Þörf á 372 milljörðum í innviði landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2017 10:12 Að mati Samtaka iðnaðarins mun hið opinbera ekki geta staðið undir uppsafnaðri þörf í viðhald á innviðum landsins. Einkaaðilar munu því þurfa að koma að málum. vísir/anton brink Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða landsins er 372 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi en skýrslan var kynnt á fundi samtakanna í morgun. Til innviða teljast samgöngukerfið, flugvellir, vegir og hafnir, hitaveitur, fráveitur, vatnsveitur, fasteignir í eigu ríkis og sveitarfélaga, orkuvinnsla, orkuflutningar og úrgangsmál. Viðhaldsþörfin nemur 15,4 prósentum af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2017. Er það mat SI að hið opinbera geti ekki mætt þessari þörf eitt og sér heldur þurfi einkaaðilar að koma að uppbyggingu. Samkvæmt skýrslu SI er uppsöfnuð viðhaldsþörf mest, mæld í fjárhæðum, í vegagerð, fasteignum ríkisins, fráveitum og orkuflutningum. Segir í skýrslunni að viðhaldi innviða hafi verið verulega ábótavant á þessum sviðum. Þannig séu hættulegir vegkaflar víða um land og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Þá hefur margoft verið fjallað um að bæta þurfi samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins.Skýringarmynd úr skýrslu SI um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi sem kynnt var í dag.„Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Nauðsynlegt er að fara í fjárfestingar í uppbyggingu meginflutningskerfis til að tryggja nægt framboð raforku um land allt. Einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi og hér hefur byggst upp þekking á rekstri slíkra verkefna sem má nýta. Ofangreindir innviðir fá gula ör þegar metið er hvort fjárfestingar í þeim muni gera það að verkum að þeir standist væntanlegar kröfur og þörf árið 2027, þ.e. eftir tíu ár. Þetta merkir að þó svo að fjárfest sé í innviðinum á næstu tíu árum mun hann ekki mæta betur en nú kröfum og þörfum á árinu 2027. Nær einkunnargjöfin fyrir framtíðarhorfur frá rauðri upp í græna ör. Í þessu sambandi koma hafnir og innanlandsflugvellir verst út, þ.e. fá rautt. Þetta þýðir að meiri háttar hindranir takmarka getu þessara innviða til að uppfylla kröfur og þarfir ársins 2027. Græna ör fá hins vegar fráveitur, hitaveitur, orkuvinnsla, orkuflutningar, sveitarfélagavegir, úrgangsmál og Keflavíkurflugvöllur, en það merkir að fyrirhugaðar eru fjárfestingar í viðkomandi innviðum sem gerir það að verkum að þeir muni mæta kröfum og þörfum eftir 10 ár,“ segir í skýrslu Samtaka iðnaðarins. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira
Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða landsins er 372 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi en skýrslan var kynnt á fundi samtakanna í morgun. Til innviða teljast samgöngukerfið, flugvellir, vegir og hafnir, hitaveitur, fráveitur, vatnsveitur, fasteignir í eigu ríkis og sveitarfélaga, orkuvinnsla, orkuflutningar og úrgangsmál. Viðhaldsþörfin nemur 15,4 prósentum af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2017. Er það mat SI að hið opinbera geti ekki mætt þessari þörf eitt og sér heldur þurfi einkaaðilar að koma að uppbyggingu. Samkvæmt skýrslu SI er uppsöfnuð viðhaldsþörf mest, mæld í fjárhæðum, í vegagerð, fasteignum ríkisins, fráveitum og orkuflutningum. Segir í skýrslunni að viðhaldi innviða hafi verið verulega ábótavant á þessum sviðum. Þannig séu hættulegir vegkaflar víða um land og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Þá hefur margoft verið fjallað um að bæta þurfi samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins.Skýringarmynd úr skýrslu SI um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi sem kynnt var í dag.„Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Nauðsynlegt er að fara í fjárfestingar í uppbyggingu meginflutningskerfis til að tryggja nægt framboð raforku um land allt. Einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi og hér hefur byggst upp þekking á rekstri slíkra verkefna sem má nýta. Ofangreindir innviðir fá gula ör þegar metið er hvort fjárfestingar í þeim muni gera það að verkum að þeir standist væntanlegar kröfur og þörf árið 2027, þ.e. eftir tíu ár. Þetta merkir að þó svo að fjárfest sé í innviðinum á næstu tíu árum mun hann ekki mæta betur en nú kröfum og þörfum á árinu 2027. Nær einkunnargjöfin fyrir framtíðarhorfur frá rauðri upp í græna ör. Í þessu sambandi koma hafnir og innanlandsflugvellir verst út, þ.e. fá rautt. Þetta þýðir að meiri háttar hindranir takmarka getu þessara innviða til að uppfylla kröfur og þarfir ársins 2027. Græna ör fá hins vegar fráveitur, hitaveitur, orkuvinnsla, orkuflutningar, sveitarfélagavegir, úrgangsmál og Keflavíkurflugvöllur, en það merkir að fyrirhugaðar eru fjárfestingar í viðkomandi innviðum sem gerir það að verkum að þeir muni mæta kröfum og þörfum eftir 10 ár,“ segir í skýrslu Samtaka iðnaðarins.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira