Lífið

Hætt að ávarpa „dömur og herra“ í neðanjarðarlestum í London

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gleðiganga hinseginfólks var haldin hátíðleg í London á dögunum. Neðanjarðarlestarkerfið lét ekki sitt eftir liggja í skreytingum.
Gleðiganga hinseginfólks var haldin hátíðleg í London á dögunum. Neðanjarðarlestarkerfið lét ekki sitt eftir liggja í skreytingum. Vísir/Getty
Hætt verður að ávarpa „dömur og herra“ í kallkerfum neðanjarðarlestarstöðva í London og ný kveðja tekin upp til að höfða til lestarfarþega af öllum kynjum. BBC greinir frá.

Starfsfólk lestarstöðvana hefur verið beðið um að hefja tilkynningar á orðunum „halló, allir saman,“ eða „hello everyone,“ í stað „dömur mínar og herrar,“ eða „ladies and gentlemen.“ Breytingarnar eru gerðar til að koma til móts við einstaklinga sem ekki finna sér samsvörun í öðru hvoru kyninu.

Baráttusamtökin Stonewall, sem berjast fyrir réttindum hinseginfólks, fögnuðu ákvörðuninni sem naut stuðnings borgarstjóra höfuðborgarinnar, Sadiq Khan.

Khan sagðist ánægður með að neðanjarðarlestarkerfið höfðaði nú til fólks á „hlutlausari hátt.“ Þá lagði talsmaður Stonewall áherslu á mikilvægi tungumálsins í réttindabaráttu hinseginfólks.

„Tungumál er ótrúlega mikilvægt fyrir samfélag hinseginfólks, og það hvernig við notum málið getur hjálpað til við að tryggja að öllum finnist þeir velkomnir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×