Bíó og sjónvarp

Sjáðu nýju stikluna fyrir Blade Runner 2049

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ryan Gosling fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni.
Ryan Gosling fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni.

Warner Bros gáfu út í dag aðra stikluna fyrir stórmyndina Blade Runner 2049 sem frumsýnd verður hér á landi í haust en myndin er framhald af Blade Runner sem kom út árið 1982.

Blade Runner 2049 gerist 30 árum eftir að fyrri myndin átti sér stað og fjallar um lögreglumanninn K, sem leikinn er af Ryan Gosling, sem leitar að Rick Deckard, sem Harrison Ford leikur sem fyrr, en ekkert hefur sést af Deckard í þrjá áratugi.
 
K kemst hins vegar á snoðir um gamalt og grafið leyndarmál, sem getur umturnað heiminum, og þarf á hjálp Deckard að halda.

Með önnur hlutverk fara meðal annars Robin Wright, Ana de Armas, Jared Leto og Mackenzie Davis.

Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira