Viðskipti innlent

Jóhanna Margrét eignast fjórðungshlut í vefritinu Lifðu núna

Jóhanna Margrét Einarsdóttir var um árabil fréttamaður á Ríkisútvarpinu.
Jóhanna Margrét Einarsdóttir var um árabil fréttamaður á Ríkisútvarpinu.
Jóhanna Margrét Einarsdóttir, sem var um árabil fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur keypt fjórðung hlutafjár í vefritinu Lifðu núna og samhliða því tekið við starfi ritstjóra vefsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að Erna Indriðadóttir, sem stofnaði vefinn árið 2014, verði í kjölfarið framkvæmdastjóri Lifðu núna. Erna var árum saman fréttamaður hjá RÚV og gegndi starfi upplýsingafulltrúa Alcoa Fjarðaáls um skeið.

Þá hefur Sólveig Baldursdóttir hafið störf sem blaðamaður hjá Lifðu núna.  Sólveig var um tíma ritstjóri Gestgjafans og stofnaði blaðið Áfram á besta aldri og gaf það út um skeið.

Vefritið Lifðu núna fjallar um lífið eftir miðjan aldur og er eini vefmiðillinn sinnar tegundar hér á landi, að því er segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×