Viðskipti innlent

Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Argentína steikhús opnaði í október 1989. Annar eigenda frá 1990 hefur verið Kristján Þór Sigfússon en ekki lengur.
Argentína steikhús opnaði í október 1989. Annar eigenda frá 1990 hefur verið Kristján Þór Sigfússon en ekki lengur.
Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið. Argentína steikhús var fyrr á þessu ári flutt yfir á kennitölu félagsins Bos ehf. sem stofnað var í febrúar síðastliðnum. 

Björn Ingi Hrafnsson.
Steikhúsið var áður í eigu félagsins Potts ehf. sem Kristján Þór Sigfússon átti en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá upphafi, eða frá árinu 1990.

Eftir að Bos ehf. var stofnað af KPMG undir nafninu AB596 ehf. tók hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson við félaginu nokkrum dögum síðar. Nafni þess var breytt í Bos ehf., Sigurður skráður stjórnarmaður og prókúruhafi þess og dóttir hans, Edda Sif Sig­urðar­dóttir, ráðin framkvæmdastjóri samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár. 

Sigurður þvertekur fyrir að hafa nokkra aðkomu að félaginu í dag en staðfestir að hafa komið að því að kaupa eignir Argentínu á sínum tíma. Engar tilkynningar um breytingar á stjórn félagsins hafa þó verið tilkynntar.

Félagið Pottur var svo úrskurðað gjaldþrota í mars en taprekstur hafði verið á Argentínu undanfarin ár og skuldabyrðin þung. Kristján Þór segir að aðkomu hans að Argentínu sé nú lokið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×