Handbolti

FH áfram þrátt fyrir tap í Rússlandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gísli Þorgeir skoraði sex mörk.
Gísli Þorgeir skoraði sex mörk. vísir/eyþór
FH er komið áfram í þriðju umferð undankeppni EHF keppninnar í handbolta þrátt fyrir 37-33 tap gegn St Petersburg í framlengdum leik í Rússlandi í dag.

Lokatölur að loknum venjulegum leiktíma voru 32-27, alveg eins og í fyrri leiknum sem fram fór í Kaplakrika um síðustu helgi. Grípa þurfti því til framlengingar.

FH átti tækifæri að tryggja sig áfram á loka sekúndum venjulegs leiktíma, en Óðinn Þór Ríkharðsson lét verja frá sér skot úr erfiðu færi.

Liðin skiptust á að skora í framlengingunni. Ágúst Elí Björgvinsson varði frábærlega þegar um mínúta var eftir af leiknum og skoraði Einar Rafn Eiðsson svo gott mark og tryggði FH-ingum áfram.

Lokatölur urðu 37-33, eða 64-65 samanlagt fyrir FH.

Einar Rafn Eiðsson var markahæstur FH-inga með 8 mörk. Ísak Rafnsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson gerðu 6. Ásbjörn Friðriksson og Arnar Freyr Ársælsson skoruðu báðir 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 3 og Ágúst Birgisson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×