Lífið

Þetta eru lögin sem brúðhjón banna í brúðkaupsveislum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þessi brúðhjón virðast ekki vera að dansa Fugladansinn.
Þessi brúðhjón virðast ekki vera að dansa Fugladansinn. vísir/getty
Sumarið er tími brúðkaupanna og hafa eflaust ófáir lesendur Vísis farið í brúðkaup síðustu vikurnar eða eru á leiðinni í brúðkaup á næstu vikum.

Brúðkaupsveislur eru yfirleitt með betri partýjum og skiptir tónlistin miklu máli þegar gera á gott partý. Brúðhjónin fá oft plötusnúða til að sjá um tónlistina og eru sum lög vinsælli en önnur og enn önnur lög óvinsælli og hreinlega bönnuð.

Vefsíðan FiveThirtyEight ræddi fjölda plötusnúða sem hafa spilað í nærri 200 brúðkaupum og spurði þá út í hvaða lög það væru sem brúðhjón bönnuðu oftast á lagalista brúðkaupsveislunnar.

Listann má sjá hér að neðan en mest bannaða lagið er hinn sívinsæli Fugladans, en mörg laganna eiga það sameiginlegt að við þau er til einhvers konar dans sem á einhverjum tímapunkti hefur heltekið heimsbyggðina.

1.    Chicken Dance

2.    Cha-Cha Slide með DJ Casper

3.    Macarena með Los Del Rio

4.    Cupid Shuffle með Cupid

5.    YMCA með Village People

6.    Electric Boogie (Electric Slide) með Marcia Griffiths

7.    Hokey Pokey

8.    Wobble með V.I.C.

9.    Happy með Pharrell Williams

10.  Shout með Isley Brothers

11.  Love Shack með The B-52’s






Fleiri fréttir

Sjá meira


×