Fleiri fréttir

Sjáðu nýju stikluna fyrir Blade Runner 2049

Warner Bros gáfu út í dag aðra stikluna fyrir stórmyndina Blade Runner 2049 sem frumsýnd verður hér á landi í haust en myndin er framhald af Blade Runner sem kom út árið 1982.

Ísland vinnur EM í Hollandi

Það stingur djúpt í hjartað að vera ekki með á EM, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, skærasta stjarna íslenska kvennalandsliðsins, sem varð frá að hverfa vegna meiðsla á síðustu stundu.

Plötufyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar

Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar.

Óvæntum vendingum lofað í nýju Stjörnustríði

Mark Hamill segir að hann hefði aldrei getað ímyndað sér það sem myndi gerast í sögunni sem handritshöfundar nýju Stjörnustríðsmyndarinnar hafa samið. Nýtt myndband þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við gerð myndarinnar hefur verið birt.

Skemmtilegast í Trektinni

Elísa Hilda er á leiðinni í nýju rennibrautirnar í Sundlaug Akureyrar og Hanna Marín systir hennar er búin að prófa.

Spjallþáttadrottning minnist bróður síns

Chelsea Handler, grínisti, leikkona og þáttastjórnandi með meiru minnist elsta bróður síns þegar þrjátíu og þrjú ár eru liðin síðan hann lést. Chelsea opnaði sig fyrir fylgjendum sínum á Instagram þegar hún tjáði sig um andlát bróður síns með hjartnæmum hætti.

Tólf óborganlegir hrekkir

Stelpurnar í Troom Troom halda úti skemmtilegri YouTube-síðu þar sem þær leika oft á alls oddi.

Peningalaust samfélag á Stöðvarfirði

Pólar festival er matar-, menningar- og tónlistarveisla á sunnanverðum Austfjörðum. Hátíðin er haldin í þriðja sinn og er nokkuð frábrugðin öðrum og hefðbundnari bæjarhátíðum. Þeir sem leggja leið sína austur á bóginn til Stöðvarfjarðar þurfa nefnilega ekki að hafa pening meðferðis. Bækistöðvar hátíðarhaldanna umbreytast í peningalaust samfélag meðan á hátíðinni stendur dagana 14. -16. júlí.

Fengu sjokk við þríburafréttirnar

Fyrir átta mánuðum urðu þau Anna Lísa og Hólmar Freyr foreldrar í fyrsta sinn þegar þríburar þeirra fæddust. Anna Lísa segir það hafa verið sjokk að komast að því að þau ættu von á þremur börnum.

Langamma var elskuð og hötuð

Sögur Guðrúnar frá Lundi voru á toppi vinsældalista þjóðarinnar í tvo áratugi en sköpuðu líka átök í bókmenntaheiminum. Á Sauðárkróki er sýning um ævi Guðrúnar og höfundarverk sem Marín Guðrún Hrafnsdóttir stendur að.

HBO birtir upprifjunarmyndband fyrir sunnudagskvöldið

Þarna er farið yfir hvað allar helstu persónurnar hafa verið að bauka í sex þáttaröðum og óhætt er að segja að á sama tíma sé HBO að byggja upp smá spennu meðal aðdáenda þáttanna og bókanna.

Jakka­kragarnir þrír: Ein­hneppu, tví­hneppu og sjallaðir

Kragar eru mikilvægir á smóking og raunar öllum jakkafötum og jökkum. Á smóking eru þeir í þremur gerðum: sjalkragi sem er ekki með neinum hornum, kragi með einhneppuhorni sem kallast „notched“ á ensku og kragi með tvíhneppuhorni sem kallast „peaked“.­

Tilvísanir í barokkheiminn undirliggjandi

María Huld Markan verður í sviðsljósinu í Skálholti um helgina. Hún er staðartónskáld þar og portretttónleikar með verkum hennar verða á morgun, laugardag.

Laumast í fataskáp foreldranna

Ragnheiður María Benediktsdóttir, önnur tveggja hljómsveitarmeðlima RuGl, hefur gaman af því að spá í tísku liðinna ára. Síðustu tónleikar RuGl í bili verða í gróðurhúsi Norræna hússins á sunnudag.

Sjá næstu 50 fréttir