Fleiri fréttir

FH áfram þrátt fyrir tap í Rússlandi

FH er komið áfram í þriðju umferð undankeppni EHF keppninnar í handbolta þrátt fyrir 37-33 tap gegn St Petersburg í framlengdum leik í Rússlandi í dag.

Federer sigraði Nadal

Roger Federer sigraði Rafael Nadal í úrslitaleik Shanghai meistaramótsins í tennis í dag.

Rúnar vann Bjarka Má

Rúnar Kárason hafði betur gegn Bjarka Má Elíssyni þegar lið þeirra mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Ægir með níu stig í tapi

Ægir Þór Steinarsson skoraði 9 stig í tapi Tau Castello gegn Barcelona í spænsku 1. deildinni í körfubolta í dag.

Jafntefli hjá Kjartani Henry

Kjartan Henry Finnbogason spilaði allan leikinn fyrir Horsens sem gerði jafntefli við Hobro í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Jesus sá besti síðan Messi birtist

Gabriel Jesus er besti ungi fótboltamaðurinn sem sést hefur síðan Lionel Messi birtist fyrst. Þetta segir sérfræðingur BBC Sport, Danny Murphy.

Óli Stefán framlengir við Grindavík

Óli Stefán Flóventsson verður áfram þjálfari Grindavíkur í Pepsi deild karla, en hann framlengdi samning sinn við félagið í dag.

Ólafía endaði í síðasta sæti

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, endaði í 76.-77. sæti á Keb Hana mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi sem kláraðist í nótt.

Axel stigameistari og valinn kylfingur ársins

Axel Bóasson, kylfingur úr Keili, hampaði stigameistaratitlinum á Nordic Tour atvinnumannamótaröðinni en hann var einnig kosinn kylfingur ársins á þessari þriðju sterkustu atvinnumannamótaröð Evrópu.

Geir svarar Heimi: Fór aldrei á bak við hann

Geir Þorsteinsson segist ekki hafa farið á bak við Heimi Hallgrímsson þegar hann ræddi við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf fyrir KSÍ, eins og fram kom í viðtali við Heimi sem birtist í DV á föstudaginn.

Domino's Körfuboltakvöld: Vilja fórna sér fyrir Garðabæinn

Stjarnan vann glæsilegan sigur á KR í lokaleik annarar umferðar Domino's deild karla í körfubolta á föstudaginn. Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi tóku viðtal við Hrafn Kristjánsson, þjálfara Stjörnunnar, beint úr Ásgarði.

Wenger segir að það verði erfitt að ná City úr þessu

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, virðist vera búinn að kasta inn handklæðinu í baráttunni um titilinn eftir aðeins átta umferðir en eftir tap gegn Watford í gær segir hann að það verði erfitt að ná toppliðunum.

Dagný bandarískur meistari með Portland

Dagný Brynjarsdóttir og stöllur í Portland Thorns eru bandarískir meistarar eftir 1-0 sigur gegn North-Carolina Courage í úrslitaleik NWSL-deildarinnar í Orlando.

Napoli komið með fimm stiga forskot

Napoli nýtti sér mistök Juventus og náði fimm stiga forskoti á toppi ítölsku deildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri á Roma á útivelli í kvöld.

Martin öflugur í sigri | Haukur stigahæstur í stóru tapi

Tveir íslenskir landsliðsmenn voru á ferð og flugi í frönsku deildinni í körfubolta í dag en Martin Hermannsson átti fínan leik í sigri Chalon-Reims á meðan Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur í stóru tapi gegn Monaco.

Ari lagði upp jöfnunarmark Lokeren

Landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason lagði upp jöfnunarmark Lokeren í 1-1 jafntefli gegn St Trudien á heimavelli í belgísku deildinni í fótbolta í kvöld.

Stórsigur hjá Oddi og félögum

Oddur Gretarsson kom lítið við sögu í öruggum sigri Balingen-Weilstetten en á sama tíma lék Fannar Friðgeirsson í naumu tapi Hamm-Westfalen gegn Rhein-Vikings í þýsku 2. deildinni í handbolta.

Umdeild vítaspyrna í sigri Watford gegn Arsenal

Skytturnar misstigu sig í lokaleik dagsins í enska boltanum í 1-2 tapi gegn Watford á Vicarage Road en fyrrum leikmaður Manchester United, Tom Cleverley, skoraði sigurmarkið á 92. mínútu leiksins eftir að Watford hafði jafnað metin úr vafasamri vítaspyrnu.

Kristianstads fékk skell í Frakklandi

Íslendingaliðið Kristianstads fékk níu marka skell gegn Nantes í Meistaradeildinni í handbolta í dag en það voru íslenskir dómarar sem sáu um dómgæsluna.

Bakvörður bæði mörk PSG í naumum sigri

Belgíski hægri bakvörðurinn Thomas Meunier var hetja PSG í 2-1 sigri gegn Dijon í frönsku úrvalsdeildinni í dag en hann skoraði sigurmark PSG á 92. mínútu eftir að hafa komið gestunum yfir um miðbik seinni hálfleiks.

Kári og félagar halda í við topplið Celtic

Aberdeen með Kára Árnason innanborðs en enn ósigrað eftir níu umferðir í skosku úrvalsdeildinni en félagið heldur í við stórveldið Celtic við topp deildarinnar.

Rúnar Alex vann Hannes

Íslensku landsliðsmarkverðirnir Rúnar Alex Rúnarsson og Hannes Halldórsson áttust við í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ronaldo hetjan í þriðja sigri Real í röð

Mark Cristiano Ronaldo á 85. mínútu reyndist vera sigurmarkið í 2-1 sigri Real Madrid gegn Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni en þetta var þriðji sigur Madrídinga í röð.

Tottenham vann og Jói Berg lagði upp mark

Harry Kane hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum með Tottenham en hann fann ekki skotskóna í dag. Þrátt fyrir það fór Tottenham með sigur á Bournemouth.

City rúllaði yfir Stoke

Manchester City hefur vann sinn níunda leik í röð og endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Alfreð byrjaði í jafntefli

Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg gáfu aðeins eftir fyrir landsleikjahléið og náðu ekki að koma sér á sigurbraut í dag, þegar þeir heimsóttu Hoffenheim í þýsku Bundesligunni

Sjá næstu 50 fréttir