Enski boltinn

Jesus sá besti síðan Messi birtist

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Góðan daginn, Jesus hér. Get ég aðstoðað?
Góðan daginn, Jesus hér. Get ég aðstoðað? vísir/getty
Gabriel Jesus er besti ungi fótboltamaðurinn sem sést hefur síðan Lionel Messi birtist fyrst. Þetta segir sérfræðingur BBC Sport, Danny Murphy.

Jesus skoraði tvö marka Manchester City í stórsigrinum á Stoke um helgina.

„Hann elskar að skora mörk og er alltaf á réttum stað á réttum tíma,“ sagði Murphy í uppgjörsþættinum Match of the Day.

„Snertingar hans eru góðar, hann er með gott jafnvægi og hugrakkur á boltanum. Hann er snöggur, hann er með góðan vinstri fót og heimtar boltann.“

„Ég myndi ganga svo langt að segja að hann sé besti ungi leikmaðurinn sem ég hef séð síðan Messi var ungur.“

„Ég er ekki að segja að hann sé eins góður og Messi, en síðan Messi birtist. Hann er nýorðin tvítugur og algjörlega frábær,“ sagði Danny Murphy.


Tengdar fréttir

City rúllaði yfir Stoke

Manchester City hefur vann sinn níunda leik í röð og endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Wenger segir að það verði erfitt að ná City úr þessu

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, virðist vera búinn að kasta inn handklæðinu í baráttunni um titilinn eftir aðeins átta umferðir en eftir tap gegn Watford í gær segir hann að það verði erfitt að ná toppliðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×