Lífið

Spjallþáttadrottning minnist bróður síns

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Chelsea Handler er þekkt fyrir að vera bráðfyndin en hlátur er henni einmitt ofarlega í huga þegar hún minnist bróður síns. Hún segir Chet hafa kennt sér að hlæja.
Chelsea Handler er þekkt fyrir að vera bráðfyndin en hlátur er henni einmitt ofarlega í huga þegar hún minnist bróður síns. Hún segir Chet hafa kennt sér að hlæja. Vísir/Getty

Chelsea Handler, grínisti, leikkona og þáttastjórnandi minnist elsta bróður síns þegar þrjátíu og þrjú ár eru liðin síðan hann lést. Chelsea opnaði sig fyrir fylgjendum sínum á Instagram þegar hún tjáði sig um andlát bróður síns með hjartnæmum hætti.

Handler, sem er yngst sex systkina, var níu ára þegar Chet dó. Hún missti bróður sinn í skelfilegu slysi árið 1984. Hann hrapaði fram af kletti og lést þegar hann var aðeins tuttugu og tveggja ára.

Á Instagram birti Chelsea mynd af Chet. Hún segist hafa dregið ríkan lærdóm af fráfalli hans. Hún hafi lært að lifa, elska og hlæja. Chelsea brýnir fyrir fylgjendum sínum að venja sig á að segja oft „ég elska þig“ við ástvini sína. „Þetta er eina tækifærið sem við höfum,“ segir Chelsea.
 
Chelsea Handler stýrir þættinum Chelsea Lately en hún þykir einstaklega fyndin og kaldhæðin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira