Lífið

Leigubílstjóri með rödd eins og engill: „Yndislegasti keppandi sem við höfum fengið í þáttinn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegur söngvari hér á ferðinni.
Ótrúlegur söngvari hér á ferðinni.

Carlos De Antonis mætti í áheyrnarprufu í America´s Got Talent dögunum og sló rækilega í gegn.

Antonis starfar sem leigubílstjóri og kom heldur betur á óvart er hann byrjaði að tapa klassískt óperulag, Nessun Dorma.

Kappinn flutti lagið af stakri snilld og heillaði bæði salinn og alla dómarana fjóra. Hann flytur oft lögin í leigubílnum og alltaf við góðar undirtektir.

Hér að neðan má sjá þennan mikla meistara sem gæti gert það gott í America´s Got Talent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira