Lífið

Skemmtilegast í Trektinni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Elísa Hilda og Hanna Marín njóta sumarsins í botn á Akureyri, hoppa á tramp­ólínum og fara í nýju rennibrautina í lauginni.
Elísa Hilda og Hanna Marín njóta sumarsins í botn á Akureyri, hoppa á tramp­ólínum og fara í nýju rennibrautina í lauginni. Mynd/Auðunn

Systurnar Hanna Marín Hauksdóttir og Elísa Hilda Hauksdóttir eiga heima á Akureyri. Hanna er tíu ára en alveg að verða ellefu og Elísa er nýorðin níu ára. Þeim semur oftast vel.

Eruð þið búnar að fara í stóru, nýju rennibrautina í sundlauginni?
Hanna: Ég fór í dag. Það var voða gaman, samt var skemmtilegast í Trektinni.
Elísa: Ég ætla að fara á morgun.

En hvernig leikið þið ykkur helst saman?
Hanna: Við teiknum myndir.
Elísa: Og hoppum saman á tramp­ólíni.

Hvað gerið þið helst á sumrin?
Förum á trampólín, í útilegur og í sumarbústaðinn til ömmu og afa.

Hafið þið farið nýlega í útilegu?
Við fórum til Siglufjarðar um daginn og það var mjög gaman.

Hvað finnst ykkur langskemmtilegast að gera?
Elísa: Fara í sund, leika við vini og vera á trampólíni.
Hanna: Leika við vinkonur, fara í sund og vera á trampólíni.

Eruð þið í íþróttum?
Elísa: Ekki núna en ég var í fótbolta í fyrrasumar.
Hanna: Ég er í dansi á veturna.

Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórar?
Elísa: Mig langar að verða leikari, bakari eða læknir.
Hanna: Ég er ekki alveg viss um hvað ég vil verða þegar ég er orðin stór.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira