Viðskipti innlent

Valdís hagnast um 24 milljónir

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Ísbúðin Valdís hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var opnuð árið 2013.
Ísbúðin Valdís hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var opnuð árið 2013. Vísir/stefán
Ísbúðin vinsæla Valdís seldi sínar ískúlur fyrir ríflega 145 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaður Valdísar, sem er í eigu Gylfa Þórs Valdimarssonar og Önnu Svövu Knútsdóttur, nam 24,3 milljónum króna samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins.

Hagnaðurinn dregst nokkuð saman frá fyrra ári þegar hann nam 38,6 milljónum árið 2015 og 40,2 milljónum árið þar áður.

Minni hagnaður skýrist að mestu leyti af mun hærri launakostnaði en árin á undan. Árið 2016 nam launakostnaður 67 milljónum króna samanborið við rúmar 55 milljónir árið 2015.

Skuldir félagsins nema tæpum 19 milljónum króna en eigið fé félagsins rúmum 25 milljónum. Eigendur félagsins greiddu sér 38,5 milljónir króna í arð á síðasta ári. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×