Viðskipti innlent

MS vinnur Arla í keppni um besta skyrið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ísey skyr með bökuðum eplum vakti sérstaka lukku.
Ísey skyr með bökuðum eplum vakti sérstaka lukku. Vísir/Stefán
Ísey skyr frá MS hlaut gullverðlaun í flokki mjólkurafurða og í keppni um besta skyrið á alþjóðlegri matvælasýningu sem haldin er í Herning í Danmörku. MS bar þar meðal annar sigur úr býtum gegn vörum frá ASDA en fyrirtækin hafa tekist á á skyrkmarkaði undanfarin ár.

Ísey skyr með bökuðum eplum var varan sem þótti bera höfuð og herðar yfir aðrar vörur en þetta er í annað sinn sem MS hlýtur þessi verðlaun, fyrst árið 2012 þegar kókómjólk var valin besta mjólkurafurðin.

MS hefur á undanförnum árum átt í samkeppni við Arla á skyrmarkaði í Evrópu. Arla hefur tekið upp auglýsingar hér á landi og gengu stjórnendur svo langt að segja starfsemina vera á Höfn á Íslandi. MS svaraði þá fyrir þetta með eigin auglýsingu.

Í samtali við heimasíðu matvælasýningarinnar segir Auðunn Hermansson, verkefnastjóri hjá MS, að það sé mikið afrek fyrir lítið fyrirtæki eins og MS að vinna til þessara verðlauna.

„Það er magnað að lítið fyrirtæki eins og við getum unnið tvisvar í þessum flokki,“ segir Auðunn. „Þetta er vara sem við leggjum hvað mesta áherslu á.“

MS hefur verið í örri útrás en í fyrra seldi fyrirtækið um þrettán þúsund tonn af skyri á erlendri grundu samanborið við þrjú þúsund tonn á Íslandi. 


Tengdar fréttir

Íslenskt skyr í útrás til Asíu

MS tapaði í sumar einkaréttinum á skyri í Finnlandi og hafði áður tapað sömu réttindum í Svíþjóð. Forstjóri MS segir fyrirtækið búið að sætta sig við niðurstöðuna og leggur áherslu á sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×