Lífið

Jaclyn Hill og Kim Kardashian mála sig saman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt myndband.
Skemmtilegt myndband.

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var gestur hjá aðalförðunarfræðingum á YouTube á dögunum og heitir sú kona Jaclyn HillHill er með 4,3 milljónir áskrifenda á YouTube og þykir hún ein sú allra besta í faginu. 

Á dögunum gaf Kim Kardashian út nýja línu af contour og highlight vörum og mætti hún því til Jaclyn Hill og þær máluðu sig saman með þessum vörum. 

Jaclyn Hill stofnaði YouTube-rásina árið 2011 og hefur meðal annars verið í samstarfi við snyrtivörumerkin Becca og Morphe í gegnum árin og sló í gegn með vörunni Champagne Pop

Hér að neðan má sjá þessar tvær spreyta sig á nýjum vörum frá Kim K.
Fleiri fréttir

Sjá meira