Atvinnulíf

Endur­gjöf: Það sem þú átt ekki að gera

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Við erum flest þakklát fyrir uppbyggilega gagnrýni, þótt stundum sé erfitt að heyra hvað megi betur fara hjá okkur. Hins vegar sýna rannsóknir að stjórnendur eiga erfitt með að gera þetta vel og margir jafnvel forðast að taka á málum og sleppa því frekar að veita endurgjöf.
Við erum flest þakklát fyrir uppbyggilega gagnrýni, þótt stundum sé erfitt að heyra hvað megi betur fara hjá okkur. Hins vegar sýna rannsóknir að stjórnendur eiga erfitt með að gera þetta vel og margir jafnvel forðast að taka á málum og sleppa því frekar að veita endurgjöf. Vísir/Getty

Jákvæð og uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða og til mikils að vinna að ná að gefa slíka endurgjöf faglega og vel. Enda líklegt til að skila árangri fyrir vinnustaðinn og starfsfólkið sjálft.

Niðurstöður rannsóknar sem Harvard Business Review (HBR) segir frá sýnir hins vegar að 44% stjórnenda segjast ekki eiga auðvelt með að gefa starfsfólki sínu endurgjöf og 21% stjórnenda viðurkenna að þeir hreinlega reyna að koma sér undan því.

Enda oft erfið og viðkvæm samtöl.

Það sorglega er þó að rannsóknir sýna líka að starfsfólk kann aftur á móti vel að meta það þegar það fær uppbyggilega gagnrýni. Því öll viljum við jú vita ef það er eitthvað sem mætti betur fara hjá okkur.

En þar sem svo mörgum finnst erfitt að gefa góða endurgjöf er ágætt að rýna svolítið í þau atriði sem mælt er með að við gerum EKKI þegar endurgjöf er veitt.

Hér eru tíu atriði nefnd sérstaklega.

  1. Að gagnrýna þegar við erum í uppnámi
  2. Vera loðin í svörum, óskýr í tali
  3. Að gagnrýna en bjóða ekki upp á samtal (gagnrýna og fara síðan)
  4. Að gagnrýna starfsmann á neikvæðan hátt fyrir framan aðra (að skamma fyrir framan aðra)
  5. Að ýkja aðstæður, atvik eða mál sem komu upp
  6. Að vera með staðhæfingar um hvernig hin manneskjan er eða hefur alltaf verið (rökstuddu málið án þess að það sé persónulegt, talaðu út frá verkefnum eða raunverulegum dæmum)
  7. Að vera ómarkviss í endurgjöf, gefa hana óreglulega og illa
  8. Að gefa endurgjöf þannig að fólk þarf að taka afstöðu með eða á móti
  9. Að gefa endurgjöf í formi húmors eða brandara
  10. Að forðast endurgjöf, sleppa því (og láta vandann þannig viðgangast)

Umfjöllun HBR má lesa HÉR.


Tengdar fréttir

Leiðtogaþjálfun: „Þetta er eins og taka til í geymslunni“

„Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths.

Forstjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“

„Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia.

„Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“

„Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×