Bíó og sjónvarp

Harry hitti Harry á frumsýningu Dunkirk

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Harry Styles, sem ræðir hér við Harry Bretaprins, fer með hlutverk Alex í kvikmyndinni Dunkirk.
Harry Styles, sem ræðir hér við Harry Bretaprins, fer með hlutverk Alex í kvikmyndinni Dunkirk. Vísir/Getty
Harry Bretaprins var viðstaddur heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Dunkirk í London í gær og hitti þar fyrir nafna sinn og fyrrverandi meðlim hljómsveitarinnar One Direction, Harry Styles. Vel fór á með nöfnunum á frumsýningunni.

Prinsinn mælti sér einnig mót við hermenn, sem börðust við Dunkirk í seinni heimsstyrjöldinni er Nasistar umkringdu heri bandamanna, fyrir frumsýninguna. Hann gaf sér þó líka tíma til þess að taka í höndina á nafna sínum, Harry Styles, sem þreytir frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni.

Harry Bretaprins ræddi við hermenn, sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni, fyrir frumsýningu myndarinnar í gær.Vísir/Getty
Kvikmyndin Dunkirk fjallar um „Operation Dynamo,“ brottflutning hermanna Bandamanna við Dunkirk í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni.

Með helstu hlutverk fara Fionn Whitehead, Tom Glynn-Carney, Harry Styles, Cillian Murphy og Tom Hardy. Um leikstjórn og handrit sér Christopher Nolan en Dunkirk verður frumsýnd hér á landi 19. júlí næstkomandi.

Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×