Lífið

Skemmtilegast í Trektinni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Elísa Hilda og Hanna Marín njóta sumarsins í botn á Akureyri, hoppa á tramp­ólínum og fara í nýju rennibrautina í lauginni.
Elísa Hilda og Hanna Marín njóta sumarsins í botn á Akureyri, hoppa á tramp­ólínum og fara í nýju rennibrautina í lauginni. Mynd/Auðunn

Systurnar Hanna Marín Hauksdóttir og Elísa Hilda Hauksdóttir eiga heima á Akureyri. Hanna er tíu ára en alveg að verða ellefu og Elísa er nýorðin níu ára. Þeim semur oftast vel.

Eruð þið búnar að fara í stóru, nýju rennibrautina í sundlauginni?
Hanna: Ég fór í dag. Það var voða gaman, samt var skemmtilegast í Trektinni.
Elísa: Ég ætla að fara á morgun.

En hvernig leikið þið ykkur helst saman?
Hanna: Við teiknum myndir.
Elísa: Og hoppum saman á tramp­ólíni.

Hvað gerið þið helst á sumrin?
Förum á trampólín, í útilegur og í sumarbústaðinn til ömmu og afa.

Hafið þið farið nýlega í útilegu?
Við fórum til Siglufjarðar um daginn og það var mjög gaman.

Hvað finnst ykkur langskemmtilegast að gera?
Elísa: Fara í sund, leika við vini og vera á trampólíni.
Hanna: Leika við vinkonur, fara í sund og vera á trampólíni.

Eruð þið í íþróttum?
Elísa: Ekki núna en ég var í fótbolta í fyrrasumar.
Hanna: Ég er í dansi á veturna.

Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórar?
Elísa: Mig langar að verða leikari, bakari eða læknir.
Hanna: Ég er ekki alveg viss um hvað ég vil verða þegar ég er orðin stór.
Fleiri fréttir

Sjá meira