármálum. „Ef það verða breytingar á því í framhaldi af kosningum er augljóst að það yrðu meiriháttar tíðindi og þá tækjum við á því,“ sagði hann. Stýrivaxtalækkunin kom fjárfestum í opna skjöldu, enda höfðu flestir, þar á meðal greiningardeildir stóru viðskiptabankanna, spáð óbreyttum vöxtum. Viðbrögðin á verðbréfamörkuðum voru sterk en til marks um það hækkuðu hlutabréf allra skráðu félaganna í Kauphöllinni í verði og ávöxtunarkrafa á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum lækkaði um allt að 25 punkta.Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management.Vísir/StefánValdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management, segir ákvörðun peningastefnunefndarinnar mjög ánægjulega. Hún rími vel við hagtölur og væntingar. „Síðasta verðbólgumæling var vel undir væntingum og nemur verðbólgan nú 1,4 prósentum en að frátöldum húsnæðisliðnum er verðhjöðnun á Íslandi nú 3,1 prósent. Hafa ber í huga að markmið Seðlabankans er stöðugt verðlag, sem er skilgreint sem 2,5 prósenta verðbólga. Verðbólgan er nú ekki langt frá því að Seðlabankinn þurfi að útskýra opinberlega fyrir ríkisstjórninni af hverju hún er svo langt frá markmiði, en það þarf hann að gera ef verðbólgan er 1,5 prósentum hærri eða lægri en markmið,“ segir hann. „Jafnframt er nú kannski loks litið til þess að hagvöxtur er knúinn áfram af stórauknum komum ferðamanna, frekar en skuldsetningu, ásamt því að vextir í umheiminum eru enn miklu lægri en hér á landi og ekki einsýnt að það þurfi að viðhalda viðlíka vaxtamun við útlönd og áður hefur þurft, en Ísland er enn í aðlögunarferli að lægri jafnvægisraunvöxtum. Þetta gefur nú fullt tilefni til þess í framhaldinu að endurskoða innflæðishöftin á skuldabréfamarkaði sem mun leiða til þess að vaxtalækkanir skili sér enn betur til heimila og fyrirtækja,“ nefnir Valdimar.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/SAÁsdís segir skýr merki um að hægst hafi á vexti hagkerfisins. „Seðlabankinn hefur þegar lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið í ár og þarf líklega að lækka hana enn frekar miðað við þær vísbendingar sem nú eru að koma fram. Verðbólguvæntingar, hvort sem er til skamms eða langs tíma, hafa einnig verið við markmið og verðbólgan verið undir markmiði í 44 mánuði samfleytt.“ Hún segir vaxtalækkunina gefa fyrirheit um að áfram verði unnt að minnka vaxtamun við útlönd. „Þvert gegn ráðleggingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa verið hér við lýði innflæðishöft. Að mati sjóðsins eru slík höft neyðarúrræði sem eiga ekki að gegna hlutverki í almennri hagstjórn. Það er vonandi að vaxtalækkunin nú sé skref í þá átt að höftunum verði loks aflétt.” Ásdís segir miklu máli skipta að sátt skapist um hóflegar launahækkanir, sem séu meira í takt við verðmætasköpun í hagkerfinu, í komandi kjarasamningalotu. Auk þess sé mikilvægt að sú ríkisstjórn sem komist til valda eftir kosningar sýni aðhald í sinni ríkisfjármálastefnu. „Við erum líklega á toppi uppsveiflunnar og mikilvægt að allir sýni ábyrgð, aðilar vinnumarkaðar og hið opinbera. Ábyrg hagstjórn er forsenda þess að vextr hér á landi geti þokast í átt að þeim vöxtum sem við sjáum erlendis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stýrivextir lækka Vísbendingar eru um að farið sé að draga úr spennu í þjóðarbúskapnum. 4. október 2017 08:58 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir Seðlabanka Íslands hafa í gær gefið skýr skilaboð um að stýrivextir geti lækkað frekar ef aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sýni ábyrgð á komandi misserum. Ábyrg hagstjórn sé forsenda þess að vextir hér á landi geti þokast í átt að vöxtum erlendis. