Lífið

Léku Daft Punk-syrpu fyrir Trump og Macron á Bastillu-deginum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Trump var hress á Bastillu-deginum í París í dag.
Trump var hress á Bastillu-deginum í París í dag.

Lúðrasveit franska hersins bauð upp á heldur betur skemmtilegt prógramm við lok skrúðgöngu á Bastillu-deginum í París í dag.

Bastillu-dagurinn er þjóðhátíðardagur Frakka og lék sveitin Daft Punk-syrpu við hátíðahöldin. Á meðal viðstaddra voru þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, en Trump er nú í opinberri heimsókn í Frakklandi.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var Macron vel skemmt yfir slögurum á borð við Get Lucky og Harder, Better, Faster en Trump vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið ef marka mátti svipbrigði hans. Hann er kannski ekki mikill Daft Punk-aðdáandi.


Tengdar fréttir

Trump og Macron leika á als oddi í París

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira