Menning

Jón R. Hjálmarsson metsöluhöfundur á Ítalíu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þjóðsögurnar hans Jóns falla í kramið hjá Ítalanum.
Þjóðsögurnar hans Jóns falla í kramið hjá Ítalanum. Vísir/Valli
Bókin Þjóðsögur við þjóðveginn eftir Jón R. Hjálmarsson kom nýlega út á Ítalíu í þýðingu Silviu Cosimini og er komin í 9. sæti vinsældalistans þar í landi í flokki fræði- og handbóka, að sögn Valgerðar Benediktsdóttur hjá Forlaginu.

 

Bókin góða í ítölsku útgáfunni.
„Útgefandinn Iperborea er í skýjunum. Fésbókarfærsla útgáfunnar um bókina fékk 2.500 læk fyrsta daginn og yfir 300 deilingar.  Fyrstu tíu dagana eftir að bókin kom út seldist hún í 2.000 eintökum og bóksalar hringja daglega og panta fleiri eintök. Þetta er stórkostlegur árangur,“ segir hún. 

Höfundurinn Jón er á nítugasta og sjötta aldursári. Hann var skólastjóri á Skógum og Selfossi og fræðslustjóri Suðurlands um tíma. Eftir hann liggja vinsælar bækur um land og þjóð, meðal annars handbækurnar Þjóðsögur við þjóðveginn, Þjóðkunnir menn við þjóðveginn og Draugasögur við þjóðveginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×