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tók fram á fundi í bankanum í gær, þar sem kynnt var ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur, að bankinn teldi ekki ástæðu til að búast við róttækum stefnubreytingum í ríkisfjármálum. „Ef það verða breytingar á því í framhaldi af kosningum er augljóst að það yrðu meiriháttar tíðindi og þá tækjum við á því,“ sagði hann. Stýrivaxtalækkunin kom fjárfestum í opna skjöldu, enda höfðu flestir, þar á meðal greiningardeildir stóru viðskiptabankanna, spáð óbreyttum vöxtum. Viðbrögðin á verðbréfamörkuðum voru sterk en til marks um það hækkuðu hlutabréf allra skráðu félaganna í Kauphöllinni í verði og ávöxtunarkrafa á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum lækkaði um allt að 25 punkta.Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management.Vísir/StefánValdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management, segir ákvörðun peningastefnunefndarinnar mjög ánægjulega. Hún rími vel við hagtölur og væntingar. „Síðasta verðbólgumæling var vel undir væntingum og nemur verðbólgan nú 1,4 prósentum en að frátöldum húsnæðisliðnum er verðhjöðnun á Íslandi nú 3,1 prósent. Hafa ber í huga að markmið Seðlabankans er stöðugt verðlag, sem er skilgreint sem 2,5 prósenta verðbólga. Verðbólgan er nú ekki langt frá því að Seðlabankinn þurfi að útskýra opinberlega fyrir ríkisstjórninni af hverju hún er svo langt frá markmiði, en það þarf hann að gera ef verðbólgan er 1,5 prósentum hærri eða lægri en markmið,“ segir hann. „Jafnframt er nú kannski loks litið til þess að hagvöxtur er knúinn áfram af stórauknum komum ferðamanna, frekar en skuldsetningu, ásamt því að vextir í umheiminum eru enn miklu lægri en hér á landi og ekki einsýnt að það þurfi að viðhalda viðlíka vaxtamun við útlönd og áður hefur þurft, en Ísland er enn í aðlögunarferli að lægri jafnvægisraunvöxtum. Þetta gefur nú fullt tilefni til þess í framhaldinu að endurskoða innflæðishöftin á skuldabréfamarkaði sem mun leiða til þess að vaxtalækkanir skili sér enn betur til heimila og fyrirtækja,“ nefnir Valdimar.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/SAÁsdís segir skýr merki um að hægst hafi á vexti hagkerfisins. „Seðlabankinn hefur þegar lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið í ár og þarf líklega að lækka hana enn frekar miðað við þær vísbendingar sem nú eru að koma fram. Verðbólguvæntingar, hvort sem er til skamms eða langs tíma, hafa einnig verið við markmið og verðbólgan verið undir markmiði í 44 mánuði samfleytt.“ Hún segir vaxtalækkunina gefa fyrirheit um að áfram verði unnt að minnka vaxtamun við útlönd. „Þvert gegn ráðleggingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa verið hér við lýði innflæðishöft. Að mati sjóðsins eru slík höft neyðarúrræði sem eiga ekki að gegna hlutverki í almennri hagstjórn. Það er vonandi að vaxtalækkunin nú sé skref í þá átt að höftunum verði loks aflétt.” Ásdís segir miklu máli skipta að sátt skapist um hóflegar launahækkanir, sem séu meira í takt við verðmætasköpun í hagkerfinu, í komandi kjarasamningalotu. Auk þess sé mikilvægt að sú ríkisstjórn sem komist til valda eftir kosningar sýni aðhald í sinni ríkisfjármálastefnu. „Við erum líklega á toppi uppsveiflunnar og mikilvægt að allir sýni ábyrgð, aðilar vinnumarkaðar og hið opinbera. Ábyrg hagstjórn er forsenda þess að vextr hér á landi geti þokast í átt að þeim vöxtum sem við sjáum erlendis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stýrivextir lækka Vísbendingar eru um að farið sé að draga úr spennu í þjóðarbúskapnum. 4. október 2017 08:58 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Stýrivextir lækka Vísbendingar eru um að farið sé að draga úr spennu í þjóðarbúskapnum. 4. október 2017 08:58